Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2015 12:22 Frá mótmælum BHM fyrr í mánuðinum. Vísir/Pjetur Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. Kjaraviðræðunum BHM og ríkisins var slitið í gærkvöldi eftir um þrettán tíma langan samningafund og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni. Verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hafa nú staðið í ríflega níu vikur. Þær hafa meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítlans þar sem fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða og rannsókna. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir stöðuna í kjaradeilunni alvarlega. „Það vantar mikið upp á að samningar náist,“ segir Páll. Umræða um lagasetningu á verkföll hefur verið nokkur síðustu daga. Ráðherrar hafa verið opnari í garð lagasetningar og líkur á að sú leið verði farin hefur aukist verulega. Sér í lagi á meðan ekkert þokast áfram við samningaborðið. Slíkt lagafrumvarp hefur þó enn ekki verið kynnt af ríkisstjórninni. Búast má þó við að ef lög verða sett á verkföllin verði það gert með skömmum fyrirvara. „Menn eru farnir að tala dálítið þannig en ég vil samt enn þá byggja á því að búum hér við lýðréttindi í landinu en því verður ekki neitað að þessar viðræður upp á síðustu daga þær hafa verið dálítið undir hótunum um lagasetingu,“ segir Páll. Páll segir að samningafundinum í gær hafi verið stillt dálítið þannig upp að um úrslitafund í deilunni hafi verið að ræða og að stjórnvöld grípi inn í deiluna í framhaldinu með lagasetningu. „Við skulum sjá. Ég ætla að vona að þeir komist bara til þess að semja við okkur og láti ekki aðila úti í bæ ákveða það hvernig kjörum ríkisstarfsmanna er skipað,“ segir Páll Halldórsson. Verkfall 2016 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. Kjaraviðræðunum BHM og ríkisins var slitið í gærkvöldi eftir um þrettán tíma langan samningafund og hefur enginn nýr fundur verið boðaður í deilunni. Verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hafa nú staðið í ríflega níu vikur. Þær hafa meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítlans þar sem fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða og rannsókna. Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM segir stöðuna í kjaradeilunni alvarlega. „Það vantar mikið upp á að samningar náist,“ segir Páll. Umræða um lagasetningu á verkföll hefur verið nokkur síðustu daga. Ráðherrar hafa verið opnari í garð lagasetningar og líkur á að sú leið verði farin hefur aukist verulega. Sér í lagi á meðan ekkert þokast áfram við samningaborðið. Slíkt lagafrumvarp hefur þó enn ekki verið kynnt af ríkisstjórninni. Búast má þó við að ef lög verða sett á verkföllin verði það gert með skömmum fyrirvara. „Menn eru farnir að tala dálítið þannig en ég vil samt enn þá byggja á því að búum hér við lýðréttindi í landinu en því verður ekki neitað að þessar viðræður upp á síðustu daga þær hafa verið dálítið undir hótunum um lagasetingu,“ segir Páll. Páll segir að samningafundinum í gær hafi verið stillt dálítið þannig upp að um úrslitafund í deilunni hafi verið að ræða og að stjórnvöld grípi inn í deiluna í framhaldinu með lagasetningu. „Við skulum sjá. Ég ætla að vona að þeir komist bara til þess að semja við okkur og láti ekki aðila úti í bæ ákveða það hvernig kjörum ríkisstarfsmanna er skipað,“ segir Páll Halldórsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira