Vantar tekjur til að standa undir þjónustu við ferðamenn Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. júlí 2015 19:00 Reykjavíkurborg hefur ekki notið aukins ferðamannafjölda í borginni í formi hærri skatttekna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill að Reykjavík fái gistináttagjald á reykvískum hótelum til að standa straum af kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur. Ef spár ganga eftir munu tvær milljónir ferðamanna sækja landið heim árið 2018. Mikil aukning ferðamanna hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir íslensk sveitarfélög vegna þjónustu við þá. Vegna ferðamannastraumsins og þess kostnaðar sem sveitarfélögin bera vegna hans hafa vaknað spurningar um hvort sanngjarnt sé að sveitarfélög, eins og Reykjavík, fái auknar skatttekjur til að mæta kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. Auk sorphirðu og viðhalds helstu innviða má nefna hér sundlaugar Reykjavíkurborgar en ferðamenn sem sækja borgina njóta þess að reykvískir skattgreiðendur niðurgreiða sundferðir þeirra enda greiða þeir sama verð fyrir miðann í laugina og íbúarnir.Hafa ekki séð auknar skatttekjur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að borgin hafi ekki séð auknar skatttekjur vegna ferðamannastraumsins. „Við sjáum það ekki eins mikið í útsvarinu eins og við hefðum getað búist við. Skatttekjur af ferðamönnum renna fyrst og fremst til ríkisins í formi virðisaukaskatts og gistináttagjalds,“ segir Dagur. Hann segir eðlilegt að Reykjavíkurborg fái gistináttagjaldið til að mæta auknum kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. „Við höfum fært rök fyrir því að Reykjavík og sveitarfélögin fái gistináttagjaldið, sem um allan heim eru sveitarfélagaskattar, til að standa straum af meiri umhirðu, innviðum og öðru sem við þurfum að standa undir.“Skattkerfisbreytingar skoðaðar í samráði við fjármálaráðuneytið „Við vitum að sveitarfélögin bera mikinn kostnað af ferðaþjónustunni án þess að fá sambærilegar tekjur og renna í ríkissjóð. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða í samráði við fjármálaráðuneytið og við erum að skoða þessi mál,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra. Borgarstjóri segir vel geta hugsað sér fyrirkomulag þar sem gistináttagjaldið skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. „Við erum alveg opin fyrir öllum útfærslum á því. Það er markmiðið sem skiptir mestu máli. Þar sem álagið er, þar sem fjárfesta þarf í innviðum, veita þjónustu og leggja pening í rekstur, þar komi tekjurnar á móti,“ segir Dagur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur ekki notið aukins ferðamannafjölda í borginni í formi hærri skatttekna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill að Reykjavík fái gistináttagjald á reykvískum hótelum til að standa straum af kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur. Ef spár ganga eftir munu tvær milljónir ferðamanna sækja landið heim árið 2018. Mikil aukning ferðamanna hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir íslensk sveitarfélög vegna þjónustu við þá. Vegna ferðamannastraumsins og þess kostnaðar sem sveitarfélögin bera vegna hans hafa vaknað spurningar um hvort sanngjarnt sé að sveitarfélög, eins og Reykjavík, fái auknar skatttekjur til að mæta kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. Auk sorphirðu og viðhalds helstu innviða má nefna hér sundlaugar Reykjavíkurborgar en ferðamenn sem sækja borgina njóta þess að reykvískir skattgreiðendur niðurgreiða sundferðir þeirra enda greiða þeir sama verð fyrir miðann í laugina og íbúarnir.Hafa ekki séð auknar skatttekjur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að borgin hafi ekki séð auknar skatttekjur vegna ferðamannastraumsins. „Við sjáum það ekki eins mikið í útsvarinu eins og við hefðum getað búist við. Skatttekjur af ferðamönnum renna fyrst og fremst til ríkisins í formi virðisaukaskatts og gistináttagjalds,“ segir Dagur. Hann segir eðlilegt að Reykjavíkurborg fái gistináttagjaldið til að mæta auknum kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. „Við höfum fært rök fyrir því að Reykjavík og sveitarfélögin fái gistináttagjaldið, sem um allan heim eru sveitarfélagaskattar, til að standa straum af meiri umhirðu, innviðum og öðru sem við þurfum að standa undir.“Skattkerfisbreytingar skoðaðar í samráði við fjármálaráðuneytið „Við vitum að sveitarfélögin bera mikinn kostnað af ferðaþjónustunni án þess að fá sambærilegar tekjur og renna í ríkissjóð. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða í samráði við fjármálaráðuneytið og við erum að skoða þessi mál,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra. Borgarstjóri segir vel geta hugsað sér fyrirkomulag þar sem gistináttagjaldið skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. „Við erum alveg opin fyrir öllum útfærslum á því. Það er markmiðið sem skiptir mestu máli. Þar sem álagið er, þar sem fjárfesta þarf í innviðum, veita þjónustu og leggja pening í rekstur, þar komi tekjurnar á móti,“ segir Dagur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira