Körfubolti

Fyrsti Indverjinn sem er valinn í nýliðavalinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Singh var valinn númer 52 í nýliðavalinu.
Singh var valinn númer 52 í nýliðavalinu. vísir/getty
Satnam Singh Bhamara varð í nótt fyrsti Indverjinn til að vera valinn í nýliðavali NBA-deildarinnar.

Það var Dallas Mavericks sem valdi þennan tröllvaxna miðherja sem er 2,18 metrar á hæð og vegur 132 kíló.

Singh, sem er 19 ára, var valinn í annarri umferð valsins, númer 52, en hann flutti til Bandaríkjanna fyrir fimm árum.

Singh lék með IMG Academy menntaskólanum í Flórída á síðasta tímabili og var með 9,2 stig, 8,4 fráköst og 2,2 varin skot að meðaltali á tæpum 20 mínútum í leik.

Hann fékk hins vegar ekki skólastyrk í háskóla og ákvað því að freista gæfunnar í deild þeirra bestu.

Singh er sem áður segir fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur í Indlandi til að vera valinn í nýliðavalinu. Hins vegar er ekki langt síðan Sim Bhullar varð fyrsti leikmaðurinn af indverskum ættum til að spila í NBA-deildinni.

Bhullar er fæddur í Kanada en á indverska foreldra. Hann gerði 10 daga langan samning við Sacramento Kings í apríl og kom við sögu í þremur leikjum með liðinu.

Líkt og Singh er Bhullar engin smásmíði en hann er 2,26 metrar og 163 kíló.

NBA

Tengdar fréttir

Spilar fyrsti Indverjinn í NBA á morgun?

Sim Bhullar, leikmaður Sacramento Kings í NBA-körfuboltanum, mun líklega leika sinn fyrsta leik í NBA-körfuboltanum á morgun þegar liðið mætir New Orleans Pelicans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×