Skeljagrandabróðir á þungan fangelsisdóm yfir höfði sér fyrir „gróf og hrottafengin“ brot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2015 10:30 Kristján Markús Sívarsson í Héraðsdómi Reykjaness. vísir/vilhelm Dómur verður kveðinn upp í málum ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Ríkharði Ríkharðssyni, Marteini Jóhannssyni og tveimur 19 ára piltum í Héraðsdómi Reykjaness á mánudaginn. Um nokkur mál er að ræða og er Kristján Markús sakborningur í öllum þeirra. Er hann meðal annars ákærður fyrir fimm ofbeldisbrot, þar af tvær frelsissviptingar, nokkra þjófnaði og umferðarlagabrot. Saksóknari fer fram á fimm ára dóm yfir Kristjáni en verjandi hans, Stefán Karl Kristjánsson, telur hæfilega refsingu þrjú til þrjú og hálft ár í fangelsi.Sleginn með leikjatölvu og stunginn með skærum Kristján Markús, Ríkharð og Marteinn eru ákærðir fyrir frelsissviptingu í Kópavogi í febrúar í fyrra. Þremenningarnir komu þá inn á heimili manns og réðust þar í sameiningu á hann, meðal annars með höggum og spörkum. Maðurinn lýsti því fyrir dómi að Kristján Markús hefði slegið hann í andlitið með Play Station-leikjatölvu. Þá sagði hann að Kristján hefði stungið hann með skærum í öxlina og lamið hann með spýtu. „Ég var allur í blóði og íbúðin var bara eins og eftir stríðsástand. [...] Ég hafði mestar áhyggjur af því að þeir myndu stinga mig í andlitið. Svo er ég líka með innvortis stóma og ég hafði áhyggjur af því að fá högg þar,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Kristján Markús hefur játað að hafa kýlt manninn tvisvar eða þrisvar og potað í hann með skærum en sagði að þau hefðu ekki rist djúpt. Þá játaði Ríkharð fyrir dómi að hafa hugsanlega hrint manninum en neitaði því að hafa tekið hann kverkataki. Marteinn hefur aðeins viðurkennt að hafa verið á staðnum en neitar að hafa tekið þátt í árásinni. Saksóknari fer engu að síður fram á fangelsisdóma yfir þeim báðum; hann vill Ríkharð í 12-18 mánaða fangelsi og Martein í ársfangelsi.Ríkharð Júlíus Ríkharðsson er ákærður í frelsissviptingunni í Kópavogi.Vísir/Valli„Svo láta þeir mig sleikja hundapiss á gólfinu, hrækja á gólfið og láta mig sleikja það“Hin frelsissviptingin sem Kristján Markús er ákærður fyrir, ásamt 19 ára piltunum tveimur, var gegn 18 ára dreng og átti sér stað í ágúst í fyrra á heimili Sívars Bragasonar, föður Kristjáns, í Vogum á Vatnsleysuströnd. Pilturinn sem ráðist var á gaf skýrslu fyrir dómi og voru lýsingar hans heldur ófagrar: „Ég get ekki sagt nákvæmlega í hvaða röð þetta gerðist en ég get sagt hvað gerðist. Hinir strákarnir voru með rafbyssuna en Diddi [Kristján Markús] var mest að kýla mig. Svo lætur Diddi mig sleikja frunsu sem er framan í honum. Þeir láta rafbyssu á kynfæri mín þannig að ég pissa á mig. Svo láta þeir mig sleikja hundapiss á gólfinu, hrækja á gólfið og láta mig sleikja það,” sagði pilturinn.Sjá einnig: Hótað lífláti ef hann segði frá Þá sagði hann ákærðu einnig hafa tekið sprautunál og sprautað í lærið á honum. Þeir hafi einnig tekið eldhúshníf og skorið í bakið á honum. „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru. [...] Svo eru þeir að kýla mig á fullu og láta mig syngja fyrir sig á meðan ég var grátandi.”Sagði framburð drengsins ýktan og óstöðugan Fyrir dómi kvaðst Kristján Markús hafa skammað drenginn fyrir að nota nafn hans í hótunum við annan mann. Þá hefur hann játað að hafa kýlt fórnarlambið tvisvar í andlitið með krepptum hnefa en neitaði öðru sem honum er gefið að sök. Annar piltanna sem ákærður er ásamt Kristjáni viðurkenndi fyrir dómi að hafa gefið