Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji KR, þurfti að fara af velli vegna meiðsla í 1-0 tapi bikarmeistaranna gegn Rosenborg frá Noregi í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.
Þorsteinn lenti í samstuði við André Hansen, markvörð Rosenborg, og Mikael Dorsin, bakvörð norska liðsins, og þurfti frá að hverfa eftir 30 mínútna leik.
„Þetta var högg á læri. Það getur tekið 2-3 vikur og líka 2-3 daga. Það fer bara eftir því hvernig okkar starfshólk tekur á þessu og meðhöndlar hann,“ sagði Bjarni Guðjónsson um meiðslin eftir leik.
KR á fyrir höndum stórleik gegn FH í Kaplakrika á sunnudagskvöldið þar sem Vesturbæjarliðið getur, með sigri, hirt toppsætið af FH.
„Við þurfum bara að sjá hvernig hann verður og morgun og hinn og meta svo hvort hann verði klár á sunnudaginn,“ sagði Bjarni Guðjónsson.
Óvíst hvort Þorsteinn Már geti spilað gegn FH

Tengdar fréttir

Stefán Logi: Býst við að halda áfram lengur en Gulli
Stefán Logi Magnússon var mjög góður í marki KR í kvöld og hann ætlar að halda lengi áfram.

Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu
Íslenski miðvörðurinn í liði Rosenborg stóð sig frábærlega gegn KR í Evrópudeildinni í kvöld.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Rosenborg 0-1 | Vítaspyrna skildi á milli í Vesturbænum | Sjáðu markið
Norska stórveldið Rosenborg marði eins marks sigur á KR í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni í kvöld.

Sjáðu vítið sem felldi KR-inga í kvöld | Myndband
Norska liðið Rosenborg vann 1-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Bjarni: Meiri pressa á þeim að klára litla liðið
Þjálfari KR vongóður fyrir seinni leikinn þrátt fyrir 1-0 tap gegn Rosenborg í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.