Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima 28. júlí 2015 19:05 Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. Hjörtur Hjartarson spjallaði við þessa miklu afrekskonu í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Þetta kom mér á óvart,“ sagði hin 22 ára gamla Katrín um árangurinn. „Ég var með ekki með neitt sett markmið, að ná einhverju sæti eða einhverri tölu. En ég var mjög vel undirbúin fyrir mótið´og hef aldrei verið í betra formi, hvorki andlega né líkamlega. „Ég vildi fara inn á völlinn og einbeita mér eingöngu að hverri grein fyrir sig og gefa allt sem ég átti. Ég vissi að það myndi skila mér góðu sæti en ég get ekki sagt að markmiðið hafi verið að vinna leikana.“ Hún viðurkennir að keppendur í CrossFit gangi oft nærri líkama sínum en Annie Mist Þórisdóttir, fyrrverandi heimsmeistari í greininni, þurfti að hætta keppni vegna ofþreytu en keppnin fór fram í miklum hita í Los Angeles. „Jú, en við reynum að undirbúa okkur sem best. Það sem kom öllum, og þá sérstaklega okkur Íslendingunum, helst í opna skjöldu var hitinn. Við vorum í þyngingarvesti sem var með stálplötum framan og aftan á okkur. „Við vorum þarna um miðjan dag meðan það var hvað heitast. Þetta var mjög erfitt og það var hitinn sem gekk eiginlega fram af okkur,“ sagði Katrín sem fékk alls 790 stig í keppninni. Katrín segir að árangur íslensku keppendanna hafi vakið mikla athygli en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í 3. sæti í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson varð einnig í 3. sæti í karlaflokki. „Við erum spurð hvað sé í vatninu á Íslandi og hvort maður yrði góður í CrossFit ef maður bætti -dóttir við nafnið sitt,“ sagði Katrín en að hennar sögn er CrossFit ekki stærra á Íslandi en í öðrum löndum. „Nei, alls ekki. Þetta er langstærst í Ameríku. Ég held að Annie hafi rutt brautina þegar hún vann 2011 og þá sá fólk að þetta er hægt. Svo skiptir keppnisskapið í okkur íslensku keppendunum miklu máli, við höldum að vitum getum allt,“ sagði Katrín ennfremur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. CrossFit Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Fleiri fréttir Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Sjá meira
Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. Hjörtur Hjartarson spjallaði við þessa miklu afrekskonu í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Þetta kom mér á óvart,“ sagði hin 22 ára gamla Katrín um árangurinn. „Ég var með ekki með neitt sett markmið, að ná einhverju sæti eða einhverri tölu. En ég var mjög vel undirbúin fyrir mótið´og hef aldrei verið í betra formi, hvorki andlega né líkamlega. „Ég vildi fara inn á völlinn og einbeita mér eingöngu að hverri grein fyrir sig og gefa allt sem ég átti. Ég vissi að það myndi skila mér góðu sæti en ég get ekki sagt að markmiðið hafi verið að vinna leikana.“ Hún viðurkennir að keppendur í CrossFit gangi oft nærri líkama sínum en Annie Mist Þórisdóttir, fyrrverandi heimsmeistari í greininni, þurfti að hætta keppni vegna ofþreytu en keppnin fór fram í miklum hita í Los Angeles. „Jú, en við reynum að undirbúa okkur sem best. Það sem kom öllum, og þá sérstaklega okkur Íslendingunum, helst í opna skjöldu var hitinn. Við vorum í þyngingarvesti sem var með stálplötum framan og aftan á okkur. „Við vorum þarna um miðjan dag meðan það var hvað heitast. Þetta var mjög erfitt og það var hitinn sem gekk eiginlega fram af okkur,“ sagði Katrín sem fékk alls 790 stig í keppninni. Katrín segir að árangur íslensku keppendanna hafi vakið mikla athygli en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endaði í 3. sæti í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson varð einnig í 3. sæti í karlaflokki. „Við erum spurð hvað sé í vatninu á Íslandi og hvort maður yrði góður í CrossFit ef maður bætti -dóttir við nafnið sitt,“ sagði Katrín en að hennar sögn er CrossFit ekki stærra á Íslandi en í öðrum löndum. „Nei, alls ekki. Þetta er langstærst í Ameríku. Ég held að Annie hafi rutt brautina þegar hún vann 2011 og þá sá fólk að þetta er hægt. Svo skiptir keppnisskapið í okkur íslensku keppendunum miklu máli, við höldum að vitum getum allt,“ sagði Katrín ennfremur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
CrossFit Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Fleiri fréttir Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Sjá meira