Leikar æsast á Wimbledon Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2015 07:30 Andy Murray vann mótið árið 2013 og nýtur gríðarlega vinsælda í Bretlandi. Vísir/Getty Þess er að vænta að draga fari til tíðinda á Wimbledon-mótinu í tennis í dag en þá fara fram allar fjórar viðureignirnar í fjórðungsúrslitum einliðaleiks karla. Á morgun hefjast undanúrslitin í kvennaflokki en þá hefjast beinar útsendingar á Stöð 2 Sport frá mótinu. Sýnt verður frá mótinu síðustu fjóra keppnisdagana. Serena Williams tryggði sér í gær sæti í undanúrslitunum mótsins en hún mætir þar sjálfri Mariu Sharapovu. Williams hafði betur gegn Victoriu Azarenku, 3-6, 6-2 og 6-3 fyrir framan fimmtán þúsund áhorfendur á aðalvelli Wimbledon. Williams er að eltast við að vera handhafi allra fjögurra stóru titilanna samtímis en hún hefur unnið öll stórmótin síðan að Wimbledon-mótið fór fram í fyrra. Williams hefur unnið síðustu sextán viðureignir sínar gegn Sharapovu.Serena Williams, einbeitt á svip.Vísir/GettyHún á einnig möguleika á að vinna öll risamótin á sama árinu en það hefur engin gert síðan að Steffi Graf afrekaði það árið 1988. Williams hefur unnið nítján risamót á ferlinum en sagði eftir leikinn í gær að hún vildi ekkert ræða um möguleika sína á „alslemmu“. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Garbina Muguruza frá Spáni (20. sæti heimslistans) og Agnieszka Radwanska frá Póllandi (13. sæti). Í karlaflokki eru átta keppendur eftir og þeir hafa unnið samtals 30 risamót. Heimamenn binda að sjálfsögðu vonir við að Andy Murray geti leikið eftir afrek sitt frá 2013 er hann varð fyrsti Bretinn í meira en 70 ár til að vinna sigur í einliðaleik karla á mótinu. Murray mætir í dag lítt þekktum Kanadamanni að nafni Vasek Pospisil en hann er í 56. sæti heimslistans. Pospisil hefur aldrei komist svona langt á risamóti og hefur engu að tapa. Pospisil er hins vegar einnig að keppa í tvíliðaleik og spilaði tennis í samtals átta klukkustundir á mánudag. „Ef hann sýnir merki þreytu mun ég nýta mér það,“ sagði Murray. „En ég ætla ekki að stóla á það.“ Murray á erfiða leið að titlinum. Sigri hann í dag þarf hann líklega að spila gegn Roger Federer í undanúrslitum og svo Novak Djokovic í úrslitunum - fari allt eftir bókinni frægu.Roger Federer virðist líklegur til afreka í ár.Vísir/GettyFederer leikur gegn Gilles Simon í dag en þessi áttfaldi Wimbledon-meistari hefur verið í frábæri formi og farið í gegnum fyrstu fjórar viðureignir sínar án þess að blása úr nös. Þar hefur uppgjöfin verið hans helsti styrkur en andstæðingar hans hafa ekkert ráðið við hana. Djokovic mætir Króatanum Marin Cilic í dag en sá síðarnefndi vann Opna bandaríska meistaramótið á síðasta ári. Djokovic er í efsta sæti heimslistans og hefur unnið tólf leiki í röð gegn Cilic. Hann hefur komist í undanúrslit Wimbledon sjö ár í röð og þrátt fyrir að hafa lent óvænt í basli gegn Kevin Anderson í síðustu umferð þá reikna flestir með sigri Serbans í dag. Komist Djokovic í undanúrslit mætir hann annað hvort Stan Wawrinka, sem vann Opna franska í ár og Opna ástralska í fyrra, eða Frakkanum Richard Gasquet. Báðir eru með afar öflugt bakhandarskot en Wawrinka virðist í afar góðu formi og ætti að komast áfram í dag. Undanúrslitin í einliðaleik karla fara fram á föstudag og úrslitaleikirnir eru svo á dagskrá um helgina - konurnar á laugardag og karlarnir á sunnudag. Tennis Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Sjá meira
Þess er að vænta að draga fari til tíðinda á Wimbledon-mótinu í tennis í dag en þá fara fram allar fjórar viðureignirnar í fjórðungsúrslitum einliðaleiks karla. Á morgun hefjast undanúrslitin í kvennaflokki en þá hefjast beinar útsendingar á Stöð 2 Sport frá mótinu. Sýnt verður frá mótinu síðustu fjóra keppnisdagana. Serena Williams tryggði sér í gær sæti í undanúrslitunum mótsins en hún mætir þar sjálfri Mariu Sharapovu. Williams hafði betur gegn Victoriu Azarenku, 3-6, 6-2 og 6-3 fyrir framan fimmtán þúsund áhorfendur á aðalvelli Wimbledon. Williams er að eltast við að vera handhafi allra fjögurra stóru titilanna samtímis en hún hefur unnið öll stórmótin síðan að Wimbledon-mótið fór fram í fyrra. Williams hefur unnið síðustu sextán viðureignir sínar gegn Sharapovu.Serena Williams, einbeitt á svip.Vísir/GettyHún á einnig möguleika á að vinna öll risamótin á sama árinu en það hefur engin gert síðan að Steffi Graf afrekaði það árið 1988. Williams hefur unnið nítján risamót á ferlinum en sagði eftir leikinn í gær að hún vildi ekkert ræða um möguleika sína á „alslemmu“. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Garbina Muguruza frá Spáni (20. sæti heimslistans) og Agnieszka Radwanska frá Póllandi (13. sæti). Í karlaflokki eru átta keppendur eftir og þeir hafa unnið samtals 30 risamót. Heimamenn binda að sjálfsögðu vonir við að Andy Murray geti leikið eftir afrek sitt frá 2013 er hann varð fyrsti Bretinn í meira en 70 ár til að vinna sigur í einliðaleik karla á mótinu. Murray mætir í dag lítt þekktum Kanadamanni að nafni Vasek Pospisil en hann er í 56. sæti heimslistans. Pospisil hefur aldrei komist svona langt á risamóti og hefur engu að tapa. Pospisil er hins vegar einnig að keppa í tvíliðaleik og spilaði tennis í samtals átta klukkustundir á mánudag. „Ef hann sýnir merki þreytu mun ég nýta mér það,“ sagði Murray. „En ég ætla ekki að stóla á það.“ Murray á erfiða leið að titlinum. Sigri hann í dag þarf hann líklega að spila gegn Roger Federer í undanúrslitum og svo Novak Djokovic í úrslitunum - fari allt eftir bókinni frægu.Roger Federer virðist líklegur til afreka í ár.Vísir/GettyFederer leikur gegn Gilles Simon í dag en þessi áttfaldi Wimbledon-meistari hefur verið í frábæri formi og farið í gegnum fyrstu fjórar viðureignir sínar án þess að blása úr nös. Þar hefur uppgjöfin verið hans helsti styrkur en andstæðingar hans hafa ekkert ráðið við hana. Djokovic mætir Króatanum Marin Cilic í dag en sá síðarnefndi vann Opna bandaríska meistaramótið á síðasta ári. Djokovic er í efsta sæti heimslistans og hefur unnið tólf leiki í röð gegn Cilic. Hann hefur komist í undanúrslit Wimbledon sjö ár í röð og þrátt fyrir að hafa lent óvænt í basli gegn Kevin Anderson í síðustu umferð þá reikna flestir með sigri Serbans í dag. Komist Djokovic í undanúrslit mætir hann annað hvort Stan Wawrinka, sem vann Opna franska í ár og Opna ástralska í fyrra, eða Frakkanum Richard Gasquet. Báðir eru með afar öflugt bakhandarskot en Wawrinka virðist í afar góðu formi og ætti að komast áfram í dag. Undanúrslitin í einliðaleik karla fara fram á föstudag og úrslitaleikirnir eru svo á dagskrá um helgina - konurnar á laugardag og karlarnir á sunnudag.
Tennis Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Sjá meira