Verður þetta næsti andstæðingur Gunnars? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júlí 2015 10:49 Thompson kláraði Ellenberger með tveimur frábærum spörkum. Vísir/Getty John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, er þegar byrjaður að vinna í því að fá andstæðing fyrir næsta bardaga Gunnars. Gunnar vann um helgina frábæran sigur á Brandon Thatch á mögnuðu bardagakvöldi í Las Vegas sem kunnugt er. Sigurinn vakti mikla athygli á Gunnari en þetta var hans fyrsti bardagi á stóra sviðinu í Bandaríkjunum. Á sunnudagskvöld fór fram bardagakvöld á vegum UFC þar sem Stephen „Wonderboy“ Thompson gersigraði Jake Ellenberger í veltivigt, sama þyngdarflokki og Gunnar keppir í.Úr bardaganum í gær.Vísir/GettyKavanagh skrifaði á Twitter-síðu sína bæði fyrir og eftir bardagann að hann sé hrifinn af Thompson og að hann væri spenntur fyrir því sjá hann berjast næst gegn Gunnari í Dyflinni í október. Enn fremur sagði hann að bardaginn gæti verið aðalbardagi kvöldsins og beindi hann orðum sínum að Sean Shelby, sem er einn áhrifamesti maður innan UFC og starfar við það að raða niður bardögum. Sjálfur sagði Thompson eftir sigurinn á Ellenberger að hann væri spenntur fyrir því að berjast gegn Gunnari. „Ég held að það væri mjög áhugaverð viðureign. Ég veit að hann er alvöru bardagamaður í gólfinu en ég er til í hvað sem er núna,“ sagði hann.Vísir/Getty„Ég vil komast inn á topp fimm (á styrkleikalistanum) og gera atlögu að titlinum. Þess vegna erum við í þessu - við viljum allir verða bestir.“ Thompson er þekktur sem öflugur sparkboxari (e. kickboxing) og má gera ráð fyrir því að það yrði áskorun fyrir Gunnar að takast á við hann. Gunnar sýndi þó gegn Thatch um helgina að hann getur vel barist fyrir sínu standandi og komið andstæðingum sínum niður á gólf með þungum höggum.Sitting down to @WonderboyMMA now. As a fan, him v @GunniNelson for @ufc Dublin main event in October sounds good @seanshelby !— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) July 13, 2015 Wow what a great performance by @WonderboyMMA - let's do Dublin in October! #Karate #UFCDublin #Gunni-V-Stephen @seanshelby— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) July 13, 2015 MMA Tengdar fréttir Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59 Gunnar í besta formi lífsins: Ég er tilbúinn Gunnar Nelson ætlar sér að klára bardagann í Las Vegas í kvöld en ekki láta dómara skera úr um sigurvegara. 11. júlí 2015 10:00 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06 Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas. 11. júlí 2015 13:15 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, er þegar byrjaður að vinna í því að fá andstæðing fyrir næsta bardaga Gunnars. Gunnar vann um helgina frábæran sigur á Brandon Thatch á mögnuðu bardagakvöldi í Las Vegas sem kunnugt er. Sigurinn vakti mikla athygli á Gunnari en þetta var hans fyrsti bardagi á stóra sviðinu í Bandaríkjunum. Á sunnudagskvöld fór fram bardagakvöld á vegum UFC þar sem Stephen „Wonderboy“ Thompson gersigraði Jake Ellenberger í veltivigt, sama þyngdarflokki og Gunnar keppir í.Úr bardaganum í gær.Vísir/GettyKavanagh skrifaði á Twitter-síðu sína bæði fyrir og eftir bardagann að hann sé hrifinn af Thompson og að hann væri spenntur fyrir því sjá hann berjast næst gegn Gunnari í Dyflinni í október. Enn fremur sagði hann að bardaginn gæti verið aðalbardagi kvöldsins og beindi hann orðum sínum að Sean Shelby, sem er einn áhrifamesti maður innan UFC og starfar við það að raða niður bardögum. Sjálfur sagði Thompson eftir sigurinn á Ellenberger að hann væri spenntur fyrir því að berjast gegn Gunnari. „Ég held að það væri mjög áhugaverð viðureign. Ég veit að hann er alvöru bardagamaður í gólfinu en ég er til í hvað sem er núna,“ sagði hann.Vísir/Getty„Ég vil komast inn á topp fimm (á styrkleikalistanum) og gera atlögu að titlinum. Þess vegna erum við í þessu - við viljum allir verða bestir.“ Thompson er þekktur sem öflugur sparkboxari (e. kickboxing) og má gera ráð fyrir því að það yrði áskorun fyrir Gunnar að takast á við hann. Gunnar sýndi þó gegn Thatch um helgina að hann getur vel barist fyrir sínu standandi og komið andstæðingum sínum niður á gólf með þungum höggum.Sitting down to @WonderboyMMA now. As a fan, him v @GunniNelson for @ufc Dublin main event in October sounds good @seanshelby !— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) July 13, 2015 Wow what a great performance by @WonderboyMMA - let's do Dublin in October! #Karate #UFCDublin #Gunni-V-Stephen @seanshelby— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) July 13, 2015
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59 Gunnar í besta formi lífsins: Ég er tilbúinn Gunnar Nelson ætlar sér að klára bardagann í Las Vegas í kvöld en ekki láta dómara skera úr um sigurvegara. 11. júlí 2015 10:00 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06 Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas. 11. júlí 2015 13:15 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59
Gunnar í besta formi lífsins: Ég er tilbúinn Gunnar Nelson ætlar sér að klára bardagann í Las Vegas í kvöld en ekki láta dómara skera úr um sigurvegara. 11. júlí 2015 10:00
Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40
Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06
Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas. 11. júlí 2015 13:15
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast