Bílskúrinn: Urmull mistaka í Ungverjalandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. júlí 2015 09:00 Sebastian Vettel sýndi að hann kann að halda forystu í Formúlu 1 keppni. Vísir/getty Ungverski kappaksturinn bauð upp á urmul mistaka. Hver gerði þau stærstu, hvaða mistök skiptu engu? Allt þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Hér er Hamilton orðinn fjórði strax eftir ræsingu. Dagur til að gleyma fyrir heimsmeistarann.Vísir/gettyLewis Hamilton á sinni uppáhalds brautLewis Hamilton sat á ráspól á braut sem hann kallaði sína uppáhalds rétt fyrir tímatökuna. Allt fór úrskeiðis og Hamilton varð fjórði, tíundi og náði svo lágpunkti lengst fyrir aftan stigasæti seint í keppninni. Brautin er sennilega ekki ein af hans uppáhalds lengur. Liðsfélagi heimsmeistarans, Nico Rosberg var á meðan í kjör stöðu. Hann var á leiðinni í tveggja vikna sumarfrí með eins stigs forskot í heimsmeistarakeppni ökumanna. Daniel Ricciardo sá sér leik á borði og reyndi að taka fram úr Rosberg, læsti dekkjum og endaði á því að skauta gegnum beygjuna fyrir framan Rosberg. Rosberg náði betra gripi út úr beygjunni og tók sætið aftur en lokaði of snemma á Ricciardo og keyrði á framvænginn á Red Bull bílnum. Afturdekk á Mercedes bílnum sprakk við áreksturinn við framvænginn. Vaskurinn hirti því möguleika Rosberg á að taka forystu í keppni ökumanna. Hamilton endaði á því að ná í nokkur stig þrátt fyrir allt og jók forskotið um fjögur stig. Mistök hans skiptu því kannski minnstu, hann hefði þó eflaust viljað vinna og reyna að auka forskot sitt.Sergio Perez á hvolfi á æfingu á föstudag.Vísir/AFPHrakfarir Force India Force India bíll Sergio Perez valt á æfingu á föstudags morgun. Force India sleppti seinni æfingu á föstudaginn til að leita rótar vandans. Vandinn reyndist vera veik fjöðrun. Flott en þá var allur föstudagurinn liðinn og fáir hringir komnir í hús hjá Force India sem er enn að reyna að skilja nýja bílinn sem var vígður í síðustu keppni. Keppnin sjálf og hvað gerist? Hvorugur bíll liðsins kemst í mark. Nico Hulkenberg rann stjórnlaust á framvængnum á varnarvegg við beygju eitt. Hann var á talsverðum hraða og gat ekkert gert nema reyna að hægja á bílnum. Framvængurinn hafði brotnað af og skorðast af undir framdekkjum bílsins. Perez hætti svo keppni vegna bilunar seinna í keppninni. Force India þvertekur fyrir að Perez hafi hætt til að bjarga bílnum frá sömu örlögum og bíll Hulkenberg hlaut.Ætli það sé þegar orðið of heitt undir sæti Ísmannsins? Hér hoppar hann upp úr bílnum, kannski var hann að bráðna.Vísir/gettyHitnar undir ÍsmanninumKimi Raikkonen, Ísmaðurinn var svalur í hitanum í Ungverjalandi, að minnsta kosti framan af keppni. Ferrari bílarnir náðu báðir svakalegri ræsingu og tóku fram úr báðum Mercedes bílunum. Raikkonen fór úr fimmta sæti í annað á fyrsta hring. Útlitið var gott og Raikkonen virtist ætla að sanna að hann á heima hjá liði sem getur unnið keppnir, hann er kannski bara jafn góður og aðrir sem hafa eins og hann, orðið heimsmeistarar. Bíllinn brást Raikkonen í þetta skipti og má segja að orð James Allison eftir keppnina hafi eflaust endurspeglað hug margra. „Ég finn til með Raikkonen, hann var í góðri stöðu þegar bíllinn brást honum,“ sagði tæknistjóri Ferrari. Fleiri hafa eflaust fundið til með Raikkonen sem má ekki missa af mörgum tækifærum til að sanna gildi sitt. Sæti hans er orðið sjóð heitt og nánast bara spurning um hvenær en ekki hvort að Ísmaðurinn bráðnar í því.Daniil Kvyat og Daniel Ricciardo fögnuðu og skáluðu fyrir Jules Bianchi eftir viðburðaríka keppni.Vísir/GettyRed Bull ræðst til atlögu Liðið sem hefur helst verið á milli tannana á fólki fyrir slaka frammistöðu og vélarbilanir þetta árið stimplaði sig loksins inn. Fjórfaldir heimsmeistarar bílasmiða hætta ekki á einni nóttu að kunna að smíða góðan kappakstursbíl. Spurningin var alltaf hvenær finnur Renault túrbó glósurnar sínar. Svo virðist sem áreiðanleiki sé nú kominn í Renault vélina. Red Bull bíllinn naut sín greinilega á brautinni í Ungverjalandi. Vélarafl er ekki lykilatriði á Hungaroring brautinni. Geta Red Bull bílsins skein í gegn, ef vélin væri samkeppnishæf væri Red Bull búið að vinna keppni í ár. Ég held ég geti fullyrt það. Vélin virðist samt keppnishæf, það er að segja hún er orðin hæf um að lifa heila keppni, sem er nýtt. Hefði framúrakstur Ricciardo á Rosberg tekist hefði Ástralinn hugsanlega geta unnið keppnina. Hann læsti dekkjunum og það eru sennilega stærstu mistökin í allri þessari keppni stórra mistaka. Í staðinn fyrir að vinna færði Ricciardo liðsfélaga sínum Daniil Kvyat, annað sæti á silfur fati og lét sér þriðja sætið nægja.Max Verstappen fer kátur í sumarfrí, hann náði sínum besta árangri í Formúlu 1 í Ungverjalandi. Hann endaði fjórði í Toro Rosso bílnum.Vísir/GettySamantekt fyrir sumarfrí Nú tekur við tveggja vikna lokun Formúlu 1 liða um allan heim, lítil sem engin starfsemi er heimil. Verksmiðjur liðanna eru nánast lokaðar í tvær vikur. Næsta keppni er á Spa brautinni í Belgíu þann 23. ágúst. Þangað til verður staðan í heimsmeistarakeppni ökumanna sú að Hamilton er efstur og Rosberg er 21 stigi á eftir honum. Eftir að hafa unnið um helgina er Vettel kominn í stöðu þar sem hann getur farið að velta fyrir sér titli, jafnvel. Hann er 21 stigi á eftir Rosberg og því 42 stigum á eftir Hamilton. Sú staða gæti breyst ansi hratt enda 25 stig í boði fyrir fyrsta sæti. McLaren liðið er í skýjunum þegar sumarfríið hefst. Báðir bílar í stigasæti, það hefur ekki gerst allt tímabilið. Fernando Alonso lýsti fimmta sætinu sínu sem kærkominni gjöf til allra í liðinu. „Framfarirnar eru stöðugar en það er virkilega gott að hafa það svart á hvítu í stigatöflunni,“ sagði Spánverjinn eftir keppnina. Formúla Tengdar fréttir Allison: Raikkonen jafn fljótur og Vettel Kimi Raikkonen hefur færri stig en liðsfélagi sinn hjá Ferrari, Sebastian Vettel. Ekki vegna þess að Finninn er hægari heldur vegna þess að Vettel gerir nánast aldrei mistök, samkvæmt tæknistjóra liðsins James Allison. 23. júlí 2015 22:15 Sebastian Vettel vann í Ungverjalandi Eftir dramatíska keppni kom Sebastian Vettel fyrstur í mark á Ferrari bílnum. Daniil Kvyat á Red Bull varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji einnig á Red Bull. 26. júlí 2015 13:50 Hamilton fljótastur og Perez valt Lewis Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagsins í Ungverjalandi. Nico Rosberg á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni en Daniil Kvyat á Red Bull varð annar á seinni æfingunni. 24. júlí 2015 21:30 Lewis Hamilton á ráspól í Ungverjalandi Lewis Hamilton á Mercedes tryggði sér ráspól í Ungverjalandi. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 25. júlí 2015 12:16 Lauda: Svona á lífið í kappakstrinum að vera Keppnin var einkar viðburðarík. Sebastian Vettel kom Ferrari bílnum í forystu strax í ræsingu og hélt sig þar til loka. Aftar var mikið um sviftingar. Hver sagði hvað eftir keppnina? 26. júlí 2015 14:27 Hamilton: Lítil skref eru lykillinn Lewis Hamilton tryggði Mercedes sæti á fremstu rásröð 21. kappaksturinn í röð. Hver sagði hvað eftir tímatöku dagsins. 25. júlí 2015 22:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ungverski kappaksturinn bauð upp á urmul mistaka. Hver gerði þau stærstu, hvaða mistök skiptu engu? Allt þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Hér er Hamilton orðinn fjórði strax eftir ræsingu. Dagur til að gleyma fyrir heimsmeistarann.Vísir/gettyLewis Hamilton á sinni uppáhalds brautLewis Hamilton sat á ráspól á braut sem hann kallaði sína uppáhalds rétt fyrir tímatökuna. Allt fór úrskeiðis og Hamilton varð fjórði, tíundi og náði svo lágpunkti lengst fyrir aftan stigasæti seint í keppninni. Brautin er sennilega ekki ein af hans uppáhalds lengur. Liðsfélagi heimsmeistarans, Nico Rosberg var á meðan í kjör stöðu. Hann var á leiðinni í tveggja vikna sumarfrí með eins stigs forskot í heimsmeistarakeppni ökumanna. Daniel Ricciardo sá sér leik á borði og reyndi að taka fram úr Rosberg, læsti dekkjum og endaði á því að skauta gegnum beygjuna fyrir framan Rosberg. Rosberg náði betra gripi út úr beygjunni og tók sætið aftur en lokaði of snemma á Ricciardo og keyrði á framvænginn á Red Bull bílnum. Afturdekk á Mercedes bílnum sprakk við áreksturinn við framvænginn. Vaskurinn hirti því möguleika Rosberg á að taka forystu í keppni ökumanna. Hamilton endaði á því að ná í nokkur stig þrátt fyrir allt og jók forskotið um fjögur stig. Mistök hans skiptu því kannski minnstu, hann hefði þó eflaust viljað vinna og reyna að auka forskot sitt.Sergio Perez á hvolfi á æfingu á föstudag.Vísir/AFPHrakfarir Force India Force India bíll Sergio Perez valt á æfingu á föstudags morgun. Force India sleppti seinni æfingu á föstudaginn til að leita rótar vandans. Vandinn reyndist vera veik fjöðrun. Flott en þá var allur föstudagurinn liðinn og fáir hringir komnir í hús hjá Force India sem er enn að reyna að skilja nýja bílinn sem var vígður í síðustu keppni. Keppnin sjálf og hvað gerist? Hvorugur bíll liðsins kemst í mark. Nico Hulkenberg rann stjórnlaust á framvængnum á varnarvegg við beygju eitt. Hann var á talsverðum hraða og gat ekkert gert nema reyna að hægja á bílnum. Framvængurinn hafði brotnað af og skorðast af undir framdekkjum bílsins. Perez hætti svo keppni vegna bilunar seinna í keppninni. Force India þvertekur fyrir að Perez hafi hætt til að bjarga bílnum frá sömu örlögum og bíll Hulkenberg hlaut.Ætli það sé þegar orðið of heitt undir sæti Ísmannsins? Hér hoppar hann upp úr bílnum, kannski var hann að bráðna.Vísir/gettyHitnar undir ÍsmanninumKimi Raikkonen, Ísmaðurinn var svalur í hitanum í Ungverjalandi, að minnsta kosti framan af keppni. Ferrari bílarnir náðu báðir svakalegri ræsingu og tóku fram úr báðum Mercedes bílunum. Raikkonen fór úr fimmta sæti í annað á fyrsta hring. Útlitið var gott og Raikkonen virtist ætla að sanna að hann á heima hjá liði sem getur unnið keppnir, hann er kannski bara jafn góður og aðrir sem hafa eins og hann, orðið heimsmeistarar. Bíllinn brást Raikkonen í þetta skipti og má segja að orð James Allison eftir keppnina hafi eflaust endurspeglað hug margra. „Ég finn til með Raikkonen, hann var í góðri stöðu þegar bíllinn brást honum,“ sagði tæknistjóri Ferrari. Fleiri hafa eflaust fundið til með Raikkonen sem má ekki missa af mörgum tækifærum til að sanna gildi sitt. Sæti hans er orðið sjóð heitt og nánast bara spurning um hvenær en ekki hvort að Ísmaðurinn bráðnar í því.Daniil Kvyat og Daniel Ricciardo fögnuðu og skáluðu fyrir Jules Bianchi eftir viðburðaríka keppni.Vísir/GettyRed Bull ræðst til atlögu Liðið sem hefur helst verið á milli tannana á fólki fyrir slaka frammistöðu og vélarbilanir þetta árið stimplaði sig loksins inn. Fjórfaldir heimsmeistarar bílasmiða hætta ekki á einni nóttu að kunna að smíða góðan kappakstursbíl. Spurningin var alltaf hvenær finnur Renault túrbó glósurnar sínar. Svo virðist sem áreiðanleiki sé nú kominn í Renault vélina. Red Bull bíllinn naut sín greinilega á brautinni í Ungverjalandi. Vélarafl er ekki lykilatriði á Hungaroring brautinni. Geta Red Bull bílsins skein í gegn, ef vélin væri samkeppnishæf væri Red Bull búið að vinna keppni í ár. Ég held ég geti fullyrt það. Vélin virðist samt keppnishæf, það er að segja hún er orðin hæf um að lifa heila keppni, sem er nýtt. Hefði framúrakstur Ricciardo á Rosberg tekist hefði Ástralinn hugsanlega geta unnið keppnina. Hann læsti dekkjunum og það eru sennilega stærstu mistökin í allri þessari keppni stórra mistaka. Í staðinn fyrir að vinna færði Ricciardo liðsfélaga sínum Daniil Kvyat, annað sæti á silfur fati og lét sér þriðja sætið nægja.Max Verstappen fer kátur í sumarfrí, hann náði sínum besta árangri í Formúlu 1 í Ungverjalandi. Hann endaði fjórði í Toro Rosso bílnum.Vísir/GettySamantekt fyrir sumarfrí Nú tekur við tveggja vikna lokun Formúlu 1 liða um allan heim, lítil sem engin starfsemi er heimil. Verksmiðjur liðanna eru nánast lokaðar í tvær vikur. Næsta keppni er á Spa brautinni í Belgíu þann 23. ágúst. Þangað til verður staðan í heimsmeistarakeppni ökumanna sú að Hamilton er efstur og Rosberg er 21 stigi á eftir honum. Eftir að hafa unnið um helgina er Vettel kominn í stöðu þar sem hann getur farið að velta fyrir sér titli, jafnvel. Hann er 21 stigi á eftir Rosberg og því 42 stigum á eftir Hamilton. Sú staða gæti breyst ansi hratt enda 25 stig í boði fyrir fyrsta sæti. McLaren liðið er í skýjunum þegar sumarfríið hefst. Báðir bílar í stigasæti, það hefur ekki gerst allt tímabilið. Fernando Alonso lýsti fimmta sætinu sínu sem kærkominni gjöf til allra í liðinu. „Framfarirnar eru stöðugar en það er virkilega gott að hafa það svart á hvítu í stigatöflunni,“ sagði Spánverjinn eftir keppnina.
Formúla Tengdar fréttir Allison: Raikkonen jafn fljótur og Vettel Kimi Raikkonen hefur færri stig en liðsfélagi sinn hjá Ferrari, Sebastian Vettel. Ekki vegna þess að Finninn er hægari heldur vegna þess að Vettel gerir nánast aldrei mistök, samkvæmt tæknistjóra liðsins James Allison. 23. júlí 2015 22:15 Sebastian Vettel vann í Ungverjalandi Eftir dramatíska keppni kom Sebastian Vettel fyrstur í mark á Ferrari bílnum. Daniil Kvyat á Red Bull varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji einnig á Red Bull. 26. júlí 2015 13:50 Hamilton fljótastur og Perez valt Lewis Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagsins í Ungverjalandi. Nico Rosberg á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni en Daniil Kvyat á Red Bull varð annar á seinni æfingunni. 24. júlí 2015 21:30 Lewis Hamilton á ráspól í Ungverjalandi Lewis Hamilton á Mercedes tryggði sér ráspól í Ungverjalandi. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 25. júlí 2015 12:16 Lauda: Svona á lífið í kappakstrinum að vera Keppnin var einkar viðburðarík. Sebastian Vettel kom Ferrari bílnum í forystu strax í ræsingu og hélt sig þar til loka. Aftar var mikið um sviftingar. Hver sagði hvað eftir keppnina? 26. júlí 2015 14:27 Hamilton: Lítil skref eru lykillinn Lewis Hamilton tryggði Mercedes sæti á fremstu rásröð 21. kappaksturinn í röð. Hver sagði hvað eftir tímatöku dagsins. 25. júlí 2015 22:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Allison: Raikkonen jafn fljótur og Vettel Kimi Raikkonen hefur færri stig en liðsfélagi sinn hjá Ferrari, Sebastian Vettel. Ekki vegna þess að Finninn er hægari heldur vegna þess að Vettel gerir nánast aldrei mistök, samkvæmt tæknistjóra liðsins James Allison. 23. júlí 2015 22:15
Sebastian Vettel vann í Ungverjalandi Eftir dramatíska keppni kom Sebastian Vettel fyrstur í mark á Ferrari bílnum. Daniil Kvyat á Red Bull varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji einnig á Red Bull. 26. júlí 2015 13:50
Hamilton fljótastur og Perez valt Lewis Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagsins í Ungverjalandi. Nico Rosberg á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni en Daniil Kvyat á Red Bull varð annar á seinni æfingunni. 24. júlí 2015 21:30
Lewis Hamilton á ráspól í Ungverjalandi Lewis Hamilton á Mercedes tryggði sér ráspól í Ungverjalandi. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 25. júlí 2015 12:16
Lauda: Svona á lífið í kappakstrinum að vera Keppnin var einkar viðburðarík. Sebastian Vettel kom Ferrari bílnum í forystu strax í ræsingu og hélt sig þar til loka. Aftar var mikið um sviftingar. Hver sagði hvað eftir keppnina? 26. júlí 2015 14:27
Hamilton: Lítil skref eru lykillinn Lewis Hamilton tryggði Mercedes sæti á fremstu rásröð 21. kappaksturinn í röð. Hver sagði hvað eftir tímatöku dagsins. 25. júlí 2015 22:00