Innlent

Formaður ASÍ-UNG segir af sér formennsku

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Guðni Gunnarsson
Guðni Gunnarsson mynd/aðsend
Guðni Gunnarsson, formaður ASÍ-UNG, hefur sagt af sér sem formaður stjórnar félagsins.

„Ég var ósáttur með hluta nýju kjarasamninganna en það er ekkert ósætti milli mín og hreyfingarinnar,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Í nýundirrituðum kjarasamningi SA við Flóabandalagið, Starfsgreinasambandið, VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna sé gengið á rétt ungs fólks undir tvítugu.

„Fólk í kringum mig hefur stutt mig í þessu og eru ósáttir með þetta ákvæði því þarna er verið að brjóta á ungu fólki,“ segir Guðni sem er þó ekki hættur að starfa innan hreyfingarinnar eða ungliðahreyfingarinnar.

„Nei, nei. Ég er ekki hættur. Ég mun bara ekki gegna formennsku áfram.“

Ákvæði nýju samninganna sem Guðni og hópur innan hreyfingarinnar er ósáttur með.

Tengdar fréttir

Vöffluveisla hjá VR

Samingurinn fer nú í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×