Gríðarleg fjölgun ferðamanna á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2015 19:04 Gríðarleg fjölgun hefur orðið á ferðamönnum til landsins það sem af er árinu en rúmlega hálf milljón ferðamanna kom til Íslands á fyrstu sex mánuðum ársins. Gæði, umhverfisvitund, fagmennska og langtímahugsun eru lykillinn að velgengni Íslendinga í framtíðinni að mati ferðamamálastjóra. Fjölgun erlendra ferðamanna hefur nánast verið ævintýraleg á undanförnum árum og hvert metið slegið á fætur öðru. Hótelin rísa upp eins og gorkúlur; eitt það nýjasta var opnað við Höfðatorg í síðasta mánuði og er með þeim stærstu, ef ekki stærsta hótel landsins. Það lítur út fyrir að einn eitt metið verði slegið í ár því 27 þúsund fleiri ferðamenn komu hingað til lands í síðasta mánuði en í júní í fyrra sem er fjölgun upp á rúm 24 prósent. Og á fyrstu mánuðum ársins komu 517 þúsund ferðamenn hingað sem er fjölgun upp á tæp 29 prósent. Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri segir að frá árinu 2010 hafi ferðamönnum fjölgað árlega um tveggja stafa tölu. „Og svona mikill vöxtur á skömmum tíma hefur auðvitað í för með sér vaxtaverki sem þarf að takast á við,“ segir Ólöf. Atvinnugreinin hafi orðið fullveðja á skömmum tíma og nú þurfi að takast á við stefnumótun og eftirfylgni sem og skipulag bæja og byggða. Það þurfi líka að skipuleggja hvernig Íslendingar vilji að vöxturinn verði til framtíðar. „Við þurfum að huga að langtímahugsun sem hefur kannski ekki verið einkenni Íslendinga í gegnum tíðina. Horfa til þess hvernig við viljum vera á næstu áratugum í raun og veru og hvaða áhrif við viljum að ferðaþjónustan hafi á samfélagið okkar,“ segir Ólöf.Fyrirhugað hótel Icelandair verður undir merkjum Canopy.Nýtt alþjóðahótel rís við HverfisgötuIcelandair Hotels stendur í stórræðum þessa dagana eins og margir aðrir í hótel og veitingarekstri og byggir nýtt hótel milli Hverfisgötu og Laugavegar sem verður opnað í mars á næsta ári. Hildur Ómarsdóttir forstöðumaður sölu og markaðssviðs hótelanna tekur undir að þessari miklu fjölgun ferðamanna fylgi vaxtaverkir. „Já henni fylgja vaxtaverkir annars vegar og tækifæri hins vegar. Við sjáum tækifæri í því að auka fjölbreytileikann og flóruna í þeirri þjónustu sem er í boði á Íslandi. Tækifæri í atvinnusköpun fyrir þá sem hér starfa,“ segir Hildur. Fjölgunin hér sé um 20 prósent á ári en yfirleitt um 4 prósent í öðrum löndum. Samt komi lítill hluti ferðamanna heimsins til Íslands. „Við vorum og erum enn eftir sem áður lítill áfangastaður og eigum langt í land með að koma okkur vel á kortið á alþjóðavísu. Þetta er stór kippur í ár og kannski undanfarin ár. En við þurfum að halda mjög vel á spöðunum og vanda til verka til að fara ekki framúr okkur og fara ekki illa með það sem við eigum og þykir vænt um,“ segir Hildur. Nýja hótelið verður það fyrsta í heiminum undir nýju vörumerki, Canopy, Hilton hótelkeðjunnar þar sem eldri hús á reitnum fá að halda sér í götumyndinni. En ferðamálastjóri segir ferðaþjónustufyrirtæki hafa aukið bæði gæða- og umhverfisvitund sína á undanförnum árum. „Vegna þess að mínu mati og margra fleirri eru gæðin, umhverfisvitundin, fagmennskan og langtímahugsunin lykillinn að áframhaldandi velgengni Íslendinga og Íslands sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir Ólöf Ýr Atladóttir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Gríðarleg fjölgun hefur orðið á ferðamönnum til landsins það sem af er árinu en rúmlega hálf milljón ferðamanna kom til Íslands á fyrstu sex mánuðum ársins. Gæði, umhverfisvitund, fagmennska og langtímahugsun eru lykillinn að velgengni Íslendinga í framtíðinni að mati ferðamamálastjóra. Fjölgun erlendra ferðamanna hefur nánast verið ævintýraleg á undanförnum árum og hvert metið slegið á fætur öðru. Hótelin rísa upp eins og gorkúlur; eitt það nýjasta var opnað við Höfðatorg í síðasta mánuði og er með þeim stærstu, ef ekki stærsta hótel landsins. Það lítur út fyrir að einn eitt metið verði slegið í ár því 27 þúsund fleiri ferðamenn komu hingað til lands í síðasta mánuði en í júní í fyrra sem er fjölgun upp á rúm 24 prósent. Og á fyrstu mánuðum ársins komu 517 þúsund ferðamenn hingað sem er fjölgun upp á tæp 29 prósent. Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri segir að frá árinu 2010 hafi ferðamönnum fjölgað árlega um tveggja stafa tölu. „Og svona mikill vöxtur á skömmum tíma hefur auðvitað í för með sér vaxtaverki sem þarf að takast á við,“ segir Ólöf. Atvinnugreinin hafi orðið fullveðja á skömmum tíma og nú þurfi að takast á við stefnumótun og eftirfylgni sem og skipulag bæja og byggða. Það þurfi líka að skipuleggja hvernig Íslendingar vilji að vöxturinn verði til framtíðar. „Við þurfum að huga að langtímahugsun sem hefur kannski ekki verið einkenni Íslendinga í gegnum tíðina. Horfa til þess hvernig við viljum vera á næstu áratugum í raun og veru og hvaða áhrif við viljum að ferðaþjónustan hafi á samfélagið okkar,“ segir Ólöf.Fyrirhugað hótel Icelandair verður undir merkjum Canopy.Nýtt alþjóðahótel rís við HverfisgötuIcelandair Hotels stendur í stórræðum þessa dagana eins og margir aðrir í hótel og veitingarekstri og byggir nýtt hótel milli Hverfisgötu og Laugavegar sem verður opnað í mars á næsta ári. Hildur Ómarsdóttir forstöðumaður sölu og markaðssviðs hótelanna tekur undir að þessari miklu fjölgun ferðamanna fylgi vaxtaverkir. „Já henni fylgja vaxtaverkir annars vegar og tækifæri hins vegar. Við sjáum tækifæri í því að auka fjölbreytileikann og flóruna í þeirri þjónustu sem er í boði á Íslandi. Tækifæri í atvinnusköpun fyrir þá sem hér starfa,“ segir Hildur. Fjölgunin hér sé um 20 prósent á ári en yfirleitt um 4 prósent í öðrum löndum. Samt komi lítill hluti ferðamanna heimsins til Íslands. „Við vorum og erum enn eftir sem áður lítill áfangastaður og eigum langt í land með að koma okkur vel á kortið á alþjóðavísu. Þetta er stór kippur í ár og kannski undanfarin ár. En við þurfum að halda mjög vel á spöðunum og vanda til verka til að fara ekki framúr okkur og fara ekki illa með það sem við eigum og þykir vænt um,“ segir Hildur. Nýja hótelið verður það fyrsta í heiminum undir nýju vörumerki, Canopy, Hilton hótelkeðjunnar þar sem eldri hús á reitnum fá að halda sér í götumyndinni. En ferðamálastjóri segir ferðaþjónustufyrirtæki hafa aukið bæði gæða- og umhverfisvitund sína á undanförnum árum. „Vegna þess að mínu mati og margra fleirri eru gæðin, umhverfisvitundin, fagmennskan og langtímahugsunin lykillinn að áframhaldandi velgengni Íslendinga og Íslands sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir Ólöf Ýr Atladóttir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira