Usain Bolt þótti ósannfærandi þegar hann sigraði 200 metra hlaup karla í Demantamótinu sem nú stendur yfir í New York. Hann hljóp á 20,29 sekúndum og rétt marði sigur á hinum 19 ára Zharnel Hughes frá Angvilla.
"Ég var ekkert alltof ánægður með tímann í dag. En æfingarnar hafa gengið vel og ég hlakka til restinnar af tímabilinu," sagði Bolt að hlaupinu loknu.
Bolt hefur enn ekki hlaupið 200 metrana á undir 20 sekúndum á þessu ári en Bandaríkjamaðurinn og helsti keppinautur Bolt, Justin Gatlin á besta tíma ársins, 19,68 sekúndur.
Tyson Gay sigraði 100 metra hlaup karla á Demantamótinu með því að hlaupa á 10,12 sekúndum. Gatlin á sömuleiðis besta tíma ársins í 100 metrum en hann hljóp á 9,74 sekúndum í Doha fyrr á þessu ári.
Ósannfærandi en samt sigur hjá Bolt

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn