NASA birtir nýjar myndir af Plútó Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2015 21:54 Hér má glöggt sjá hið svokallaða hjarta á suðurhveli Plútós. mynd/nasa Bandaríska geimferðastofnunin NASA birti í kvöld nýjar myndir af dvergplánetunni Plútó og fylgitungli þess, Karon, sem könnunarfarið New Horizonz fangaði á för sinni til reikistjörnunnar. Feiknarhá ísfjöll, dökkur blettur á norðurskauti Karons sem hefur fengið nafnið „Mordor,“ kartöflulaga fylgitunglið „Hydra“ og gríðarstórt hjartalaga landsvæði á Plútó eru meðal þess sem myndirnar hafa leitt í ljós og vísindamenn hoppa nú hæð sína af kæti yfir. „New Horizons er nú þegar að skila okkur ótrúlegum niðurstöðum. Gögnin eru gjörsamlega gullfalleg og Plútó og Karon eru bara æðisgengin,“ sagði Alan Stern í samtali við fjölmiðla ytra í dag en er einn þeirra sem stýrir för geimfarsins. Talið er að ísfjöllin, sem mörg hver eru um 3500 metra há, séu með þeim yngstu í sólkerfinu og hafi myndast fyrir um 100 milljónum ára. Í ljósi ungs aldurs kunni þau enn að vera „jarðfræðilega virk,“ eins og það er orðað á heimasíðu NASA. Flestar litlir íshnettir eru mótaðir af aðdráttarafli stærri stjarna en slíkt verkun á ekki við í tilfelli fjallana á Plútó. Eitthvað annað hlýtur því að búa þar að baki sem vísindamenn kunna litla skýringu á að svo stöddu. „Þetta gæti orðið til þess að við þurfum að endurskoða hvernig við hugsum um þá þætti sem hafa áhrif á jarðvirkni íshnatta,“ sagði vísindamaðurinn John Spencer um þessa uppgötvun. Frekari upplýsingar um leiðangurinn má nálgast á heimasíðu NASA. Hér má sjá Karon og „Mordor" á norðurskautinu.mynd/nasa Yfirborð Plútó er ísilagt.mynd/nasa Hin kartöflulaga Hydra er eitt af fylgitunglum Plútós.mynd/nasa Today, the @NASANewHorizons team is bringing what was previously a blurred point of light into focus. pic.twitter.com/AswUMZFxqd— NASA (@NASA) July 15, 2015 Plútó Geimurinn Tengdar fréttir New Horizons flýgur framhjá Plútó: "Þetta er ekki eins og að "snappa““ Sævar Helgi Bragason bíður spenntur eftir myndum og gögnum frá geilmfarinu New Horizons. 14. júlí 2015 12:05 NASA birtir mynd af Plútó Geimfarið New Horizons flaug framhjá Plútó í hádeginu, um 12.500 kílómetrum frá yfirborðinu dvergreikistjörnunnar. 14. júlí 2015 13:08 Geimfarið slapp óskemmt frá Plútó Farið fór í gær fram hjá ystu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar en ekkert far hefur áður komist svo nálægt henni. 15. júlí 2015 06:53 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Bandaríska geimferðastofnunin NASA birti í kvöld nýjar myndir af dvergplánetunni Plútó og fylgitungli þess, Karon, sem könnunarfarið New Horizonz fangaði á för sinni til reikistjörnunnar. Feiknarhá ísfjöll, dökkur blettur á norðurskauti Karons sem hefur fengið nafnið „Mordor,“ kartöflulaga fylgitunglið „Hydra“ og gríðarstórt hjartalaga landsvæði á Plútó eru meðal þess sem myndirnar hafa leitt í ljós og vísindamenn hoppa nú hæð sína af kæti yfir. „New Horizons er nú þegar að skila okkur ótrúlegum niðurstöðum. Gögnin eru gjörsamlega gullfalleg og Plútó og Karon eru bara æðisgengin,“ sagði Alan Stern í samtali við fjölmiðla ytra í dag en er einn þeirra sem stýrir för geimfarsins. Talið er að ísfjöllin, sem mörg hver eru um 3500 metra há, séu með þeim yngstu í sólkerfinu og hafi myndast fyrir um 100 milljónum ára. Í ljósi ungs aldurs kunni þau enn að vera „jarðfræðilega virk,“ eins og það er orðað á heimasíðu NASA. Flestar litlir íshnettir eru mótaðir af aðdráttarafli stærri stjarna en slíkt verkun á ekki við í tilfelli fjallana á Plútó. Eitthvað annað hlýtur því að búa þar að baki sem vísindamenn kunna litla skýringu á að svo stöddu. „Þetta gæti orðið til þess að við þurfum að endurskoða hvernig við hugsum um þá þætti sem hafa áhrif á jarðvirkni íshnatta,“ sagði vísindamaðurinn John Spencer um þessa uppgötvun. Frekari upplýsingar um leiðangurinn má nálgast á heimasíðu NASA. Hér má sjá Karon og „Mordor" á norðurskautinu.mynd/nasa Yfirborð Plútó er ísilagt.mynd/nasa Hin kartöflulaga Hydra er eitt af fylgitunglum Plútós.mynd/nasa Today, the @NASANewHorizons team is bringing what was previously a blurred point of light into focus. pic.twitter.com/AswUMZFxqd— NASA (@NASA) July 15, 2015
Plútó Geimurinn Tengdar fréttir New Horizons flýgur framhjá Plútó: "Þetta er ekki eins og að "snappa““ Sævar Helgi Bragason bíður spenntur eftir myndum og gögnum frá geilmfarinu New Horizons. 14. júlí 2015 12:05 NASA birtir mynd af Plútó Geimfarið New Horizons flaug framhjá Plútó í hádeginu, um 12.500 kílómetrum frá yfirborðinu dvergreikistjörnunnar. 14. júlí 2015 13:08 Geimfarið slapp óskemmt frá Plútó Farið fór í gær fram hjá ystu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar en ekkert far hefur áður komist svo nálægt henni. 15. júlí 2015 06:53 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
New Horizons flýgur framhjá Plútó: "Þetta er ekki eins og að "snappa““ Sævar Helgi Bragason bíður spenntur eftir myndum og gögnum frá geilmfarinu New Horizons. 14. júlí 2015 12:05
NASA birtir mynd af Plútó Geimfarið New Horizons flaug framhjá Plútó í hádeginu, um 12.500 kílómetrum frá yfirborðinu dvergreikistjörnunnar. 14. júlí 2015 13:08
Geimfarið slapp óskemmt frá Plútó Farið fór í gær fram hjá ystu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar en ekkert far hefur áður komist svo nálægt henni. 15. júlí 2015 06:53