Fær Barao uppreisn æru gegn Dillashaw? Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. júlí 2015 20:30 Dillashaw fagnar sigrinum á Barao í fyrra. Vísir/Getty Fyrir rúmu ári síðan mættust þeir Renan Barao og TJ Dillashaw um bantamvigtarbelti UFC. Fyrir bardagann var Barao mun sigurstranglegri en eftir sannfærandi en óvæntan sigur Dillashaw hefur taflið snúist við. Renan Barao hafði ekki tapað í 33 bardögum í röð þegar kom að bardaganum gegn TJ Dillashaw þann 24. maí 2014. Barao var bantamvigtarmeistari UFC og að margra mati einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Andstæðingur hans átti ekki mikla möguleika samkvæmt veðbönkum. Dillashaw þótti efnilegur en full óreyndur fyrir bardaga að þessari stærðargráðu og bjóst enginn við öðru en enn öðrum sigri Barao. Öllum að óvörum gjörsigraði Dillashaw hinn brasilíska Barao. Hann hafði yfirburði frá fyrstu sekúndu bardagans þangað til hann rotaði Barao í fimmtu og síðustu lotunni með hásparki. Hér má sjá bardaga þeirra í heild sinni og frábæran upphitunarþátt UFC. Kapparnir áttu að mætast aftur í ágúst í fyrra en bardaginn var blásinn af aðeins sólarhringi fyrir bardagann. Daginn sem vigtunin fór fram var Barao lagður inn á sjúkrahús þar sem hann hafði reynt að skera of mikið niður til að ná 135 punda takmarkinu og var því meinað að keppa. Í hans stað kom Joe Soto sem Dillashaw sigraði með hásparki í 5. lotu eftir mikla yfirburði. Í fyrri bardaga Dillashaw og Barao tókst Dillashaw að kýla Barao niður í fyrstu lotu. Margir vilja meina (þar á meðal Barao og hans lið) að Barao hafi ekki getað jafnað sig eftir þetta högg og því hafi sigur Dillashaw verið svo sannfærandi. Aðrir telja að Dillashaw sé einfaldlega betri bardagamaður en Barao. Hversu miklu máli skipti þetta högg í fyrstu lotu? Þetta er spurning sem bardagaaðdáendur hafa deilt um í rúmt ár og á morgun verður henni svarað. Að þessu sinni er Dillashaw sigurstranglegri samkvæmt veðbönkum og því hefur taflið snúist við. Barao getur þó hefnt ófaranna frá því í fyrra og endurheimt beltið. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC on Fox 16 bardagakvöldinu sem fer fram í kvöld. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í bantamvigt: TJ Dillashaw gegn Renan BaraoBantamvigt kvenna: Miesha Tate gegn Jessica EyeLéttvigt: Edson Barboza gegn Paul FelderLéttvigt: Joe Lauzon gegn Takenori Gomi MMA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan mættust þeir Renan Barao og TJ Dillashaw um bantamvigtarbelti UFC. Fyrir bardagann var Barao mun sigurstranglegri en eftir sannfærandi en óvæntan sigur Dillashaw hefur taflið snúist við. Renan Barao hafði ekki tapað í 33 bardögum í röð þegar kom að bardaganum gegn TJ Dillashaw þann 24. maí 2014. Barao var bantamvigtarmeistari UFC og að margra mati einn besti bardagamaður heims pund fyrir pund. Andstæðingur hans átti ekki mikla möguleika samkvæmt veðbönkum. Dillashaw þótti efnilegur en full óreyndur fyrir bardaga að þessari stærðargráðu og bjóst enginn við öðru en enn öðrum sigri Barao. Öllum að óvörum gjörsigraði Dillashaw hinn brasilíska Barao. Hann hafði yfirburði frá fyrstu sekúndu bardagans þangað til hann rotaði Barao í fimmtu og síðustu lotunni með hásparki. Hér má sjá bardaga þeirra í heild sinni og frábæran upphitunarþátt UFC. Kapparnir áttu að mætast aftur í ágúst í fyrra en bardaginn var blásinn af aðeins sólarhringi fyrir bardagann. Daginn sem vigtunin fór fram var Barao lagður inn á sjúkrahús þar sem hann hafði reynt að skera of mikið niður til að ná 135 punda takmarkinu og var því meinað að keppa. Í hans stað kom Joe Soto sem Dillashaw sigraði með hásparki í 5. lotu eftir mikla yfirburði. Í fyrri bardaga Dillashaw og Barao tókst Dillashaw að kýla Barao niður í fyrstu lotu. Margir vilja meina (þar á meðal Barao og hans lið) að Barao hafi ekki getað jafnað sig eftir þetta högg og því hafi sigur Dillashaw verið svo sannfærandi. Aðrir telja að Dillashaw sé einfaldlega betri bardagamaður en Barao. Hversu miklu máli skipti þetta högg í fyrstu lotu? Þetta er spurning sem bardagaaðdáendur hafa deilt um í rúmt ár og á morgun verður henni svarað. Að þessu sinni er Dillashaw sigurstranglegri samkvæmt veðbönkum og því hefur taflið snúist við. Barao getur þó hefnt ófaranna frá því í fyrra og endurheimt beltið. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC on Fox 16 bardagakvöldinu sem fer fram í kvöld. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í bantamvigt: TJ Dillashaw gegn Renan BaraoBantamvigt kvenna: Miesha Tate gegn Jessica EyeLéttvigt: Edson Barboza gegn Paul FelderLéttvigt: Joe Lauzon gegn Takenori Gomi
MMA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn