Gunnar: Held að fólk ruglist stundum á mér og Ivan Drago Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júlí 2015 12:00 Gunnar Nelson er enginn Ivan Drago. vísir/getty Gunnar Nelson stígur í búrið á MGM-hótelinu í Las Vegas aðfaranótt sunnudags í stærsta bardaga sínum til þessa á ferlinum og það á stærsta sviði UFC-sögunnar. Hann mætir Bandaríkjamanninum Brandon Thatch og þarf að vinna eftir að tapa nokkuð óvænt síðasta bardaga sínum gegn Rick Story sem var aðalbardaginn á stóru kvöldi í Stokkhólmi.Sjá einnig:Utan vallar: Stóra sviðið bíður eftir frumsýningu Gunnars Nelson í Bandaríkjunum „Mér leið eins og ég væri ekki að hreyfa mig eins og ég er vanur. Þetta er tilfinning sem maður hefur. Maður getur gleymt sér í ákveðnum hreyfingum,“ segir Gunnar í viðtali við opinbera heimasíðu UFC um tapið gegn Story. Hann kennir engum öðrum en sjálfum sér um tapið og hrósar einfaldlega Story fyrir flotta frammistöðu.Brandon Thatch er næsti mótherji Gunnars.vísir/gettyBer ekki tilfinningar sínar á torg „Þetta er bara heiðarleiki. Ég er meðvitaður um hvað gerðist. Ég vil bara horfa á hlutina eins og þeir eru. Þetta kvöld stóð ég mig ekki og gerði ekki það sem ég ætlaði að gera. Stundum gerist það og hann stóð sig vel. Ég læri bara af þessu og held áfram,“ segir Gunnar. Blaðamaðurinn sem tekur viðtalið segir Gunnar einstakan því hann talar ekki illa um andstæðinga sína og gefur mönnum engar fyrirsagnir.Sjá einnig:Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Hann segir mönnum ekki að kalla Gunnar tilfinningalausan þó hann virki afskaplega rólegur alltaf. „Ég held stundum að fólk ruglist á mér og gaurnum úr Rocky eða einhverjum þannig karakter. En ég er ekki þannig,“ segir Gunnar og hlær, en þar á hann við rússneska hnefaleikakappann Ivan Drago sem Dolph Lundgren lék í Rocky IV. „Kannski ber ég ekki tilfinningar mínar á torg. Þegar ég er einhverstaðar þar sem er mikið af fólki eða í búrinu þá finn ég ekki fyrir miklu. Ég reyni að spara tilfinningar mínar fyrir fjölskyldu og vini,“ segir Gunnar Nelson.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45 Gunnar sinnti módelstörfum i fjóra klukkutíma Bardagakapparnir í UFC þurfa að sinna ýmsum hlutum í aðdraganda UFC-kvölda og vikan fer í að sinna ýmsu. Það er ekki bara einbeiting út í eitt. 8. júlí 2015 10:00 Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30 Conor: Íslendingum er alveg sama Gunnar Nelson nennti ekki að virða fyrir sér flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 7. júlí 2015 00:01 Vísir kominn til Vegas Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna. 7. júlí 2015 19:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Gunnar Nelson stígur í búrið á MGM-hótelinu í Las Vegas aðfaranótt sunnudags í stærsta bardaga sínum til þessa á ferlinum og það á stærsta sviði UFC-sögunnar. Hann mætir Bandaríkjamanninum Brandon Thatch og þarf að vinna eftir að tapa nokkuð óvænt síðasta bardaga sínum gegn Rick Story sem var aðalbardaginn á stóru kvöldi í Stokkhólmi.Sjá einnig:Utan vallar: Stóra sviðið bíður eftir frumsýningu Gunnars Nelson í Bandaríkjunum „Mér leið eins og ég væri ekki að hreyfa mig eins og ég er vanur. Þetta er tilfinning sem maður hefur. Maður getur gleymt sér í ákveðnum hreyfingum,“ segir Gunnar í viðtali við opinbera heimasíðu UFC um tapið gegn Story. Hann kennir engum öðrum en sjálfum sér um tapið og hrósar einfaldlega Story fyrir flotta frammistöðu.Brandon Thatch er næsti mótherji Gunnars.vísir/gettyBer ekki tilfinningar sínar á torg „Þetta er bara heiðarleiki. Ég er meðvitaður um hvað gerðist. Ég vil bara horfa á hlutina eins og þeir eru. Þetta kvöld stóð ég mig ekki og gerði ekki það sem ég ætlaði að gera. Stundum gerist það og hann stóð sig vel. Ég læri bara af þessu og held áfram,“ segir Gunnar. Blaðamaðurinn sem tekur viðtalið segir Gunnar einstakan því hann talar ekki illa um andstæðinga sína og gefur mönnum engar fyrirsagnir.Sjá einnig:Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Hann segir mönnum ekki að kalla Gunnar tilfinningalausan þó hann virki afskaplega rólegur alltaf. „Ég held stundum að fólk ruglist á mér og gaurnum úr Rocky eða einhverjum þannig karakter. En ég er ekki þannig,“ segir Gunnar og hlær, en þar á hann við rússneska hnefaleikakappann Ivan Drago sem Dolph Lundgren lék í Rocky IV. „Kannski ber ég ekki tilfinningar mínar á torg. Þegar ég er einhverstaðar þar sem er mikið af fólki eða í búrinu þá finn ég ekki fyrir miklu. Ég reyni að spara tilfinningar mínar fyrir fjölskyldu og vini,“ segir Gunnar Nelson.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45 Gunnar sinnti módelstörfum i fjóra klukkutíma Bardagakapparnir í UFC þurfa að sinna ýmsum hlutum í aðdraganda UFC-kvölda og vikan fer í að sinna ýmsu. Það er ekki bara einbeiting út í eitt. 8. júlí 2015 10:00 Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30 Conor: Íslendingum er alveg sama Gunnar Nelson nennti ekki að virða fyrir sér flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 7. júlí 2015 00:01 Vísir kominn til Vegas Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna. 7. júlí 2015 19:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45
Gunnar sinnti módelstörfum i fjóra klukkutíma Bardagakapparnir í UFC þurfa að sinna ýmsum hlutum í aðdraganda UFC-kvölda og vikan fer í að sinna ýmsu. Það er ekki bara einbeiting út í eitt. 8. júlí 2015 10:00
Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30
Conor: Íslendingum er alveg sama Gunnar Nelson nennti ekki að virða fyrir sér flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. 7. júlí 2015 00:01
Vísir kominn til Vegas Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna. 7. júlí 2015 19:30