Hamilton: Lítil skref eru lykillinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. júlí 2015 22:00 Hamilton ánægður með að vera á ráspól, skiljanlega. vísir/getty Lewis Hamilton tryggði Mercedes sæti á fremstu rásröð 21. kappaksturinn í röð. Hver sagði hvað eftir tímatöku dagsins. "Mér líður alltaf vel hérna, þetta er líkamlega og tæknilega erfið braut. Það er erfitt að stilla bílnum rétt upp en ég held að við höfum byrjað helgina vel og séum því á réttri braut fyrir framhaldið. Lítil skref eru lykillinn að réttri uppstillingu,“ sagði Hamilton. "Ég veit ekki alveg hvað klikkaði, það var erfitt að finna lausn á þessu og bíllinn kom mér mikið á óvart. Ég var ekki undirbúinn undir þessi vandamál,“ sagði frekar pirraður Nico Rosberg sem ræsir annar á Mercedes bílnum. "Red Bull hafa tekið stórt framfararskref og eru greinilega nær Mercedes. Við náðum samt að vera á undan þeim í tímatökunni svo við erum enn hraðari en þeir,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir þriðji á Ferrari bílnum á morgun. "Ég missti af æfingatíma í morgun vegna bilunar og því var tímatakan talsverð óvissa. Við erum í þriðja og fimmta sæti svo það er ekkert stórslys, þetta hefði getað farið mikið verr,“ sagði Kimi Raikkonen sem ræsir fimmti á Ferrari bílnum á morgun. Daniel Ricciardo sagði að nú væri áreiðanleikinn kominn hjá Renault, nú getur Red Bull bíllinn farið að njóta sín. Ricciardo tókst að skjóta sér inn á milli Ferrari bílana og ræsir fjórði á morgun. "Ég elska kappakstur í öllum myndum. Ég hef virkilega gaman af verkefninu sem ég er hluti af með McLaren-Honda. Auðvitað eru aðrir flokkar kappaksturs heillandi starfsvettvangur. Formúla 1 er ekki eins skemmtileg núna og áður og ekki eins spennandi að keyra bílana,“ sagði Fernando Alonso sem ýtti biluðum McLaren bíl sínum lokametrana í tímatökunni. Formúla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Lewis Hamilton tryggði Mercedes sæti á fremstu rásröð 21. kappaksturinn í röð. Hver sagði hvað eftir tímatöku dagsins. "Mér líður alltaf vel hérna, þetta er líkamlega og tæknilega erfið braut. Það er erfitt að stilla bílnum rétt upp en ég held að við höfum byrjað helgina vel og séum því á réttri braut fyrir framhaldið. Lítil skref eru lykillinn að réttri uppstillingu,“ sagði Hamilton. "Ég veit ekki alveg hvað klikkaði, það var erfitt að finna lausn á þessu og bíllinn kom mér mikið á óvart. Ég var ekki undirbúinn undir þessi vandamál,“ sagði frekar pirraður Nico Rosberg sem ræsir annar á Mercedes bílnum. "Red Bull hafa tekið stórt framfararskref og eru greinilega nær Mercedes. Við náðum samt að vera á undan þeim í tímatökunni svo við erum enn hraðari en þeir,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir þriðji á Ferrari bílnum á morgun. "Ég missti af æfingatíma í morgun vegna bilunar og því var tímatakan talsverð óvissa. Við erum í þriðja og fimmta sæti svo það er ekkert stórslys, þetta hefði getað farið mikið verr,“ sagði Kimi Raikkonen sem ræsir fimmti á Ferrari bílnum á morgun. Daniel Ricciardo sagði að nú væri áreiðanleikinn kominn hjá Renault, nú getur Red Bull bíllinn farið að njóta sín. Ricciardo tókst að skjóta sér inn á milli Ferrari bílana og ræsir fjórði á morgun. "Ég elska kappakstur í öllum myndum. Ég hef virkilega gaman af verkefninu sem ég er hluti af með McLaren-Honda. Auðvitað eru aðrir flokkar kappaksturs heillandi starfsvettvangur. Formúla 1 er ekki eins skemmtileg núna og áður og ekki eins spennandi að keyra bílana,“ sagði Fernando Alonso sem ýtti biluðum McLaren bíl sínum lokametrana í tímatökunni.
Formúla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira