Djokovic segir Federer vera besta tennisspilara sögunnar 12. júlí 2015 12:00 Hvor mun fagna sigri í dag, Roger Federer eða Novak Djokovic? vísir/getty Í dag mætast tveir bestu tennisspilarar heims, Novak Djokovic og Roger Federer, í úrslitaviðureign Wimbledon mótsins en þeir mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra. Þá hafði Djokovic betur í frábærum leik sem stóð yfir í tæpar fjórar klukkustundir. Það var annar sigur Djokovic á Wimbledon en Federer hefur unnið þetta mót sjö sinnum, síðast árið 2012. Með sigri getur Federer orðið elsti sigurvegar Wimbledon mótsins í atvinnumannaflokki. Hann er 34 ára og er að leika sinn tíunda úrslitaleik á Wimbledon. Federer hefur verið í frábæru formi á þessu móti og aðeins tapað einu setti og sýndi heimamanninum Andy Murray í tvo heimana í undanúrslitum þegar hann sópaði Murray út í þremur settum. "Ég þarf að halda þessu formi áfram í einn leik í viðbót til að fullkomna síðustu tvær vikur," segir Federer en aðeins Pete Sampras hefur unnið Wimbledon mótið oftar sem atvinnumaður eða 8 sinnum. Ef Djokovic vinnur mun hann jafna þjálfara sinn, Boris Becker, í sigrum á Wimbledon mótinu. En það er augljóst á tali hans í aðdraganda leiksins í dag að Djokovic ber mikla virðingu fyrir Federer. "Hér elskar hann [Federer] að spila. Hér spilar hann sinn besta leik. Aðalvöllurinn á Wimbledon, sjö titlar. Þetta er hans völlur. Hann elskar hann," segir Djokovic um andstæðing sinn í dag. "Hann spilar alltaf best þegar mest reynir á. Þess vegna er hann stórmeistari. Við vitum öll hve góður hann er. Hann er besti spilari sögunnar. Það er erfitt að finna nógu sterk orð til að lýsa afrekum hans," segir Djokovic ennfremur um Federer. Leikur þeirra félaga hefst kl. 13:00 í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tennis Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira
Í dag mætast tveir bestu tennisspilarar heims, Novak Djokovic og Roger Federer, í úrslitaviðureign Wimbledon mótsins en þeir mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra. Þá hafði Djokovic betur í frábærum leik sem stóð yfir í tæpar fjórar klukkustundir. Það var annar sigur Djokovic á Wimbledon en Federer hefur unnið þetta mót sjö sinnum, síðast árið 2012. Með sigri getur Federer orðið elsti sigurvegar Wimbledon mótsins í atvinnumannaflokki. Hann er 34 ára og er að leika sinn tíunda úrslitaleik á Wimbledon. Federer hefur verið í frábæru formi á þessu móti og aðeins tapað einu setti og sýndi heimamanninum Andy Murray í tvo heimana í undanúrslitum þegar hann sópaði Murray út í þremur settum. "Ég þarf að halda þessu formi áfram í einn leik í viðbót til að fullkomna síðustu tvær vikur," segir Federer en aðeins Pete Sampras hefur unnið Wimbledon mótið oftar sem atvinnumaður eða 8 sinnum. Ef Djokovic vinnur mun hann jafna þjálfara sinn, Boris Becker, í sigrum á Wimbledon mótinu. En það er augljóst á tali hans í aðdraganda leiksins í dag að Djokovic ber mikla virðingu fyrir Federer. "Hér elskar hann [Federer] að spila. Hér spilar hann sinn besta leik. Aðalvöllurinn á Wimbledon, sjö titlar. Þetta er hans völlur. Hann elskar hann," segir Djokovic um andstæðing sinn í dag. "Hann spilar alltaf best þegar mest reynir á. Þess vegna er hann stórmeistari. Við vitum öll hve góður hann er. Hann er besti spilari sögunnar. Það er erfitt að finna nógu sterk orð til að lýsa afrekum hans," segir Djokovic ennfremur um Federer. Leikur þeirra félaga hefst kl. 13:00 í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Tennis Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira