Hjúkrunarfræðingum boðin 20 prósenta hækkun en fara fram á rúm 40 prósent sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. júní 2015 16:04 Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. Þetta kom fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Umboð samninganefndarinnar víðtækt Bjarni sagði samninganefnd ríkisins hafa verið veitt víðtækt umboð í kjaradeilunni. Tilboð þeirra hafi verið tuttugu prósenta launahækkun á næstu þremur árum og styrking á stofnun. „Ofan á þær almennu launahækkanir sem hlaupa á þeim tölum sem ég er hér að nefna, verði bætt fyrir gliðnun upp á 14-25 prósent á næstu þremur árum. Þannig að ég er í raun og veru ekki að tala um að krafan standi upp á 30 prósent heldur kannski nær 40 til 50 prósent þegar þetta er tekið með í reikninginn,“ sagði Bjarni. Hann sagðist jafnframt geta fullyrt það að laun hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum væru ekki að fara að hækka um slíkar fjárhæðir. Langt sé í land með að jafna kjörin en það gerist ekki með einum samningi. „Við getum boðið verulegar kjarabætur og við getum boðið hér meiri stöðugleika en gilt hefur en það er ekki hægt að fallast á allar kröfur.“ „Við getum boðið verulegar kjarabætur og við getum boðið hér meiri stöðugleika en gilt hefur en það er ekki hægt að fallast á allar kröfur.“vísir/vilhelmStefnuleysi í kjaramálum Árni Páll sakaði ríkisstjórnina um í stefnuleysi í kjaramálum og sagði Bjarni Samfylkinguna leggjast á lágt plan í þessum umræðum. „Það virðist bara vera það að ganga að öllum kröfum eins og þeim er lýst. En það er ekki hægt að gera það, því miður. Það er ekki hægt,“ sagði hann og bætti við að hægt væri að ræða málið á þingi en þegar öllu sé á botninn hvolft verði samningarnir gerðir við samningaborðið. Verkfall 2016 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. Þetta kom fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.Umboð samninganefndarinnar víðtækt Bjarni sagði samninganefnd ríkisins hafa verið veitt víðtækt umboð í kjaradeilunni. Tilboð þeirra hafi verið tuttugu prósenta launahækkun á næstu þremur árum og styrking á stofnun. „Ofan á þær almennu launahækkanir sem hlaupa á þeim tölum sem ég er hér að nefna, verði bætt fyrir gliðnun upp á 14-25 prósent á næstu þremur árum. Þannig að ég er í raun og veru ekki að tala um að krafan standi upp á 30 prósent heldur kannski nær 40 til 50 prósent þegar þetta er tekið með í reikninginn,“ sagði Bjarni. Hann sagðist jafnframt geta fullyrt það að laun hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum væru ekki að fara að hækka um slíkar fjárhæðir. Langt sé í land með að jafna kjörin en það gerist ekki með einum samningi. „Við getum boðið verulegar kjarabætur og við getum boðið hér meiri stöðugleika en gilt hefur en það er ekki hægt að fallast á allar kröfur.“ „Við getum boðið verulegar kjarabætur og við getum boðið hér meiri stöðugleika en gilt hefur en það er ekki hægt að fallast á allar kröfur.“vísir/vilhelmStefnuleysi í kjaramálum Árni Páll sakaði ríkisstjórnina um í stefnuleysi í kjaramálum og sagði Bjarni Samfylkinguna leggjast á lágt plan í þessum umræðum. „Það virðist bara vera það að ganga að öllum kröfum eins og þeim er lýst. En það er ekki hægt að gera það, því miður. Það er ekki hægt,“ sagði hann og bætti við að hægt væri að ræða málið á þingi en þegar öllu sé á botninn hvolft verði samningarnir gerðir við samningaborðið.
Verkfall 2016 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira