Ísland í þriðja sæti eftir höggleikinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2015 23:35 Haraldur Franklín Magnús. Vísir/Daníel Ísland stendur ágætlega að vígi eftir að keppni í höggleik lauk í 2. deild EM landsliða sem nú stendur yfir í Póllandi. Ísland endaði í þriðja sæti í höggleiknum en fjórar efstu þjóðirnar munu nú keppast um að komast upp í 1. deildina. Nú tekur við holukeppni þar sem keppt verður í bæði fjórmenningi og tvímenningi. Haraldur Franklín Magnús lék best íslensku kylfinganna í höggleiknum en hann endaði í 5.-8. sæti á einu höggi undir pari. Rúnar Arnórsson lék á einu höggi yfir pari og Guðmundur Ágúst Kristjánsson tveimur yfir pari. Kristján Þór Einarsson og Axel Bóasson léku báðir á fjórum höggum yfir pari en Axel Bóasson á níu höggum yfir pari. Ísland er á samtals níu höggum yfir pari í liðakeppninni en Noregur (-8) og Austurríki (-4) eru í efstu tveimur sætunum. Portúgal er einnig á níu höggum yfir pari og komst áfram í lokahluta mótsins. Íslenska kvennalandsliðið keppir einnig á EM landsliða en þar er keppt í einni deild. Konurnar eru í nítjánda sæti af 21 þjóð á samtals 60 höggum yfir pari. Sunna Víðisdóttir er með bestan árangur einstaklinganna en hún lék á pari fyrstu tvo dagana og er í 13.-17. sæti. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ísland stendur ágætlega að vígi eftir að keppni í höggleik lauk í 2. deild EM landsliða sem nú stendur yfir í Póllandi. Ísland endaði í þriðja sæti í höggleiknum en fjórar efstu þjóðirnar munu nú keppast um að komast upp í 1. deildina. Nú tekur við holukeppni þar sem keppt verður í bæði fjórmenningi og tvímenningi. Haraldur Franklín Magnús lék best íslensku kylfinganna í höggleiknum en hann endaði í 5.-8. sæti á einu höggi undir pari. Rúnar Arnórsson lék á einu höggi yfir pari og Guðmundur Ágúst Kristjánsson tveimur yfir pari. Kristján Þór Einarsson og Axel Bóasson léku báðir á fjórum höggum yfir pari en Axel Bóasson á níu höggum yfir pari. Ísland er á samtals níu höggum yfir pari í liðakeppninni en Noregur (-8) og Austurríki (-4) eru í efstu tveimur sætunum. Portúgal er einnig á níu höggum yfir pari og komst áfram í lokahluta mótsins. Íslenska kvennalandsliðið keppir einnig á EM landsliða en þar er keppt í einni deild. Konurnar eru í nítjánda sæti af 21 þjóð á samtals 60 höggum yfir pari. Sunna Víðisdóttir er með bestan árangur einstaklinganna en hún lék á pari fyrstu tvo dagana og er í 13.-17. sæti.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira