Telur eðlilegt að BHM stefni ríkinu vegna lagasetningar 14. júní 2015 21:00 BHM ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna lagasetningar á verkfall þeirra og segja hana brot á stjórnarskrá og mannréttindum. Hjúkrunarfræðingar íhuga að gera það sama. Lára V. Júlíusdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir óvíst sé hvort boðaður verði annar fundur í deilunni í ljósi þess að BHM ætlar í mál við ríkið. „Ef að BHM er búið að ákveða að höfða mál þá má leiða að því líkum að þeir ætla ekki að setjast niður og ganga til samninga á þessum tuttugu dögum sem þeir hafa. Vegna þess að ef að þeir semja á þeim tíma eru þeir orðnir bundnir af friðarskyldu og geta þar að leiðandi ekki knúið fram breytingar með verkfalli,“ segir Lára. En hvaða þýðingu hefði það ef BHM myndi vinna málið? „Það er áhugaverð spurning. Nú veit ég ekki nákvæmlega hverskonar kröfugerð yrði í slíku máli en ég geri ráð fyrir að það yrði einhverskonar viðurkenning á að réttur hafi verið brotinn á BHM,“ segir hún. Lára telur sérstakt að annar samningsaðila í málinu geti sett lög á verkallsaðgerðir hins. Í ljósi þess sé rökrétt að BHM höfði mál gegn ríkinu. „Ég myndi telja það fullkomlega rökrétt. En svo er annað atriði varðandi þessi lög sem maður veltir fyrir sér og setur spurningamerki við og það er að þarna eru þónokkuð mörg félög innan BHM sem þessi lög ná til. Og sum þessara félaga hafa ekki boðað verkfall,“ segir hún. Þannig sé verið að leggja bann við verkföllum á félög sem ekki hafa boðað þau. „Það vekur upp spurningar um það hvort að löggjöfin, eða þetta ákvæði í löggjöfinni sé of vítækt og hvort að það fái staðist eitt og sér,“ segir Lára V. Júlíusdóttir. Verkfall 2016 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
BHM ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna lagasetningar á verkfall þeirra og segja hana brot á stjórnarskrá og mannréttindum. Hjúkrunarfræðingar íhuga að gera það sama. Lára V. Júlíusdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir óvíst sé hvort boðaður verði annar fundur í deilunni í ljósi þess að BHM ætlar í mál við ríkið. „Ef að BHM er búið að ákveða að höfða mál þá má leiða að því líkum að þeir ætla ekki að setjast niður og ganga til samninga á þessum tuttugu dögum sem þeir hafa. Vegna þess að ef að þeir semja á þeim tíma eru þeir orðnir bundnir af friðarskyldu og geta þar að leiðandi ekki knúið fram breytingar með verkfalli,“ segir Lára. En hvaða þýðingu hefði það ef BHM myndi vinna málið? „Það er áhugaverð spurning. Nú veit ég ekki nákvæmlega hverskonar kröfugerð yrði í slíku máli en ég geri ráð fyrir að það yrði einhverskonar viðurkenning á að réttur hafi verið brotinn á BHM,“ segir hún. Lára telur sérstakt að annar samningsaðila í málinu geti sett lög á verkallsaðgerðir hins. Í ljósi þess sé rökrétt að BHM höfði mál gegn ríkinu. „Ég myndi telja það fullkomlega rökrétt. En svo er annað atriði varðandi þessi lög sem maður veltir fyrir sér og setur spurningamerki við og það er að þarna eru þónokkuð mörg félög innan BHM sem þessi lög ná til. Og sum þessara félaga hafa ekki boðað verkfall,“ segir hún. Þannig sé verið að leggja bann við verkföllum á félög sem ekki hafa boðað þau. „Það vekur upp spurningar um það hvort að löggjöfin, eða þetta ákvæði í löggjöfinni sé of vítækt og hvort að það fái staðist eitt og sér,“ segir Lára V. Júlíusdóttir.
Verkfall 2016 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira