Fræhrökkbrauð með feta-og sítrónumauki sigga dögg skrifar 6. júlí 2015 15:00 Vísir/Skjáskot Svava bloggar um mat á vefsíðunni Ljúmeti og lekkerheit og má þar finna ógrynni af uppskriftum, bæði hollum og líka dísætum. Þessi réttur er kjörin til að taka með sér í útileguna eða sumarbústaðinn eða bara til að hafa sem saðsamt en létt og hollt nasl á borðum. Fræhrökkbrauð 0,5 dl sesamfræ 0,5 dl hörfræ 3/4 dl sólblómafræ 1/4 dl graskersfræ 2 dl maísmjöl 0,5 dl ólífuolía 2-2,5 dl sjóðandi vatn gróft salt, t.d. maldonsalt rósmarín Aðferð Hitið ofninn í 150°. Setjið öll hráefni fyrir utan vatnið í skál og hrærið saman. Hellið sjóðandi vatni yfir (ég nota á milli 2 og 2,5 dl) og hrærið saman í deig. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og setjið deigið yfir. Notið sleikju og dreifið úr deiginu þannig að það fylli út í bökunarplötuna (reynið að ná því eins þunnt og þið getið). Stráið salti og rósmarín yfir og bakið í 45 mínútur. Það má brjóta hrökkbrauðið í óreglulega bita þegar það hefur kólnað en ef þið viljið fá reglulegri hrökkbrauðssneiðar þá er betra að skera það með pizzaskera áður en það fer í ofninn. Hrökkbrauð með ídýfu frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheitVísir/Skjáskot Feta- og sítrónumauk 200 g fetakubbur 1 msk rifið sítrónuhýði (passið að taka bara ysta lagið, ekki rífa sítrónuna djúpt niður) 1-2 msk ferskur sítrónusafi 1 hvítlauksrif, hakkað 6 msk extra virgin ólífuolía smá af rauðum piparflögum (t.d. chili explotion krydd) Aðferð Setjið fetaostinn, sítrónuhýðið, 1 msk af sítrónusafa, hvítlauk og ólífuolíu í matvinnsluvél og látið vélina ganga þar allt hefur blandast vel en er enn með aðeins grófri áferð. Smakkið til, ef hræran er of sölt þá er meiri sítrónu bætt við. Setjið í skál, sáldrið smá ólífuolíu yfir og kryddið með rauðum piparflögum. Nú er bara að bera fram og njóta! Brauð Uppskriftir Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Svava bloggar um mat á vefsíðunni Ljúmeti og lekkerheit og má þar finna ógrynni af uppskriftum, bæði hollum og líka dísætum. Þessi réttur er kjörin til að taka með sér í útileguna eða sumarbústaðinn eða bara til að hafa sem saðsamt en létt og hollt nasl á borðum. Fræhrökkbrauð 0,5 dl sesamfræ 0,5 dl hörfræ 3/4 dl sólblómafræ 1/4 dl graskersfræ 2 dl maísmjöl 0,5 dl ólífuolía 2-2,5 dl sjóðandi vatn gróft salt, t.d. maldonsalt rósmarín Aðferð Hitið ofninn í 150°. Setjið öll hráefni fyrir utan vatnið í skál og hrærið saman. Hellið sjóðandi vatni yfir (ég nota á milli 2 og 2,5 dl) og hrærið saman í deig. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og setjið deigið yfir. Notið sleikju og dreifið úr deiginu þannig að það fylli út í bökunarplötuna (reynið að ná því eins þunnt og þið getið). Stráið salti og rósmarín yfir og bakið í 45 mínútur. Það má brjóta hrökkbrauðið í óreglulega bita þegar það hefur kólnað en ef þið viljið fá reglulegri hrökkbrauðssneiðar þá er betra að skera það með pizzaskera áður en það fer í ofninn. Hrökkbrauð með ídýfu frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheitVísir/Skjáskot Feta- og sítrónumauk 200 g fetakubbur 1 msk rifið sítrónuhýði (passið að taka bara ysta lagið, ekki rífa sítrónuna djúpt niður) 1-2 msk ferskur sítrónusafi 1 hvítlauksrif, hakkað 6 msk extra virgin ólífuolía smá af rauðum piparflögum (t.d. chili explotion krydd) Aðferð Setjið fetaostinn, sítrónuhýðið, 1 msk af sítrónusafa, hvítlauk og ólífuolíu í matvinnsluvél og látið vélina ganga þar allt hefur blandast vel en er enn með aðeins grófri áferð. Smakkið til, ef hræran er of sölt þá er meiri sítrónu bætt við. Setjið í skál, sáldrið smá ólífuolíu yfir og kryddið með rauðum piparflögum. Nú er bara að bera fram og njóta!
Brauð Uppskriftir Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira