Jules Bianchi látinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2015 09:28 Jules Bianchi. vísir/getty Formúlu 1-ökumaðurinn, Jules Bianchi, er látinn, níu mánuðum eftir að hann hlaut alvarleg höfuðmeiðsl í alvarlegu slysi í japanska kappakstrinum í október í fyrra. Bianchi var í dái allt þar til hann lést. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans segir að hann hafi barist allt til enda en baráttu hans sé nú lokið. Bianchi er fyrsti Formúlu 1-ökumaðurinn í 21 ár sem deyr í kjölfar slyss í kappakstrinum, en Ayrton Senna lést eftir hörmulegt slys í San Marínó-kappakstrinum árið 1994. Rannsóknarnefnd var sett á laggirnar fljótlega eftir slys Bianchi og skilaði skýrslu um það sem hún taldi hafa gerst. Í skýrslunni kom meðal annars að „Bianchi hægði ekki nægilega á sér til að forðast það að missa stjórn á bíl sínum á sama stað á brautinni og Sutil fór út af.“ Einnig kom fram að á þeim tíma sem það tók bílinn að renna út af brautinni notaði Bianchi bæði bremsu og inngjafarpedalana. Bíllinn lenti á 6500 kg. vinnuvélinni á 126 km/klst. „Hugsanlega var Bianchi að einbeita sér að því að ná stjórn á bíl sínum eftir að framdekkin læstust, til að forðast vinnuvélina,“ sagði líka í skýrslunni. Formúla Tengdar fréttir Jules Bianchi ók of hratt Formúlu 1 ökumaðurinn Jules Bianchi varð fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum þegar hann lenti á vinnuvél í rigningu í japanska kappakstrinum. 3. desember 2014 22:29 Ólíklegt að Jules Bianchi nái meðvitund Jules Bianchi lenti í alvarlegu slysi á sunnudag í japanska kappakstrinum. Hann hefur nú verið greindur með alvarlega áverka á heila. 9. október 2014 16:00 Jules Bianchi er kominn í öndunarvél og líðan hans stöðug Franski ökumaðurinn Jules Bianchi missti stjórn á Marussia bíl sínum undir lok japanaksa kappakstursins í morgun. Hann lenti á vinnutæki sem var að fjarlægja annan bíl sem farið hafði út af á sama stað. 5. október 2014 11:40 Jules Bianchi ekki lengur haldið sofandi Jules Bianchi er ekki lengur haldið sofandi, hann hefur verið fluttur heim til Frakklands. Hann er þó enn meðvitundarlaus og ástand hans er enn alvarlegt. 19. nóvember 2014 23:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Formúlu 1-ökumaðurinn, Jules Bianchi, er látinn, níu mánuðum eftir að hann hlaut alvarleg höfuðmeiðsl í alvarlegu slysi í japanska kappakstrinum í október í fyrra. Bianchi var í dái allt þar til hann lést. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans segir að hann hafi barist allt til enda en baráttu hans sé nú lokið. Bianchi er fyrsti Formúlu 1-ökumaðurinn í 21 ár sem deyr í kjölfar slyss í kappakstrinum, en Ayrton Senna lést eftir hörmulegt slys í San Marínó-kappakstrinum árið 1994. Rannsóknarnefnd var sett á laggirnar fljótlega eftir slys Bianchi og skilaði skýrslu um það sem hún taldi hafa gerst. Í skýrslunni kom meðal annars að „Bianchi hægði ekki nægilega á sér til að forðast það að missa stjórn á bíl sínum á sama stað á brautinni og Sutil fór út af.“ Einnig kom fram að á þeim tíma sem það tók bílinn að renna út af brautinni notaði Bianchi bæði bremsu og inngjafarpedalana. Bíllinn lenti á 6500 kg. vinnuvélinni á 126 km/klst. „Hugsanlega var Bianchi að einbeita sér að því að ná stjórn á bíl sínum eftir að framdekkin læstust, til að forðast vinnuvélina,“ sagði líka í skýrslunni.
Formúla Tengdar fréttir Jules Bianchi ók of hratt Formúlu 1 ökumaðurinn Jules Bianchi varð fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum þegar hann lenti á vinnuvél í rigningu í japanska kappakstrinum. 3. desember 2014 22:29 Ólíklegt að Jules Bianchi nái meðvitund Jules Bianchi lenti í alvarlegu slysi á sunnudag í japanska kappakstrinum. Hann hefur nú verið greindur með alvarlega áverka á heila. 9. október 2014 16:00 Jules Bianchi er kominn í öndunarvél og líðan hans stöðug Franski ökumaðurinn Jules Bianchi missti stjórn á Marussia bíl sínum undir lok japanaksa kappakstursins í morgun. Hann lenti á vinnutæki sem var að fjarlægja annan bíl sem farið hafði út af á sama stað. 5. október 2014 11:40 Jules Bianchi ekki lengur haldið sofandi Jules Bianchi er ekki lengur haldið sofandi, hann hefur verið fluttur heim til Frakklands. Hann er þó enn meðvitundarlaus og ástand hans er enn alvarlegt. 19. nóvember 2014 23:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Jules Bianchi ók of hratt Formúlu 1 ökumaðurinn Jules Bianchi varð fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum þegar hann lenti á vinnuvél í rigningu í japanska kappakstrinum. 3. desember 2014 22:29
Ólíklegt að Jules Bianchi nái meðvitund Jules Bianchi lenti í alvarlegu slysi á sunnudag í japanska kappakstrinum. Hann hefur nú verið greindur með alvarlega áverka á heila. 9. október 2014 16:00
Jules Bianchi er kominn í öndunarvél og líðan hans stöðug Franski ökumaðurinn Jules Bianchi missti stjórn á Marussia bíl sínum undir lok japanaksa kappakstursins í morgun. Hann lenti á vinnutæki sem var að fjarlægja annan bíl sem farið hafði út af á sama stað. 5. október 2014 11:40
Jules Bianchi ekki lengur haldið sofandi Jules Bianchi er ekki lengur haldið sofandi, hann hefur verið fluttur heim til Frakklands. Hann er þó enn meðvitundarlaus og ástand hans er enn alvarlegt. 19. nóvember 2014 23:00