Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júní 2015 12:00 Heilbrigðisstarfsmenn eru ekki par sáttir við þróun mála. Vísir/Valli Formenn félags hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna hafa sent frá sér ályktun þar sem þau hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki boðaða lagasetningu á verkföll félaganna. Forsvarsmenn félaganna hafa talað um það að ríkið eigi í sýndarviðræðum og telja þau lagasetningu undirstrika það ennfrekar. „Þessi afskipti stjórnvalda af verkfallsrétti og samningsfrelsi stéttarfélaga er alvarlegt inngrip í lögmæta starfsemi stéttarfélaga. Í 74. gr. stjórnarskrár Íslands og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu felst almennt bann við afskiptum stjórnvalda og löggjafans,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Nú standa yfir mótmæli hjúkrunarfræðinga og félagsmanna nokkurra aðildarfélaga BHM sem tilheyra heilbrigðisþjónustunni á Austurvelli. Nokkur hundruð manns voru mættir þegar mótmælin hófust klukkan hálfellefu. „Fólki er misboðið,“ sagði Ólafur G. Skúlason í samtali við Vísi. Ályktunina má sjá í heild sinni hér að neðan:Ályktun til AlþingisÍ dag mun Alþingi fjalla um frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um frestun verkfalla aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þessi afskipti stjórnvalda af verkfallsrétti og samningsfrelsi stéttarfélaga er alvarlegt inngrip í lögmæta starfsemi stéttarfélaga. Í 74. gr. stjórnarskrár Íslands og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu felst almennt bann við afskiptum stjórnvalda og löggjafans. Samþykki Alþingi frumvarpið eru aðildarfélög BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sem samningsaðilar svipt þeim þvingunarúrræðum sem stéttarfélögin hafa til að knýja á um samningsniðurstöðu. Með frumvarpinu er ríkið sem annar deiluaðili að leggja til lög á kjaradeilur sem það á sjálft aðild að. Undirstrikar það enn og aftur að ríkið hefur frá upphafi átt í sýndarviðræðum. BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetja alþingismenn til að samþykkja ekki frumvarp um verkfallsaðgerðir og beina því til stjórnvalda að koma af alvöru að samningaborðinu. Reykjavík 12. júní 2015F.h BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01 Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15 Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Sjá meira
Formenn félags hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna hafa sent frá sér ályktun þar sem þau hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki boðaða lagasetningu á verkföll félaganna. Forsvarsmenn félaganna hafa talað um það að ríkið eigi í sýndarviðræðum og telja þau lagasetningu undirstrika það ennfrekar. „Þessi afskipti stjórnvalda af verkfallsrétti og samningsfrelsi stéttarfélaga er alvarlegt inngrip í lögmæta starfsemi stéttarfélaga. Í 74. gr. stjórnarskrár Íslands og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu felst almennt bann við afskiptum stjórnvalda og löggjafans,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Nú standa yfir mótmæli hjúkrunarfræðinga og félagsmanna nokkurra aðildarfélaga BHM sem tilheyra heilbrigðisþjónustunni á Austurvelli. Nokkur hundruð manns voru mættir þegar mótmælin hófust klukkan hálfellefu. „Fólki er misboðið,“ sagði Ólafur G. Skúlason í samtali við Vísi. Ályktunina má sjá í heild sinni hér að neðan:Ályktun til AlþingisÍ dag mun Alþingi fjalla um frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um frestun verkfalla aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þessi afskipti stjórnvalda af verkfallsrétti og samningsfrelsi stéttarfélaga er alvarlegt inngrip í lögmæta starfsemi stéttarfélaga. Í 74. gr. stjórnarskrár Íslands og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu felst almennt bann við afskiptum stjórnvalda og löggjafans. Samþykki Alþingi frumvarpið eru aðildarfélög BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sem samningsaðilar svipt þeim þvingunarúrræðum sem stéttarfélögin hafa til að knýja á um samningsniðurstöðu. Með frumvarpinu er ríkið sem annar deiluaðili að leggja til lög á kjaradeilur sem það á sjálft aðild að. Undirstrikar það enn og aftur að ríkið hefur frá upphafi átt í sýndarviðræðum. BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetja alþingismenn til að samþykkja ekki frumvarp um verkfallsaðgerðir og beina því til stjórnvalda að koma af alvöru að samningaborðinu. Reykjavík 12. júní 2015F.h BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01 Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15 Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Sjá meira
Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01
Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15
Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00