Páll Matthíasson: Verkfallinu varð að ljúka Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júní 2015 13:38 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir verkfallinu hafa þurft að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks. Hann ítrekar að deilan sé eftir sem áður óleyst og brýnt sé að ná sátt sem fyrst. Hann hefur fengið fregnir af uppsögnum og segir tilfinningar sínar gagnvart lagasetningu blendnar. Páll Matthíasson segir verkfalli BHM og Félags hjúkrunarfræðinga hafa þurft að ljúka. „Tilfinningar okkar gagnvart lögunum eru blendnar. Annars vegar þá þurfti þessu verkfalli þurfti að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks, en hinsvegar er deilan óleyst. Það verkefni er eftir. Samningsaðilar þurfa að ná sátt því það þarf sátt til þess að við getum haldið áfram að byggja upp okkar heilbrigðiskerfi. Við verðum sem fyrr að biðla til deiluaðila að vinna að þessari sátt.“ Páll hefur fengið fregnir af uppsögnum starfsfólks og segir stöðuna alvarlega. Þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum og tugir hjúkrunarfræðinga hafa sagst ætla að tilkynna uppsögn sína á mánudag. „Við vitum það að í kringum þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum sem eru tuttugu manns. Sem er alvarlegt, ég vona að það takist að ná lendingu svo til þess komi ekki til þessara uppsagna. Ég hef heyrt af uppsögnum annarra en höfum ekki fengið þær inn á borð til okkar ennþá.“ Hann minnir á að deilan sé ekki leyst og það þurfi aukið fé til að vinna á biðlistum sem hafa hlaðist upp. „Deilan er ekki leyst. Hún er komin í annan farveg, ákveðinn frestur sem fæst þarna. Eftir sem áður. Ég held að þótt að verkfall leysist þá fellur ekki allt í ljúfa löð. Við byrjum ekki á fullum afköstum á fyrsta degi. Sumarleyfi eru hafin. Auk þess er þannig að á góðum degi þegar allir eru í vinnu, þá erum við að nýta 100% af starfsfólki, mannskap og tækjum spítalans. Þannig að ef við ætlum að vinna á þeim miklu biðlistum sem hafa hlaðist upp. Þá mun þurfa til þess aukið fé. Við þurfum að kortleggja stöðuna, gera aðgerðaplan í samstarfi við stjórnvöld hvernig við ætlum að taka á málunum.“ Verkfall 2016 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir verkfallinu hafa þurft að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks. Hann ítrekar að deilan sé eftir sem áður óleyst og brýnt sé að ná sátt sem fyrst. Hann hefur fengið fregnir af uppsögnum og segir tilfinningar sínar gagnvart lagasetningu blendnar. Páll Matthíasson segir verkfalli BHM og Félags hjúkrunarfræðinga hafa þurft að ljúka. „Tilfinningar okkar gagnvart lögunum eru blendnar. Annars vegar þá þurfti þessu verkfalli þurfti að ljúka með hliðsjón af öryggi sjúklinga og líðan starfsfólks, en hinsvegar er deilan óleyst. Það verkefni er eftir. Samningsaðilar þurfa að ná sátt því það þarf sátt til þess að við getum haldið áfram að byggja upp okkar heilbrigðiskerfi. Við verðum sem fyrr að biðla til deiluaðila að vinna að þessari sátt.“ Páll hefur fengið fregnir af uppsögnum starfsfólks og segir stöðuna alvarlega. Þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum og tugir hjúkrunarfræðinga hafa sagst ætla að tilkynna uppsögn sína á mánudag. „Við vitum það að í kringum þriðjungur geislafræðinga hefur sagt upp störfum sem eru tuttugu manns. Sem er alvarlegt, ég vona að það takist að ná lendingu svo til þess komi ekki til þessara uppsagna. Ég hef heyrt af uppsögnum annarra en höfum ekki fengið þær inn á borð til okkar ennþá.“ Hann minnir á að deilan sé ekki leyst og það þurfi aukið fé til að vinna á biðlistum sem hafa hlaðist upp. „Deilan er ekki leyst. Hún er komin í annan farveg, ákveðinn frestur sem fæst þarna. Eftir sem áður. Ég held að þótt að verkfall leysist þá fellur ekki allt í ljúfa löð. Við byrjum ekki á fullum afköstum á fyrsta degi. Sumarleyfi eru hafin. Auk þess er þannig að á góðum degi þegar allir eru í vinnu, þá erum við að nýta 100% af starfsfólki, mannskap og tækjum spítalans. Þannig að ef við ætlum að vinna á þeim miklu biðlistum sem hafa hlaðist upp. Þá mun þurfa til þess aukið fé. Við þurfum að kortleggja stöðuna, gera aðgerðaplan í samstarfi við stjórnvöld hvernig við ætlum að taka á málunum.“
Verkfall 2016 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira