Markið var mikilvægt og glæsilegt hjá Malímanninum en fögnuður hans var heldur óskemmtilegur eins og áhorfendur heima í stofu fengu að kynnast.
Stöð 2 Sport sýndi leikinn beint og þar fengu áhorfendur stöðvarinnar kalda kveðju þegar Kassim Doumbia öskraði mjög ósmekklegt slanguryrði beint í myndavélina. Kassim öskraði: „Fuck off".
Það er hægt að sjá þetta umdeilda fagn hans hér fyrir neðan en nú er að sjá hvort þetta komi honum í vandræði eða hvort að KSÍ telji svona hegðun leikmanna vera góð auglýsing fyrir íslenskan fótbolta.