Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2015 20:37 Gunnar Nelson og Haraldur Dean Nelson í Stokkhólmi. vísir/getty „Þetta voru leiðinlegar fréttir og auðvitað bara leiðinlegt fyrir bæði Gunnar og John Hathaway,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, í samtali við Vísi.Eins og greint var frá fyrr í kvöld er Bandaríkjamaðurinn Hathaway, sem átti að berjast við Gunnar á risa UFC-kvöldinu 11. júlí meiddur og hættur við. „Hann varð fyrir meiðslum á æfingu og treystir sér ekki til að berjast. Þetta er stærsta bardagakvöld í sögu UFC og því hlýtur að hafa mikið gengið á hjá honum. Ég trúi ekki öðru,“ segir Haraldur.Súpergæjar ekki einu sinni í aðalhlutanum Hann segir allt vera á fullu hjá UFC í því að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar. „Það er búið að bjóða einhverjum sem hafa sagt nei en það hlýtur að koma einhver öflugur. Þetta er svo stórt kvöld að það eru strákar sem berjast ekki í aðalhlutanum sem eru betri en Hathaway. Alveg súpergæjar. Það hlýtur því einhver að vilja færa sig upp,“ segir Haraldur. „Ég var að tala við Joe Silva [einn af yfirmönnum UFC] í dag og það er allt á fullri ferð. Ég vonast til að eitthvað skýrist á næstu klukkutímunum. Málið er bara að flestir af þeim sem eru á topp 15 í veltivigtinni eru annað hvort meiddir eða komnir með bardaga.“Undirbjó sig fyrir Hathaway Gunnar hefur farið í gegnum þetta áður og margsinnis sagt að það skipti hann í raun ekki máli við hvern hann berst. Undirbúningur hans miðast ekki við keppinautinn. „Þetta er aldrei gott samt. Gunnar æfir eins og hann æfir en auðvitað hugsa menn alltaf á móti hvernig týpu menn eru að fara að berjast og hver það er. Nú er undirbúningstímabilið hjá honum alveg að verða búið og hann hefur verið með Hathaway í huga allan tímann. Hann hefur samt lent í þessu áður og gerir alveg ráð fyrir því að svona gerist,“ segir Haraldur Dean Nelson. MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Sjá meira
„Þetta voru leiðinlegar fréttir og auðvitað bara leiðinlegt fyrir bæði Gunnar og John Hathaway,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, í samtali við Vísi.Eins og greint var frá fyrr í kvöld er Bandaríkjamaðurinn Hathaway, sem átti að berjast við Gunnar á risa UFC-kvöldinu 11. júlí meiddur og hættur við. „Hann varð fyrir meiðslum á æfingu og treystir sér ekki til að berjast. Þetta er stærsta bardagakvöld í sögu UFC og því hlýtur að hafa mikið gengið á hjá honum. Ég trúi ekki öðru,“ segir Haraldur.Súpergæjar ekki einu sinni í aðalhlutanum Hann segir allt vera á fullu hjá UFC í því að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar. „Það er búið að bjóða einhverjum sem hafa sagt nei en það hlýtur að koma einhver öflugur. Þetta er svo stórt kvöld að það eru strákar sem berjast ekki í aðalhlutanum sem eru betri en Hathaway. Alveg súpergæjar. Það hlýtur því einhver að vilja færa sig upp,“ segir Haraldur. „Ég var að tala við Joe Silva [einn af yfirmönnum UFC] í dag og það er allt á fullri ferð. Ég vonast til að eitthvað skýrist á næstu klukkutímunum. Málið er bara að flestir af þeim sem eru á topp 15 í veltivigtinni eru annað hvort meiddir eða komnir með bardaga.“Undirbjó sig fyrir Hathaway Gunnar hefur farið í gegnum þetta áður og margsinnis sagt að það skipti hann í raun ekki máli við hvern hann berst. Undirbúningur hans miðast ekki við keppinautinn. „Þetta er aldrei gott samt. Gunnar æfir eins og hann æfir en auðvitað hugsa menn alltaf á móti hvernig týpu menn eru að fara að berjast og hver það er. Nú er undirbúningstímabilið hjá honum alveg að verða búið og hann hefur verið með Hathaway í huga allan tímann. Hann hefur samt lent í þessu áður og gerir alveg ráð fyrir því að svona gerist,“ segir Haraldur Dean Nelson.
MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Sjá meira