Bubba hlustar ekki á ráð frá áhorfendum Kári Örn Hinriksson skrifar 29. júní 2015 23:30 Bubba Watson er litríkur persónuleiki. Getty Bubba Watson er ekki þekktur fyrir mikið jafnaðargeð á golfvellinum en hann hefur oftar átt í beittum orðaskiptum við áhorfendur á stórum golfmótum þegar illa gengur. Þá er hann ekki í miklum metum hjá meðspilurum sínum á PGA-mótaröðinni en hann var valinn óvinsælasti kylfingurinn í nafnlausri könnun sem ESPN gerði á dögunum. Watson vann sér þó inn nokkur stig hjá áhorfendum í gær en á lokahring Travelers mótsins endaði teighögg hans mjög nálægt stjóru tréi sem virtist vera í beinni skotlínu að flagginu. Hann átti rúmlega 100 metra eftir inn á flöt en einn áhorfandi nálægt Watson stakk upp á því að hann tæki fjögur járn til þess að slá undir tréð, sem þessi tvöfaldi Masters sigurvegari tók ekki í mál. Hann ákvað frekar að taka fleygjárn og þruma boltanum yfir tréð en höggið endaði á ótrúlegan hátt aðeins rúmlega meter frá holunni. Watson sneri sér því næst að áhorfandandanum og þakkaði honum fyrir hræðilegt ráð, sem fór vel í viðstadda sem fóru margir að skellihlæja.Myndband af þessu skemmtilega atviki má sjá hér en Watson endaði á því að sigra mótið eftir bráðabana við Englendinginn Paul Casey. Golf Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bubba Watson er ekki þekktur fyrir mikið jafnaðargeð á golfvellinum en hann hefur oftar átt í beittum orðaskiptum við áhorfendur á stórum golfmótum þegar illa gengur. Þá er hann ekki í miklum metum hjá meðspilurum sínum á PGA-mótaröðinni en hann var valinn óvinsælasti kylfingurinn í nafnlausri könnun sem ESPN gerði á dögunum. Watson vann sér þó inn nokkur stig hjá áhorfendum í gær en á lokahring Travelers mótsins endaði teighögg hans mjög nálægt stjóru tréi sem virtist vera í beinni skotlínu að flagginu. Hann átti rúmlega 100 metra eftir inn á flöt en einn áhorfandi nálægt Watson stakk upp á því að hann tæki fjögur járn til þess að slá undir tréð, sem þessi tvöfaldi Masters sigurvegari tók ekki í mál. Hann ákvað frekar að taka fleygjárn og þruma boltanum yfir tréð en höggið endaði á ótrúlegan hátt aðeins rúmlega meter frá holunni. Watson sneri sér því næst að áhorfandandanum og þakkaði honum fyrir hræðilegt ráð, sem fór vel í viðstadda sem fóru margir að skellihlæja.Myndband af þessu skemmtilega atviki má sjá hér en Watson endaði á því að sigra mótið eftir bráðabana við Englendinginn Paul Casey.
Golf Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira