Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Bjarki Ármannsson skrifar 16. júlí 2015 23:04 Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum hafa sagt upp í hrönnum síðan lög voru sett á verkfall þeirra. Vísir/Vilhelm „Þar sem fregnir hafa borist af því að það eigi að kaupa vinnuafl erlendis frá, finnst okkur ekki úr vegi að íslenskir hjúkrunarfræðingar bjóði Landspítalanum að kaupa íslenskt, sérþjálfað vinnuafl,“ segir Sóley Ósk Geirsdóttir, ein þeirra hjúkrunarfræðinga sem hist hafa undanfarið með það fyrir augum að koma á fót svokallaðri hjúkrunarmiðlun. Ætlunin er að stofna sjálfseignarstofnun hjúkrunarfræðinga þaðan sem ríkið myndi leigja út starfsemi þeirra.Ríkið ákvarði ekki lengur launin „Við erum ekki búin að stofna félag, en við erum á byrjunarstigi,“ segir Sóley. „Við erum að skoða grundvöllinn fyrir svona stofnun, þar sem við myndum bara selja okkur út.“ Sóley segir verkefnið skammt á veg komið. Enn eigi eftir að skoða ýmsar lagalegar hliðar á slíkri sjálfseignarstofnun en hópurinn sjái fyrir sér einhvers konar samstarf við Landspítalann frekar en að stofna eigin starfsstöðvar.Sjá einnig: Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir „Spítalinn myndi leigja hjúkrunarfræðinga út á okkar taxta. Þannig að ríkið myndi ekki ákvarða okkar laun lengur,“ útskýrir hún. „Það er helsta hugmyndin í þessu, að vera ekki kúguð af karlmönnum í stjórnmálum hvað varðar launin okkar.“Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö það ekki vera heildarlausn að bregðast við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga með erlendu vinnuafli. Sjá má innslagið hér að neðan.Hugmynd Sóleyjar og félaga hefur fengið mikinn hljómgrunn frá því að fyrst var greint frá henni á lokaðri Facebook-síðu hjúkrunarfræðinga í dag. Sóley var einn fjögurra sem hittust á fundi í hádeginu en nú eru komnir átta til tíu manns í innsta hóp og fjölmargir aðrir búnir að lýsa yfir áhuga og stuðningi. Hún segist finna fyrir miklum meðbyr meðal hjúkrunarfræðinga. „Þetta verður eignarhaldsfélag okkar hjúkrunarfræðinga og allir munu hafa áhrif,“ segir Sóley. „Allir eru vel af vilja gerðir að sinna sínum störfum hér á landi en kaup og kjör eru ekki boðleg. Allir eru tilbúnir að leggja sína krafta og vinnu við að koma þessu á legg.“Þarf að vinnast hratt Næstu skref verða tekin á fundi snemma í næstu viku, að sögn Sóleyjar. Hendur munu þurfa að standa fram úr ermum, enda munu fjöldauppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi í byrjun október og mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar á starfsemi Landspítalans.Sjá einnig: Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október „Þetta þarf að vinnast hratt,“ segir Sóley, og ítrekar það að hjúkrunarfræðingar landsins séu komnir með meira en nóg af núverandi ástandi. Mikilvægt sé að fólk geri sér grein fyrir því hversu erfitt starf hjúkrunarfræðinga er. „Við erum undir allskonar álagi. Ég lenti í því nýverið að ég var í miðjum umbúnaði á líki á krabbameinslækningadeild þegar ég fékk að vita að barnið mitt hefði slasast á leikskóla. Ég gat ekkert farið og sinnt því. Þannig að það er ýmislegt ófyrirsjáanlegt sem við þurfum að taka að okkur sem er ekki metið okkur til tekna.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00 Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
„Þar sem fregnir hafa borist af því að það eigi að kaupa vinnuafl erlendis frá, finnst okkur ekki úr vegi að íslenskir hjúkrunarfræðingar bjóði Landspítalanum að kaupa íslenskt, sérþjálfað vinnuafl,“ segir Sóley Ósk Geirsdóttir, ein þeirra hjúkrunarfræðinga sem hist hafa undanfarið með það fyrir augum að koma á fót svokallaðri hjúkrunarmiðlun. Ætlunin er að stofna sjálfseignarstofnun hjúkrunarfræðinga þaðan sem ríkið myndi leigja út starfsemi þeirra.Ríkið ákvarði ekki lengur launin „Við erum ekki búin að stofna félag, en við erum á byrjunarstigi,“ segir Sóley. „Við erum að skoða grundvöllinn fyrir svona stofnun, þar sem við myndum bara selja okkur út.“ Sóley segir verkefnið skammt á veg komið. Enn eigi eftir að skoða ýmsar lagalegar hliðar á slíkri sjálfseignarstofnun en hópurinn sjái fyrir sér einhvers konar samstarf við Landspítalann frekar en að stofna eigin starfsstöðvar.Sjá einnig: Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir „Spítalinn myndi leigja hjúkrunarfræðinga út á okkar taxta. Þannig að ríkið myndi ekki ákvarða okkar laun lengur,“ útskýrir hún. „Það er helsta hugmyndin í þessu, að vera ekki kúguð af karlmönnum í stjórnmálum hvað varðar launin okkar.“Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum sagði í kvöldfréttum Stöðvar tvö það ekki vera heildarlausn að bregðast við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga með erlendu vinnuafli. Sjá má innslagið hér að neðan.Hugmynd Sóleyjar og félaga hefur fengið mikinn hljómgrunn frá því að fyrst var greint frá henni á lokaðri Facebook-síðu hjúkrunarfræðinga í dag. Sóley var einn fjögurra sem hittust á fundi í hádeginu en nú eru komnir átta til tíu manns í innsta hóp og fjölmargir aðrir búnir að lýsa yfir áhuga og stuðningi. Hún segist finna fyrir miklum meðbyr meðal hjúkrunarfræðinga. „Þetta verður eignarhaldsfélag okkar hjúkrunarfræðinga og allir munu hafa áhrif,“ segir Sóley. „Allir eru vel af vilja gerðir að sinna sínum störfum hér á landi en kaup og kjör eru ekki boðleg. Allir eru tilbúnir að leggja sína krafta og vinnu við að koma þessu á legg.“Þarf að vinnast hratt Næstu skref verða tekin á fundi snemma í næstu viku, að sögn Sóleyjar. Hendur munu þurfa að standa fram úr ermum, enda munu fjöldauppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi í byrjun október og mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar á starfsemi Landspítalans.Sjá einnig: Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október „Þetta þarf að vinnast hratt,“ segir Sóley, og ítrekar það að hjúkrunarfræðingar landsins séu komnir með meira en nóg af núverandi ástandi. Mikilvægt sé að fólk geri sér grein fyrir því hversu erfitt starf hjúkrunarfræðinga er. „Við erum undir allskonar álagi. Ég lenti í því nýverið að ég var í miðjum umbúnaði á líki á krabbameinslækningadeild þegar ég fékk að vita að barnið mitt hefði slasast á leikskóla. Ég gat ekkert farið og sinnt því. Þannig að það er ýmislegt ófyrirsjáanlegt sem við þurfum að taka að okkur sem er ekki metið okkur til tekna.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00 Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00
Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21
88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42
Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48