Lars Lökke Rasmussen nýr forsætisráðherra Danmerkur Samúel Karl Ólason og Sveinn Arnarsson skrifa 28. júní 2015 11:31 Lars Lökke Rasmussen ásamt ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar. Vísir/EPA Lars Lökke Rasmussen er nýr forsætisráðherra Danmerkur, en hann fór á fund Margrétar Danadrottningar nú í morgun og fékk umboð hennar. Flokkur Lars Lökke, Venstre flokkurinn, er í minnihlutastjórn sem studd er og varin vantrausti af öðrum hægri flokkum. Hægri flokkarnir náðu naumum meirihluta í síðustu kosningum Danmerkur fyrr í mánuðinum. Lars Lökke varð formaður Venstre flokksins þegar Anders Fogh Rasmussen hætti sem formaður og forsætisráðherra til að verða framkvæmdastjóri NATO. Hann var síðast forsætisráðherra fyrir tæpum fimm árum þegar Venstre tapaði kosningum fyrir rauðu blokkinni og Helle Torning Schmidt tók við keflinu. Segja má að Lars Lökke eigi níu líf í pólitík. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir tóbakskaup og fatakaup sem greidd hafa verið af flokk sínum, Venstre. En nú er hann kominn aftur í stól forsætisráðherra. Helle Torning Schmidt, fráfarandi forsætisráðherra, sagði af sér eftir þingkosningarnar þrátt fyrir að hafa bætt við sig fylgi og flokkur hennar bætt við sig þremur þingmönnum. Rauða blokkin svokallaða, flokkar á vinstri væng danskra stjórnmála, misstu mikið fylgi samanlagt og töpuðu meirihluta sínum í kosningunum. Helle Torning sagði þann tíma sem hún hafi verið forsætisráðherra verið gifturíkan og ábyrgðin á ríkisstjórnarsamstarfinu hafi hvern einasta dag verið hennar. Það hafi einnig verið á hennar ábyrgð að þeir hafi misst meirihlutann og því sagði hún af sér. Danske Folkeparty, sem er hægrisinnaður flokkur með sterkar skoðanir á innflytjendamálum varð stærri en Venstre en þeir vildu vera utan ríkisstjórnar til að hafa sem mest áhrif. Það gerði Lars Lökke erfitt fyrir í ríkisstjórnarviðræðum. Alls eru sautján ráðherrar í ríkisstjórn Rasmussen, en samkvæmt Jyllandsposten voru þeir tuttugu í síðustu ríkisstjórn. Lista yfir meðlimi ríkisstjórnarinnar má sjá hér á vef Jyllandsposten. Meðal helstu málefna nýju ríkisstjórnarinnar er að afnema rannsóknarnefnd sem sett var á laggirnar á síðasta kjörtímabili, en hennar verk var að rannsaka aðild Danmerkur að Íraksstríðinu. Einnig vill Lars Lökke draga úr þróunaraðstoð. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stjórnin fallin í Danmörku Danski þjóðarflokkurinn næststærsti flokkur landsins. 18. júní 2015 21:39 Helle Thorning gengur á fund drottningar Forsætisráðherran biðst lausnar fyrir sig á ráðuneyti sitt. Stjórnarmyndun gæti orðið erfið vegna sterkrar stöðu Þjóðarflokksins. 19. júní 2015 08:49 Helle Thorning-Schmidt segir af sér "Ég var fyrsta konan í Danmörku til að verða forsætisráðherra, en vitið þið hvað? Ég verð ekki sú síðasta.“ 18. júní 2015 23:22 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Lars Lökke Rasmussen er nýr forsætisráðherra Danmerkur, en hann fór á fund Margrétar Danadrottningar nú í morgun og fékk umboð hennar. Flokkur Lars Lökke, Venstre flokkurinn, er í minnihlutastjórn sem studd er og varin vantrausti af öðrum hægri flokkum. Hægri flokkarnir náðu naumum meirihluta í síðustu kosningum Danmerkur fyrr í mánuðinum. Lars Lökke varð formaður Venstre flokksins þegar Anders Fogh Rasmussen hætti sem formaður og forsætisráðherra til að verða framkvæmdastjóri NATO. Hann var síðast forsætisráðherra fyrir tæpum fimm árum þegar Venstre tapaði kosningum fyrir rauðu blokkinni og Helle Torning Schmidt tók við keflinu. Segja má að Lars Lökke eigi níu líf í pólitík. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir tóbakskaup og fatakaup sem greidd hafa verið af flokk sínum, Venstre. En nú er hann kominn aftur í stól forsætisráðherra. Helle Torning Schmidt, fráfarandi forsætisráðherra, sagði af sér eftir þingkosningarnar þrátt fyrir að hafa bætt við sig fylgi og flokkur hennar bætt við sig þremur þingmönnum. Rauða blokkin svokallaða, flokkar á vinstri væng danskra stjórnmála, misstu mikið fylgi samanlagt og töpuðu meirihluta sínum í kosningunum. Helle Torning sagði þann tíma sem hún hafi verið forsætisráðherra verið gifturíkan og ábyrgðin á ríkisstjórnarsamstarfinu hafi hvern einasta dag verið hennar. Það hafi einnig verið á hennar ábyrgð að þeir hafi misst meirihlutann og því sagði hún af sér. Danske Folkeparty, sem er hægrisinnaður flokkur með sterkar skoðanir á innflytjendamálum varð stærri en Venstre en þeir vildu vera utan ríkisstjórnar til að hafa sem mest áhrif. Það gerði Lars Lökke erfitt fyrir í ríkisstjórnarviðræðum. Alls eru sautján ráðherrar í ríkisstjórn Rasmussen, en samkvæmt Jyllandsposten voru þeir tuttugu í síðustu ríkisstjórn. Lista yfir meðlimi ríkisstjórnarinnar má sjá hér á vef Jyllandsposten. Meðal helstu málefna nýju ríkisstjórnarinnar er að afnema rannsóknarnefnd sem sett var á laggirnar á síðasta kjörtímabili, en hennar verk var að rannsaka aðild Danmerkur að Íraksstríðinu. Einnig vill Lars Lökke draga úr þróunaraðstoð.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Stjórnin fallin í Danmörku Danski þjóðarflokkurinn næststærsti flokkur landsins. 18. júní 2015 21:39 Helle Thorning gengur á fund drottningar Forsætisráðherran biðst lausnar fyrir sig á ráðuneyti sitt. Stjórnarmyndun gæti orðið erfið vegna sterkrar stöðu Þjóðarflokksins. 19. júní 2015 08:49 Helle Thorning-Schmidt segir af sér "Ég var fyrsta konan í Danmörku til að verða forsætisráðherra, en vitið þið hvað? Ég verð ekki sú síðasta.“ 18. júní 2015 23:22 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Helle Thorning gengur á fund drottningar Forsætisráðherran biðst lausnar fyrir sig á ráðuneyti sitt. Stjórnarmyndun gæti orðið erfið vegna sterkrar stöðu Þjóðarflokksins. 19. júní 2015 08:49
Helle Thorning-Schmidt segir af sér "Ég var fyrsta konan í Danmörku til að verða forsætisráðherra, en vitið þið hvað? Ég verð ekki sú síðasta.“ 18. júní 2015 23:22