4735 sjúklingar beðið í meira en þrjá mánuði eftir aðgerð Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. júlí 2015 19:15 Biðlistar eftir skurðaðgerðum hér á landi hafa aldrei verið lengri en rúmlega 4700 sjúklingar hafa beðið í meira en þrjá mánuði eftir aðgerð. Landlæknir segir stöðuna mikið áhyggjuefni en hann óttast að biðlistar muni lengjast enn frekar á næstunni. Það hefur mikið gengið á í íslenska heilbrigðiskerfinu undanfarna mánuði og ár. Landspítalinn og aðrar heilbrigðisstofnanir voru um árabil fjársveltar að mati stjórnenda, þó aukið fjármagn hafi fengist undanfarin tvö ár. Þá tóku við verkfallsaðgerðir lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM. Afleiðingar alls þessa – jú, samkvæmt tölum frá embætti Landlæknis hafa biðlistar eftir skurðaðgerðum hér á landi aldrei verið lengri. Sem dæmi um aðgerðir þar sem biðlistar hafa lengst frá því í febrúar má nefna gerviliðaaðgerð á mjöðm og gerviliðaaðgerð á hné en alls bíða tæplega 1200 sjúklingar eftir slíkum aðgerðum. 3616 sjúklingar bíða skurðaðgerðar á augasteini, þar af hafa 2915 beðið lengur en í þrjá mánuði en það er talinn vera ásættanlegur biðtími eftir aðgerð í nágrannalöndum Íslands. Bið eftir augasteinsaðgerð á Landspítalanum er um 21 mánuður. Biðlisti eftir hjarta- og/eða kransæðamyndatöku er að mestu óbreyttur frá því í febrúar en um 200 sjúklingar eru nú á biðlista, þar af 102 sem hafa beðið í meira en þrjá mánuði. „Það er að mér finnst mesta áhyggjuefnið því að ef þú ert settur á biðlista eftir hjartaþræðingu þá er það að mínu mati fremur aðkallandi aðgerð. Að 100 sjúklingar bíði í meira en þrjá mánuði, það er mikið áhyggjuefni finnst mér,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Fjöldi sjúklinga sem hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð var 4735 þann 1. júní síðastliðinn en inn í þessa tölu vantar sjúklinga sem bíða eftir krabbameinsaðgerð.Eru vísbendingar um að þessar tölur muni hækka? „Já ég er ansi hræddur um að þær eigi eftir að hækka yfir sumarið því að biðlistar hækka venjulega yfir sumarleyfistímann. Svo að vinna við að vinna niður biðlista á ég ekki von á að hefjist fyrr en eftir sumarleyfi,“ segir Birgir. Aðspurður hvort meira fjármagn þurfi til að vinna niður biðlista segir Birgir að ekki eigi alltaf að verðlauna langa biðlista með meira fjármagni. Langir biðlistar byggi á óskilvirkri þjónustu og þá eigi að bæta þjónustuna. „Ég held núna hins vegar, af því að við höfum verið að fara illa með fjármagn í heilbrigðiskerfinu síðastliðið hálft ár, það hefur ekki verið sjálfvirkt, þá held ég að það þurfi einhverja peningafjárhæð til að komast áleiðis með þessa biðlista,“ segir Birgir. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 Fæstir hjúkrunarfræðingar í fullu starfi á spítalanum 70 prósent hjúkrunarfræðinga eru í minna en 80 prósenta hlutastarfi við Landspítalann. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir hundrað prósenta vaktaálag of sligandi og því kjósi fólk að vera í hlutastarfi. 30. júní 2015 07:00 Hóflega bjartsýnn á að hjúkrunarfræðingar samþykki samninginn Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær. 24. júní 2015 12:00 Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00 Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Biðlistar eftir skurðaðgerðum hér á landi hafa aldrei verið lengri en rúmlega 4700 sjúklingar hafa beðið í meira en þrjá mánuði eftir aðgerð. Landlæknir segir stöðuna mikið áhyggjuefni en hann óttast að biðlistar muni lengjast enn frekar á næstunni. Það hefur mikið gengið á í íslenska heilbrigðiskerfinu undanfarna mánuði og ár. Landspítalinn og aðrar heilbrigðisstofnanir voru um árabil fjársveltar að mati stjórnenda, þó aukið fjármagn hafi fengist undanfarin tvö ár. Þá tóku við verkfallsaðgerðir lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM. Afleiðingar alls þessa – jú, samkvæmt tölum frá embætti Landlæknis hafa biðlistar eftir skurðaðgerðum hér á landi aldrei verið lengri. Sem dæmi um aðgerðir þar sem biðlistar hafa lengst frá því í febrúar má nefna gerviliðaaðgerð á mjöðm og gerviliðaaðgerð á hné en alls bíða tæplega 1200 sjúklingar eftir slíkum aðgerðum. 3616 sjúklingar bíða skurðaðgerðar á augasteini, þar af hafa 2915 beðið lengur en í þrjá mánuði en það er talinn vera ásættanlegur biðtími eftir aðgerð í nágrannalöndum Íslands. Bið eftir augasteinsaðgerð á Landspítalanum er um 21 mánuður. Biðlisti eftir hjarta- og/eða kransæðamyndatöku er að mestu óbreyttur frá því í febrúar en um 200 sjúklingar eru nú á biðlista, þar af 102 sem hafa beðið í meira en þrjá mánuði. „Það er að mér finnst mesta áhyggjuefnið því að ef þú ert settur á biðlista eftir hjartaþræðingu þá er það að mínu mati fremur aðkallandi aðgerð. Að 100 sjúklingar bíði í meira en þrjá mánuði, það er mikið áhyggjuefni finnst mér,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Fjöldi sjúklinga sem hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð var 4735 þann 1. júní síðastliðinn en inn í þessa tölu vantar sjúklinga sem bíða eftir krabbameinsaðgerð.Eru vísbendingar um að þessar tölur muni hækka? „Já ég er ansi hræddur um að þær eigi eftir að hækka yfir sumarið því að biðlistar hækka venjulega yfir sumarleyfistímann. Svo að vinna við að vinna niður biðlista á ég ekki von á að hefjist fyrr en eftir sumarleyfi,“ segir Birgir. Aðspurður hvort meira fjármagn þurfi til að vinna niður biðlista segir Birgir að ekki eigi alltaf að verðlauna langa biðlista með meira fjármagni. Langir biðlistar byggi á óskilvirkri þjónustu og þá eigi að bæta þjónustuna. „Ég held núna hins vegar, af því að við höfum verið að fara illa með fjármagn í heilbrigðiskerfinu síðastliðið hálft ár, það hefur ekki verið sjálfvirkt, þá held ég að það þurfi einhverja peningafjárhæð til að komast áleiðis með þessa biðlista,“ segir Birgir.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11 Fæstir hjúkrunarfræðingar í fullu starfi á spítalanum 70 prósent hjúkrunarfræðinga eru í minna en 80 prósenta hlutastarfi við Landspítalann. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir hundrað prósenta vaktaálag of sligandi og því kjósi fólk að vera í hlutastarfi. 30. júní 2015 07:00 Hóflega bjartsýnn á að hjúkrunarfræðingar samþykki samninginn Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær. 24. júní 2015 12:00 Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00 Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Yfirlýsing hjúkrunarfræðinema: Ætla ekki að ráða sig í störf eftir útskrift Skortur er á hjúkrunarfræðingum hér á landi og allt að helmingur stéttarinnar gæti verið óstarfandi eftir nokkur ár. 1. júlí 2015 13:11
Fæstir hjúkrunarfræðingar í fullu starfi á spítalanum 70 prósent hjúkrunarfræðinga eru í minna en 80 prósenta hlutastarfi við Landspítalann. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir hundrað prósenta vaktaálag of sligandi og því kjósi fólk að vera í hlutastarfi. 30. júní 2015 07:00
Hóflega bjartsýnn á að hjúkrunarfræðingar samþykki samninginn Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær. 24. júní 2015 12:00
Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00
Uppsagnir hjúkrunarfræðinga halda áfram: 200 sagt starfi sínu lausu Forstjóri Landspítalans segir alvarlegt að svo stór hópur hafi sagt upp en fyrir vanti tugi hjúkrunarfræðinga. 30. júní 2015 12:24