Dustin Johnson enn efstur á St. Andrews - Lítið golf spilað í dag vegna veðurs 18. júlí 2015 20:40 Dustin Johnson hefur leikið sér að St. Andrews hingað til. Getty Miklir vindar og úrhelli gerði það að verkum að lítið golf var spilað á St. Andrews í dag. Leik var seinkað í morgun og fyrstu menn hófu ekki leik fyrr en eftir hádegi sem þýðir að Opna breska meistaramótið í ár klárast ekki fyrr en á mánudaginn en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1988 sem það gerist. Eftir 36 holur leiðir Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson á tíu höggum undir pari en hann hefur leikið hringina tvo á 65 og 69 höggum. Englendingurinn Danny Willett kláraði í gær og spilaði ekkert golf í dag en hann kemur á eftir Dustin á níu höggum undir pari. 20 kylfingar eru á innan við fimm höggum frá efsta sætinu og því geta margir gert atlögu að titlinum á lokahringjunum en Jason Day, Jordan Spieth, Adam Scott og Louis Oosthuizen eru þar á meðal.Tiger Woods náði ekki niðurskurðinum en hann endaði meðal neðstu manna á sjö yfir pari og þarf greinilega að vinna betur í leik sínum. Stöðu keppenda má sjá hér en bein útsending frá þriðja hring hefst klukkan 09:00 í fyrramálið á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Miklir vindar og úrhelli gerði það að verkum að lítið golf var spilað á St. Andrews í dag. Leik var seinkað í morgun og fyrstu menn hófu ekki leik fyrr en eftir hádegi sem þýðir að Opna breska meistaramótið í ár klárast ekki fyrr en á mánudaginn en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1988 sem það gerist. Eftir 36 holur leiðir Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson á tíu höggum undir pari en hann hefur leikið hringina tvo á 65 og 69 höggum. Englendingurinn Danny Willett kláraði í gær og spilaði ekkert golf í dag en hann kemur á eftir Dustin á níu höggum undir pari. 20 kylfingar eru á innan við fimm höggum frá efsta sætinu og því geta margir gert atlögu að titlinum á lokahringjunum en Jason Day, Jordan Spieth, Adam Scott og Louis Oosthuizen eru þar á meðal.Tiger Woods náði ekki niðurskurðinum en hann endaði meðal neðstu manna á sjö yfir pari og þarf greinilega að vinna betur í leik sínum. Stöðu keppenda má sjá hér en bein útsending frá þriðja hring hefst klukkan 09:00 í fyrramálið á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira