900 skurðaðgerðum frestað í verkfallinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. júní 2015 17:24 Fresta hefur þurft að minnsta kosti 900 skurðaðgerðum frá upphafi verkfalls hjúkrunarfræðinga og ljóst er að það mun taka langan tíma að vinna niður þá biðlista sem myndast hafa. Landspítalinn þarf aukafjármagn til að koma öllu í eðlilegt horf á ný og forgangsraða þarf allri almennri starfsemi spítalans. Biðlað verður til stjórnvalda um auka fjárveitingu. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að nú væru sumarleyfi að hefjast sem eigi eftir að gera spítalanum enn erfiðara fyrir að vinna niður biðlistana. Auk skurðaðgerðanna hafi þurft að fresta 9.300 myndgreiningarannsóknum, 10 þúsund blóðrannsóknum og 6.300 komum á dag- og göngudeildir. „Það er ansi mikill uppsafnaður vandi þannig að það sem við þurfum að gera núna með okkar góða fólki er að halda utan um það og taka vel á móti því og reyna að byggja hér upp góðan starfsanda. Síðan þurfum við að kortleggja stöðuna og forgangsraða upp á nýtt. Hverjir það eru sem þarf að taka fyrst inn og svo framvegis. Hins vegar er mikilvægt að leggja áherslu á það að hér hefur ekki verið eðlilegt ástand frá fyrsta degi,“ sagði Páll. Hann sagðist ekki geta sagt til um það hvort verkfallið hafi kostað mannslíf, en telur það ólíklegt. Öll alvarleg atvik séu tilkynnt til stjórnarinnar og að engin aukning hafi orðið í þeim efnum. Þó sé það óvissa sem fólk þurfi að búa við. Allar neyðaraðgerðir hafi þó verið framkvæmdar. Þá sagði Páll það ekki ljóst hversu margir hjúkrunarfræðingar hefðu sagt upp í dag. Framkvæmdastjórnin væru að fara yfir þau mál en að ljóst sé að andrúmsloftið sé afar þungt. „Það er svona samblanda af létti, reiði og depurð hjá fólki, sem er í rauninni skiljanlegt eftir mikil átök í langan tíma. En það er verið að setjast niður og kortleggja það hvernig staðan er og hvaða áhrif þetta.“ Viðtalið við Pál má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Enn berast uppsagnir Von er á að fleiri leggi inn uppsagnarbréf sín í dag. 15. júní 2015 11:24 Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. 15. júní 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar flykkjast til Noregs Hjúkrunarfræðingar leita í miklum mæli til fyrirtækiss sem hefur milligöngu um að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í Noregi. 15. júní 2015 12:14 Hjúkrunarfræðingum boðin 20 prósenta hækkun en fara fram á rúm 40 prósent Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. 15. júní 2015 16:04 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Fresta hefur þurft að minnsta kosti 900 skurðaðgerðum frá upphafi verkfalls hjúkrunarfræðinga og ljóst er að það mun taka langan tíma að vinna niður þá biðlista sem myndast hafa. Landspítalinn þarf aukafjármagn til að koma öllu í eðlilegt horf á ný og forgangsraða þarf allri almennri starfsemi spítalans. Biðlað verður til stjórnvalda um auka fjárveitingu. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að nú væru sumarleyfi að hefjast sem eigi eftir að gera spítalanum enn erfiðara fyrir að vinna niður biðlistana. Auk skurðaðgerðanna hafi þurft að fresta 9.300 myndgreiningarannsóknum, 10 þúsund blóðrannsóknum og 6.300 komum á dag- og göngudeildir. „Það er ansi mikill uppsafnaður vandi þannig að það sem við þurfum að gera núna með okkar góða fólki er að halda utan um það og taka vel á móti því og reyna að byggja hér upp góðan starfsanda. Síðan þurfum við að kortleggja stöðuna og forgangsraða upp á nýtt. Hverjir það eru sem þarf að taka fyrst inn og svo framvegis. Hins vegar er mikilvægt að leggja áherslu á það að hér hefur ekki verið eðlilegt ástand frá fyrsta degi,“ sagði Páll. Hann sagðist ekki geta sagt til um það hvort verkfallið hafi kostað mannslíf, en telur það ólíklegt. Öll alvarleg atvik séu tilkynnt til stjórnarinnar og að engin aukning hafi orðið í þeim efnum. Þó sé það óvissa sem fólk þurfi að búa við. Allar neyðaraðgerðir hafi þó verið framkvæmdar. Þá sagði Páll það ekki ljóst hversu margir hjúkrunarfræðingar hefðu sagt upp í dag. Framkvæmdastjórnin væru að fara yfir þau mál en að ljóst sé að andrúmsloftið sé afar þungt. „Það er svona samblanda af létti, reiði og depurð hjá fólki, sem er í rauninni skiljanlegt eftir mikil átök í langan tíma. En það er verið að setjast niður og kortleggja það hvernig staðan er og hvaða áhrif þetta.“ Viðtalið við Pál má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Enn berast uppsagnir Von er á að fleiri leggi inn uppsagnarbréf sín í dag. 15. júní 2015 11:24 Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. 15. júní 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar flykkjast til Noregs Hjúkrunarfræðingar leita í miklum mæli til fyrirtækiss sem hefur milligöngu um að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í Noregi. 15. júní 2015 12:14 Hjúkrunarfræðingum boðin 20 prósenta hækkun en fara fram á rúm 40 prósent Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. 15. júní 2015 16:04 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. 15. júní 2015 07:00
Hjúkrunarfræðingar flykkjast til Noregs Hjúkrunarfræðingar leita í miklum mæli til fyrirtækiss sem hefur milligöngu um að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í Noregi. 15. júní 2015 12:14
Hjúkrunarfræðingum boðin 20 prósenta hækkun en fara fram á rúm 40 prósent Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. 15. júní 2015 16:04