Serena vandræðalaust í úrslitin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2015 16:37 Serena Williams virðist líkleg til afreka á laugardaginn. Vísir/Getty Serena Williams tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hún mun mæta Spánverjanum Garbine Muguruza. Williams vann nokkuð auðveldan sigur á Mariu Sharapova í undanúrslitunum í dag, 6-2 og 6-4. Þetta var sautjándi sigur Williams á Sharapovu í röð yfir ellefu ára tímabil. Hún á nú möguleika á því að vinna sitt 21. stórmót á ferlinum en ef hún vinnur úrslitaleikinn á laugardag verður hún ríkjandi meistari á öllum fjórum risamótunum í tennis. Síðast gerðist það árið 2003, hvort sem er í karla- eða kvennaflokki, en þá var það einnig Serena sem afrekaði það. Aðeins Margaret Court (24) og Steffi Graf (22) hafa unnið fleiri risamótstitla í einliðaleik kvenna. Muguruza, sem er fædd í Venesúela, er í 20. sæti heimslistans og var að keppa í undanúrslitum á stórmóti í fyrsta sinn á ferlinum í dag. Hún hafði betur gegn Agnieszka Radwanska frá Póllandi, 6-2, 3-6 og 6-3. „Ég á engin orð til að útskýra þetta,“ sagði hin 21 árs Muguruza. „Ég hef stefnt að þessu allt mitt líf. Ég vissi að þetta yrði erfitt en ég var að spila vel og þurfti bara að halda andliti. En ég var stressuð í öðru settinu. Hún [Radwanska] býr yfir mikilli reynslu og ég þurfti að berjast fyrir sigrinum.“ Serena þykir sigurstranglegri í úrslitaleiknum á laugardag en Muguruza býr þó að því að hafa unnið Williams á Opna franska meistaramótinu í fyrra, strax í annarri umferð. Tennis Tengdar fréttir Nadal: Mínir bestu dagar á Wimbledon líklega taldir Spánverjinn tapaði gegn spilara fyrir utan topp 100 fjórða skiptið í röð á Wimbledon-mótinu í gær. 3. júlí 2015 15:45 Murray mætir Federer í undanúrslitum Hvorugur lenti í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. 8. júlí 2015 17:07 Wawrinka tapaði eftir maraþonviðureign Richard Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitunum gegn Novak Djokovic. 8. júlí 2015 19:27 Kóngurinn á Wimbledon minnir á sig með svakalegu stigi Sjáðu Roger Federer lyfta boltanum yfir mótherja sinn með skoti á milli fóta sér. 3. júlí 2015 12:30 Leikar æsast á Wimbledon Fjórðungsúrslit í einliðaleik karla fara fram í dag. Undanúrslitin hjá konunum hefjast á morgun og þá hefjast beinar útsendingar á Stöð 2 Sport. 8. júlí 2015 07:30 Serena vann systraslaginn og færist nær alslemmunni Hefur nú unnið 15 af 26 viðureignum sínum gegn Venus sem atvinnumaður. 6. júlí 2015 15:15 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Serena Williams tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hún mun mæta Spánverjanum Garbine Muguruza. Williams vann nokkuð auðveldan sigur á Mariu Sharapova í undanúrslitunum í dag, 6-2 og 6-4. Þetta var sautjándi sigur Williams á Sharapovu í röð yfir ellefu ára tímabil. Hún á nú möguleika á því að vinna sitt 21. stórmót á ferlinum en ef hún vinnur úrslitaleikinn á laugardag verður hún ríkjandi meistari á öllum fjórum risamótunum í tennis. Síðast gerðist það árið 2003, hvort sem er í karla- eða kvennaflokki, en þá var það einnig Serena sem afrekaði það. Aðeins Margaret Court (24) og Steffi Graf (22) hafa unnið fleiri risamótstitla í einliðaleik kvenna. Muguruza, sem er fædd í Venesúela, er í 20. sæti heimslistans og var að keppa í undanúrslitum á stórmóti í fyrsta sinn á ferlinum í dag. Hún hafði betur gegn Agnieszka Radwanska frá Póllandi, 6-2, 3-6 og 6-3. „Ég á engin orð til að útskýra þetta,“ sagði hin 21 árs Muguruza. „Ég hef stefnt að þessu allt mitt líf. Ég vissi að þetta yrði erfitt en ég var að spila vel og þurfti bara að halda andliti. En ég var stressuð í öðru settinu. Hún [Radwanska] býr yfir mikilli reynslu og ég þurfti að berjast fyrir sigrinum.“ Serena þykir sigurstranglegri í úrslitaleiknum á laugardag en Muguruza býr þó að því að hafa unnið Williams á Opna franska meistaramótinu í fyrra, strax í annarri umferð.
Tennis Tengdar fréttir Nadal: Mínir bestu dagar á Wimbledon líklega taldir Spánverjinn tapaði gegn spilara fyrir utan topp 100 fjórða skiptið í röð á Wimbledon-mótinu í gær. 3. júlí 2015 15:45 Murray mætir Federer í undanúrslitum Hvorugur lenti í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. 8. júlí 2015 17:07 Wawrinka tapaði eftir maraþonviðureign Richard Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitunum gegn Novak Djokovic. 8. júlí 2015 19:27 Kóngurinn á Wimbledon minnir á sig með svakalegu stigi Sjáðu Roger Federer lyfta boltanum yfir mótherja sinn með skoti á milli fóta sér. 3. júlí 2015 12:30 Leikar æsast á Wimbledon Fjórðungsúrslit í einliðaleik karla fara fram í dag. Undanúrslitin hjá konunum hefjast á morgun og þá hefjast beinar útsendingar á Stöð 2 Sport. 8. júlí 2015 07:30 Serena vann systraslaginn og færist nær alslemmunni Hefur nú unnið 15 af 26 viðureignum sínum gegn Venus sem atvinnumaður. 6. júlí 2015 15:15 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Nadal: Mínir bestu dagar á Wimbledon líklega taldir Spánverjinn tapaði gegn spilara fyrir utan topp 100 fjórða skiptið í röð á Wimbledon-mótinu í gær. 3. júlí 2015 15:45
Murray mætir Federer í undanúrslitum Hvorugur lenti í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. 8. júlí 2015 17:07
Wawrinka tapaði eftir maraþonviðureign Richard Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitunum gegn Novak Djokovic. 8. júlí 2015 19:27
Kóngurinn á Wimbledon minnir á sig með svakalegu stigi Sjáðu Roger Federer lyfta boltanum yfir mótherja sinn með skoti á milli fóta sér. 3. júlí 2015 12:30
Leikar æsast á Wimbledon Fjórðungsúrslit í einliðaleik karla fara fram í dag. Undanúrslitin hjá konunum hefjast á morgun og þá hefjast beinar útsendingar á Stöð 2 Sport. 8. júlí 2015 07:30
Serena vann systraslaginn og færist nær alslemmunni Hefur nú unnið 15 af 26 viðureignum sínum gegn Venus sem atvinnumaður. 6. júlí 2015 15:15