Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2015 14:29 Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, Adolf Ingi Erlingsson, útvarpsstjóri Radio Iceland og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra við opnun stöðvarinnar þann 16. febrúar. Útvarpsstöðin Radio Iceland, sem var ætluð fyrir erlenda ferðamenn og hleypt var af stokkunum í febrúar, hefur hætt starfsemi. Adolf Ingi Erlingsson útvarpsstjóri segir niðurstöðuna ekki skemmtilega en tapið hafi verið orðið of mikið. Radio Iceland var opnuð þann 16. maí af Ragnheiði Elínu Árnadóttur og ætlaði sér stóra hluti. Stöðin sendi út á tíðinni 89,1 á höfuðborgarsvæðinu og 97,7 á Akureyri. Víðar var hægt að ná stöðinni á öðrum tíðnum.Markaðurinn tregur Adolf Ingi segir við Vísi að hann hafi einfaldlega ekki getað fjármagnað stöðina lengur. Hann hafi fjármagnað stöðin að langstærstum hluta úr eigin vasa. Hægar hafi hins vegar gengið en vonir stóðu til að ná inn tekjum. „Tapið er orðið það mikið að ég varð að ákveða að stoppa þetta,“ segir Adolf Ingi. Stöðin var í loftinu í fjóran og hálfan mánuð. Adolf Ingi, sem hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum eftir áratugastarf á íþróttadeild RÚV, segir fátt hafa komið sér á óvart við rekstur fjölmiðils. „Svo sem ekki. Nema bara hvað markaðurinn var tregur miðað við undirtektirnar sem stöðin hafði fengið. Þó það hafi lifnað við talsvert upp á síðkastið þá var það ekki nóg.“ Útvarpsstjórinn segist verða að taka þessu biti.Gat ekki farið lengra „Ég gat ekki lengur réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram,“ segir kappinn. „Auðvitað er þetta rosaleg synd en það kostar sitt að reka fjömiðil. Þú ert með fólk á launum og ég hef verið að borga úr eigin vasa. Ég get ekki farið lengra.“ Aðspurður hvort hann viti hve hátt tapið sé skellir Dolli upp úr og segist vel vita það. „Þetta er 'peanuts' fyrir suma en fyrir venjulegt fólk eins og mig eru þetta fjárhæðir sem maður finnur verulega fyrir.“ Hann ítrekar að fyrirtækið fari ekki í gjaldþrot. Hann reiknar einnig með að halda húsnæði sínu þrátt fyrir að vera í sjálfsskuldarábyrgð með allt, með veð í eignum hans. „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Útvarpsstöðin Radio Iceland, sem var ætluð fyrir erlenda ferðamenn og hleypt var af stokkunum í febrúar, hefur hætt starfsemi. Adolf Ingi Erlingsson útvarpsstjóri segir niðurstöðuna ekki skemmtilega en tapið hafi verið orðið of mikið. Radio Iceland var opnuð þann 16. maí af Ragnheiði Elínu Árnadóttur og ætlaði sér stóra hluti. Stöðin sendi út á tíðinni 89,1 á höfuðborgarsvæðinu og 97,7 á Akureyri. Víðar var hægt að ná stöðinni á öðrum tíðnum.Markaðurinn tregur Adolf Ingi segir við Vísi að hann hafi einfaldlega ekki getað fjármagnað stöðina lengur. Hann hafi fjármagnað stöðin að langstærstum hluta úr eigin vasa. Hægar hafi hins vegar gengið en vonir stóðu til að ná inn tekjum. „Tapið er orðið það mikið að ég varð að ákveða að stoppa þetta,“ segir Adolf Ingi. Stöðin var í loftinu í fjóran og hálfan mánuð. Adolf Ingi, sem hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum eftir áratugastarf á íþróttadeild RÚV, segir fátt hafa komið sér á óvart við rekstur fjölmiðils. „Svo sem ekki. Nema bara hvað markaðurinn var tregur miðað við undirtektirnar sem stöðin hafði fengið. Þó það hafi lifnað við talsvert upp á síðkastið þá var það ekki nóg.“ Útvarpsstjórinn segist verða að taka þessu biti.Gat ekki farið lengra „Ég gat ekki lengur réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram,“ segir kappinn. „Auðvitað er þetta rosaleg synd en það kostar sitt að reka fjömiðil. Þú ert með fólk á launum og ég hef verið að borga úr eigin vasa. Ég get ekki farið lengra.“ Aðspurður hvort hann viti hve hátt tapið sé skellir Dolli upp úr og segist vel vita það. „Þetta er 'peanuts' fyrir suma en fyrir venjulegt fólk eins og mig eru þetta fjárhæðir sem maður finnur verulega fyrir.“ Hann ítrekar að fyrirtækið fari ekki í gjaldþrot. Hann reiknar einnig með að halda húsnæði sínu þrátt fyrir að vera í sjálfsskuldarábyrgð með allt, með veð í eignum hans. „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54
Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29
Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23
Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41