Framkvæmdastjóri hjúkrunar: Engin heildarlausn að fá erlent vinnuafl Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. júlí 2015 19:45 Það er engin heildarlausn til að bregðast við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga að fá erlent vinnuafl til starfa hér á landi. Þetta segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Reynslan af slíku vinnuafli sé misgóð. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að til greina kæmi að fá erlent vinnuafl til starfa á Landspítalanum, meðal annars til að bregðast við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Sagði hann málið hafa verið rætt við stjórnendur spítalans og innan ráðuneytisins.Sjá einnig: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir spítalann hafa þurft að reiða sig nokkuð á erlent vinnuafl á árunum 2004 til 2007, en þá hafi verið erfitt að manna stöður. Reynslan af erlendu vinnuafli hafi verið misgóð. „Ég myndi nú ekki segja að það væri nein heildarlausn sem felist í því, þó það hafi komið hingað vissulega gott fólk,“ segir Sigríður. „En við stóðum líka frammi fyrir því að fá hérna hjúkrunarfræðinga sem voru bara hreinlega sendir til baka innan viku, af því að þeir gátu ekki sinnt þeim störfum sem þeim var ætlað hér.“Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.Vísir/ErnirÞví fylgi aukinn kostnaður að fá erlent vinnuafl. Auk þess að greiða kjarasamningsbundin laun, myndi bætast við þjálfunarkostnaður. „En ef þú ert að tala um einstakling sem talar ekki málið og þekkir ekki samfélagið og heilbrigðiskerfið, þá myndi sú þjálfun taka mun lengri tíma og því fylgir auðvitað bara aukinn kostnaður,” segir Sigríður.Sjá einnig: Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Það væri algjört frumskilyrði að erlendir starfsmenn myndu læra íslensku, enda séu góð samskipti grunnurinn að starfi hjúkrunarfræðinga. „Og í raun algjör forsenda fyrir því að við getum veitt örugga þjónustu, að samskipti gangi snurðulaust fyrir sig.” Þá veltir Sigríður því fyrir sér hversu mikil aðsóknin yrði í þessi störf. „Þeir sem eru á annað borð að færa sig milli landa, þetta er alþjóðlegur vinnumarkaður, þannig að maður veit ekki hvort þeir myndu kjósa að koma hingað,” segir Sigríður. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00 Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. 16. júlí 2015 13:01 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Það er engin heildarlausn til að bregðast við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga að fá erlent vinnuafl til starfa hér á landi. Þetta segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Reynslan af slíku vinnuafli sé misgóð. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að til greina kæmi að fá erlent vinnuafl til starfa á Landspítalanum, meðal annars til að bregðast við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Sagði hann málið hafa verið rætt við stjórnendur spítalans og innan ráðuneytisins.Sjá einnig: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir spítalann hafa þurft að reiða sig nokkuð á erlent vinnuafl á árunum 2004 til 2007, en þá hafi verið erfitt að manna stöður. Reynslan af erlendu vinnuafli hafi verið misgóð. „Ég myndi nú ekki segja að það væri nein heildarlausn sem felist í því, þó það hafi komið hingað vissulega gott fólk,“ segir Sigríður. „En við stóðum líka frammi fyrir því að fá hérna hjúkrunarfræðinga sem voru bara hreinlega sendir til baka innan viku, af því að þeir gátu ekki sinnt þeim störfum sem þeim var ætlað hér.“Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.Vísir/ErnirÞví fylgi aukinn kostnaður að fá erlent vinnuafl. Auk þess að greiða kjarasamningsbundin laun, myndi bætast við þjálfunarkostnaður. „En ef þú ert að tala um einstakling sem talar ekki málið og þekkir ekki samfélagið og heilbrigðiskerfið, þá myndi sú þjálfun taka mun lengri tíma og því fylgir auðvitað bara aukinn kostnaður,” segir Sigríður.Sjá einnig: Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Það væri algjört frumskilyrði að erlendir starfsmenn myndu læra íslensku, enda séu góð samskipti grunnurinn að starfi hjúkrunarfræðinga. „Og í raun algjör forsenda fyrir því að við getum veitt örugga þjónustu, að samskipti gangi snurðulaust fyrir sig.” Þá veltir Sigríður því fyrir sér hversu mikil aðsóknin yrði í þessi störf. „Þeir sem eru á annað borð að færa sig milli landa, þetta er alþjóðlegur vinnumarkaður, þannig að maður veit ekki hvort þeir myndu kjósa að koma hingað,” segir Sigríður.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00 Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. 16. júlí 2015 13:01 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00
Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21
88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42
Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. 16. júlí 2015 13:01