Öryggiseftirlit á Keflavíkurflugvelli greindi ekki gervisprengjur eftirlitsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2015 18:30 Keflavíkurflugvöllur stóðst ekki ítrustu flugverndarkröfur í nýlegri úttekt og komst fjöldi gervisprengja eftirlitsmanna í gegnum öryggisleit. Senda þurfti flesta starfsmenn á námskeið sem meðal annars hefur haft áhrif á hraðann á afgreiðslu ferðamanna í flugstöðinni. Í kring um mánaðamótin gerðu eftirlitsaðilar á flugverndarmálum úttekt á Keflavíkurflugvelli sem meðal annars fólst í því að setja gervisprengjur í farangur. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar komst stór hluti þeirra í gegnum öryggiseftirlitið. Reglulegar úttektir eru gerðar á alþjóðaflugvöllum og það var í slíkri úttekt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og Samgöngustofu sem alvarlegar brotalamir komu fram í flugverndarmálum á Keflavíkurflugvelli.Sjá einnig: Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli „Og ef gerðar eru athugasemdir förum við strax í að bæta verklag og þjálfun og það sem þarf að gera í takti við athugasemdirnar,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Ísavia. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var tuttugu gervisprengjum komið fyrir í farangri sem starfsmenn sem gegnumlýsa farangurinn sáu ekki eða greindu ekki stóran hluta af. Guðni getur reglum samkvæmt ekki tjáð sig um einstök atriði flugverndarmála. „Til þess að tryggja öryggi, af því við viljum ekki að hryðjuverkamenn og aðrir komist að því hvernig við vinnum þessa flugvernd og megum ekki tjá okkur um þetta. Þannig að ég get ekkert sagt um það,“ segir Guðni.Miklar raðir hafa myndast á flugvellinum á álagstímum undanfarið.Vísir/GVAEn viðbrögðin segja kannski sína sögu þegar fjöldi starfsmanna í öryggiseftirlitinu var settur á námskeið eftir þetta?„Já, það hefur verið þjálfun í gangi og eins og allir hafa tekið eftir hafa verið seinkanir hjá okkur á flugvellinum,“ segir Guðni. Og er hluti skýringarinnar að allt að helmingur starfsmanna í þessu eftirliti var sendur á námskeið og því færri að störfum. Þá hefur tilviljanakenndum úttektum á farangri og farþegum verið fjölgað til að bæta eftirlitið, samkvæmt heimildum fréttastofunnar. Tafir vegna þessa og færri starfsmanna við eftirlitið lögðust ofan á tafir vegna mikillar fjölgunar farþega umfram áætlanir á álagstímum, sem og að seinkun varð á uppsetningu nýrra vopnaleitartækja frá framleiðendum, að sögn Guðna.Sjá einnig: Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Ef mjög alvarlegir vankantar eru á flugverndar- og öryggismálum flugvalla eru þeir strax og það kemur í ljós skilgreindir sem „óhreinir" í alþjóðaflugheiminum. Það hefur slæmar afleiðingar fyrir flugvöllinn og þau flugfélög sem fljúga um hann. Isavia setti strax á laggirnar fjögurra manna aðgerðarstjórn sem fundað hefur tvisvar á dag og eru flugverndarfulltrúar Isavia þessa dagana að greina frá úrbótum sínum hjá ESA í Brussel. „Ef úttektin segir að við verðum að gera breytingar á verklagi setjum við það í forgang hjá okkur og gerum það í miklu samstarfi við okkar eftirlitsaðila. Þannig að þetta hefur gengið mjög vel og hratt og í góðu samstarfi,“ segir Guðni.Það hefur komið fyrir áður að flugvöllurinn hefur lent í að vera skilgreindur sem svo kallaður „óhreinn.“ Gerðist það núna?„Nei, það hefur ekki gerst núna,“ segir Guðni Sigurðsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur stóðst ekki ítrustu flugverndarkröfur í nýlegri úttekt og komst fjöldi gervisprengja eftirlitsmanna í gegnum öryggisleit. Senda þurfti flesta starfsmenn á námskeið sem meðal annars hefur haft áhrif á hraðann á afgreiðslu ferðamanna í flugstöðinni. Í kring um mánaðamótin gerðu eftirlitsaðilar á flugverndarmálum úttekt á Keflavíkurflugvelli sem meðal annars fólst í því að setja gervisprengjur í farangur. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar komst stór hluti þeirra í gegnum öryggiseftirlitið. Reglulegar úttektir eru gerðar á alþjóðaflugvöllum og það var í slíkri úttekt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og Samgöngustofu sem alvarlegar brotalamir komu fram í flugverndarmálum á Keflavíkurflugvelli.Sjá einnig: Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli „Og ef gerðar eru athugasemdir förum við strax í að bæta verklag og þjálfun og það sem þarf að gera í takti við athugasemdirnar,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Ísavia. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var tuttugu gervisprengjum komið fyrir í farangri sem starfsmenn sem gegnumlýsa farangurinn sáu ekki eða greindu ekki stóran hluta af. Guðni getur reglum samkvæmt ekki tjáð sig um einstök atriði flugverndarmála. „Til þess að tryggja öryggi, af því við viljum ekki að hryðjuverkamenn og aðrir komist að því hvernig við vinnum þessa flugvernd og megum ekki tjá okkur um þetta. Þannig að ég get ekkert sagt um það,“ segir Guðni.Miklar raðir hafa myndast á flugvellinum á álagstímum undanfarið.Vísir/GVAEn viðbrögðin segja kannski sína sögu þegar fjöldi starfsmanna í öryggiseftirlitinu var settur á námskeið eftir þetta?„Já, það hefur verið þjálfun í gangi og eins og allir hafa tekið eftir hafa verið seinkanir hjá okkur á flugvellinum,“ segir Guðni. Og er hluti skýringarinnar að allt að helmingur starfsmanna í þessu eftirliti var sendur á námskeið og því færri að störfum. Þá hefur tilviljanakenndum úttektum á farangri og farþegum verið fjölgað til að bæta eftirlitið, samkvæmt heimildum fréttastofunnar. Tafir vegna þessa og færri starfsmanna við eftirlitið lögðust ofan á tafir vegna mikillar fjölgunar farþega umfram áætlanir á álagstímum, sem og að seinkun varð á uppsetningu nýrra vopnaleitartækja frá framleiðendum, að sögn Guðna.Sjá einnig: Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Ef mjög alvarlegir vankantar eru á flugverndar- og öryggismálum flugvalla eru þeir strax og það kemur í ljós skilgreindir sem „óhreinir" í alþjóðaflugheiminum. Það hefur slæmar afleiðingar fyrir flugvöllinn og þau flugfélög sem fljúga um hann. Isavia setti strax á laggirnar fjögurra manna aðgerðarstjórn sem fundað hefur tvisvar á dag og eru flugverndarfulltrúar Isavia þessa dagana að greina frá úrbótum sínum hjá ESA í Brussel. „Ef úttektin segir að við verðum að gera breytingar á verklagi setjum við það í forgang hjá okkur og gerum það í miklu samstarfi við okkar eftirlitsaðila. Þannig að þetta hefur gengið mjög vel og hratt og í góðu samstarfi,“ segir Guðni.Það hefur komið fyrir áður að flugvöllurinn hefur lent í að vera skilgreindur sem svo kallaður „óhreinn.“ Gerðist það núna?„Nei, það hefur ekki gerst núna,“ segir Guðni Sigurðsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Sjá meira