fórnarlambinu tvö rafstuð með rafbyssu og hugsanlega slegið hann utan undir eða ýtt við honum. Hinn pilturinn hefur alfarið neitað sök, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Fer ákæruvaldið fram á 12-18 mánaða fangelsi yfir báðum 19 ára piltunum þrátt fyrir það enda séu brot þeirra „gróf og hrottafengin“ að mati saksóknara. Sjá einnig: Lykilvitni segist ekki óttast Didda Verjandi piltsins sem alfarið hefur neitað sök í málinu, Ólafur Örn Svansson, sagði í málflutningsræðu sinni að framburður drengsins sem ráðist var á væri óstöðugur og ótrúverðugur. Drengurinn hafi til að mynda verið í verulegri neyslu á þeim tíma sem árásin á að hafa átt sér stað og var hann óviss um hversu mikil áhrif sú neysla hafði á hann. Framburður piltsins væri verulega ýktur auk þess sem hann sagði framburð hans fyrir dómi allt annan en hjá lögreglu. Sagði verjandinn að hjá lögreglu hefði drengurinn gert skýran greinarmun á því sem aðilar áttu að hafa gert. Eins og áður segir verður dómur kveðinn upp á mánudaginn. Tengdar fréttir Lykilvitni í frelsissviptingarmáli veit lítið: Segist þó ekki óttast Skeljagrandabróður Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. 15. júní 2015 16:45 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Vill Skeljagrandabróður eldri í fimm ára fangelsi Munnlegur málflutningur í málum ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni, Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni og tveimur 19 ára piltum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 22. júní 2015 13:45 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Dómur verður kveðinn upp í málum ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Ríkharði Ríkharðssyni, Marteini Jóhannssyni og tveimur 19 ára piltum í Héraðsdómi Reykjaness á mánudaginn. Um nokkur mál er að ræða og er Kristján Markús sakborningur í öllum þeirra. Er hann meðal annars ákærður fyrir fimm ofbeldisbrot, þar af tvær frelsissviptingar, nokkra þjófnaði og umferðarlagabrot. Saksóknari fer fram á fimm ára dóm yfir Kristjáni en verjandi hans, Stefán Karl Kristjánsson, telur hæfilega refsingu þrjú til þrjú og hálft ár í fangelsi.Sleginn með leikjatölvu og stunginn með skærum Kristján Markús, Ríkharð og Marteinn eru ákærðir fyrir frelsissviptingu í Kópavogi í febrúar í fyrra. Þremenningarnir komu þá inn á heimili manns og réðust þar í sameiningu á hann, meðal annars með höggum og spörkum. Maðurinn lýsti því fyrir dómi að Kristján Markús hefði slegið hann í andlitið með Play Station-leikjatölvu. Þá sagði hann að Kristján hefði stungið hann með skærum í öxlina og lamið hann með spýtu. „Ég var allur í blóði og íbúðin var bara eins og eftir stríðsástand. [...] Ég hafði mestar áhyggjur af því að þeir myndu stinga mig í andlitið. Svo er ég líka með innvortis stóma og ég hafði áhyggjur af því að fá högg þar,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Kristján Markús hefur játað að hafa kýlt manninn tvisvar eða þrisvar og potað í hann með skærum en sagði að þau hefðu ekki rist djúpt. Þá játaði Ríkharð fyrir dómi að hafa hugsanlega hrint manninum en neitaði því að hafa tekið hann kverkataki. Marteinn hefur aðeins viðurkennt að hafa verið á staðnum en neitar að hafa tekið þátt í árásinni. Saksóknari fer engu að síður fram á fangelsisdóma yfir þeim báðum; hann vill Ríkharð í 12-18 mánaða fangelsi og Martein í ársfangelsi.Ríkharð Júlíus Ríkharðsson er ákærður í frelsissviptingunni í Kópavogi.Vísir/Valli„Svo láta þeir mig sleikja hundapiss á gólfinu, hrækja á gólfið og láta mig sleikja það“Hin frelsissviptingin sem Kristján Markús er ákærður fyrir, ásamt 19 ára piltunum tveimur, var gegn 18 ára dreng og átti sér stað í ágúst í fyrra á heimili Sívars Bragasonar, föður Kristjáns, í Vogum á Vatnsleysuströnd. Pilturinn sem ráðist var á gaf skýrslu fyrir dómi og voru lýsingar hans heldur ófagrar: „Ég get ekki sagt nákvæmlega í hvaða röð þetta gerðist en ég get sagt hvað gerðist. Hinir strákarnir voru með rafbyssuna en Diddi [Kristján Markús] var mest að kýla mig. Svo lætur Diddi mig sleikja frunsu sem er framan í honum. Þeir láta rafbyssu á kynfæri mín þannig að ég pissa á mig. Svo láta þeir mig sleikja hundapiss á gólfinu, hrækja á gólfið og láta mig sleikja það,” sagði pilturinn.Sjá einnig: Hótað lífláti ef hann segði frá Þá sagði hann ákærðu einnig hafa tekið sprautunál og sprautað í lærið á honum. Þeir hafi einnig tekið eldhúshníf og skorið í bakið á honum. „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru. [...] Svo eru þeir að kýla mig á fullu og láta mig syngja fyrir sig á meðan ég var grátandi.”Sagði framburð drengsins ýktan og óstöðugan Fyrir dómi kvaðst Kristján Markús hafa skammað drenginn fyrir að nota nafn hans í hótunum við annan mann. Þá hefur hann játað að hafa kýlt fórnarlambið tvisvar í andlitið með krepptum hnefa en neitaði öðru sem honum er gefið að sök. Annar piltanna sem ákærður er ásamt Kristjáni viðurkenndi fyrir dómi að hafa gefið fórnarlambinu tvö rafstuð með rafbyssu og hugsanlega slegið hann utan undir eða ýtt við honum. Hinn pilturinn hefur alfarið neitað sök, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Fer ákæruvaldið fram á 12-18 mánaða fangelsi yfir báðum 19 ára piltunum þrátt fyrir það enda séu brot þeirra „gróf og hrottafengin“ að mati saksóknara. Sjá einnig: Lykilvitni segist ekki óttast Didda Verjandi piltsins sem alfarið hefur neitað sök í málinu, Ólafur Örn Svansson, sagði í málflutningsræðu sinni að framburður drengsins sem ráðist var á væri óstöðugur og ótrúverðugur. Drengurinn hafi til að mynda verið í verulegri neyslu á þeim tíma sem árásin á að hafa átt sér stað og var hann óviss um hversu mikil áhrif sú neysla hafði á hann. Framburður piltsins væri verulega ýktur auk þess sem hann sagði framburð hans fyrir dómi allt annan en hjá lögreglu. Sagði verjandinn að hjá lögreglu hefði drengurinn gert skýran greinarmun á því sem aðilar áttu að hafa gert. Eins og áður segir verður dómur kveðinn upp á mánudaginn.
Tengdar fréttir Lykilvitni í frelsissviptingarmáli veit lítið: Segist þó ekki óttast Skeljagrandabróður Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. 15. júní 2015 16:45 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Vill Skeljagrandabróður eldri í fimm ára fangelsi Munnlegur málflutningur í málum ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni, Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni og tveimur 19 ára piltum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 22. júní 2015 13:45 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Lykilvitni í frelsissviptingarmáli veit lítið: Segist þó ekki óttast Skeljagrandabróður Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. 15. júní 2015 16:45
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30
Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57
Vill Skeljagrandabróður eldri í fimm ára fangelsi Munnlegur málflutningur í málum ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni, Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni og tveimur 19 ára piltum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 22. júní 2015 13:45