Hálendisvaktin aðstoðar þúsundir ferðamanna á ári hverju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2015 22:12 Hálendisvaktin sinnti um 2000 verkefnum í fyrrasumar. vísir/vilhelm Hálendisvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hefst á morgun og verður starfandi út ágúst. Þetta er tíunda sumarið í röð sem vaktin starfar. Um 200 sjálfboðaliðar koma að verkefninu hver hópur tekur viku í senn á hálendinu. „Megintilgangur verkefnisins er að vera með skjótara viðbragð ef það koma upp slys á hálendinu. Þegar við byrjuðum með hálendisvaktina sáum við að verkefnum á hálendinu var að fjölga og það var erfitt og dýrt að kalla sjálfboðaliðana út. Verkefnið hefur þó gjörbreyst frá því sem var þegar við byrjuðum þó að tilgangurinn sé auðvitað sá sami, þar sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörgu. Hann bendir á að í fyrrasumar hafi hálendisvaktin sinnt um 2000 verkefnum en þar af voru um 500 sem Landsbjörg flokkar sem alvarleg útköll. Af þessum 500 útköllum voru tæplega 100 slys en til samanburðar sinnti hálendisvaktin 50 slysum árið áður. Jónas segir að á þeim tíma frá því að hálendisvaktin hafi tekið til starfa hafi nokkrum mannslífum verið bjargað. „Ég held að það alveg hægt að fullyrða að það hefði farið mun verr í einhverjum tilfellum ef við hefðum ekki verið svona nálægt því það munar svo miklu að vera með skjótan viðbragðstíma.“ Aðspurður segir Jónas að Landsbjörg hafi aðstoðað á bilinu 6000-8000 ferðamenn á ári seinustu fjögur ár. Hálendisvaktin aðstoðar meirihluta þeirra ferðamanna á þeim tveimur mánuðum sem hún starfar, eða um 4000 ferðamenn á ári að sögn Jónasar. Ástandið á hálendinu er nokkuð óvenjulegt núna en mikið er um snjó og krap þar núna. Jónas segir að það komi fólki kannski á óvart en að þetta hafi ekki verið svo óvenjulegt ástand fyrir 10-20 árum síðan. „En það er miklu meiri snjór núna en verið hefur síðan ferðamannabólan sprakk fyrir nokkrum árum. Á gönguleiðinni yfir Laugaveginn ertu til dæmis ennþá góðan þriðjung leiðarinnar í snjó og það er auðvitað erfiðara að labba í snjó heldur en ekki.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Örmagna ferðamaðurinn sóttur með þyrlu Björgunarsveitir töldu enga skynsemi í að flytja manninn landleiðina frá Þjófadölum til Reykjavíkur. 2. júlí 2015 12:43 Björgunarsveitir sækja örmagna ferðamann á hálendið Aðstæður sagðar með erfiðara móti. 2. júlí 2015 08:58 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Hálendisvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hefst á morgun og verður starfandi út ágúst. Þetta er tíunda sumarið í röð sem vaktin starfar. Um 200 sjálfboðaliðar koma að verkefninu hver hópur tekur viku í senn á hálendinu. „Megintilgangur verkefnisins er að vera með skjótara viðbragð ef það koma upp slys á hálendinu. Þegar við byrjuðum með hálendisvaktina sáum við að verkefnum á hálendinu var að fjölga og það var erfitt og dýrt að kalla sjálfboðaliðana út. Verkefnið hefur þó gjörbreyst frá því sem var þegar við byrjuðum þó að tilgangurinn sé auðvitað sá sami, þar sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörgu. Hann bendir á að í fyrrasumar hafi hálendisvaktin sinnt um 2000 verkefnum en þar af voru um 500 sem Landsbjörg flokkar sem alvarleg útköll. Af þessum 500 útköllum voru tæplega 100 slys en til samanburðar sinnti hálendisvaktin 50 slysum árið áður. Jónas segir að á þeim tíma frá því að hálendisvaktin hafi tekið til starfa hafi nokkrum mannslífum verið bjargað. „Ég held að það alveg hægt að fullyrða að það hefði farið mun verr í einhverjum tilfellum ef við hefðum ekki verið svona nálægt því það munar svo miklu að vera með skjótan viðbragðstíma.“ Aðspurður segir Jónas að Landsbjörg hafi aðstoðað á bilinu 6000-8000 ferðamenn á ári seinustu fjögur ár. Hálendisvaktin aðstoðar meirihluta þeirra ferðamanna á þeim tveimur mánuðum sem hún starfar, eða um 4000 ferðamenn á ári að sögn Jónasar. Ástandið á hálendinu er nokkuð óvenjulegt núna en mikið er um snjó og krap þar núna. Jónas segir að það komi fólki kannski á óvart en að þetta hafi ekki verið svo óvenjulegt ástand fyrir 10-20 árum síðan. „En það er miklu meiri snjór núna en verið hefur síðan ferðamannabólan sprakk fyrir nokkrum árum. Á gönguleiðinni yfir Laugaveginn ertu til dæmis ennþá góðan þriðjung leiðarinnar í snjó og það er auðvitað erfiðara að labba í snjó heldur en ekki.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Örmagna ferðamaðurinn sóttur með þyrlu Björgunarsveitir töldu enga skynsemi í að flytja manninn landleiðina frá Þjófadölum til Reykjavíkur. 2. júlí 2015 12:43 Björgunarsveitir sækja örmagna ferðamann á hálendið Aðstæður sagðar með erfiðara móti. 2. júlí 2015 08:58 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Örmagna ferðamaðurinn sóttur með þyrlu Björgunarsveitir töldu enga skynsemi í að flytja manninn landleiðina frá Þjófadölum til Reykjavíkur. 2. júlí 2015 12:43
Björgunarsveitir sækja örmagna ferðamann á hálendið Aðstæður sagðar með erfiðara móti. 2. júlí 2015 08:58