Ráðherra útilokar ekki gjaldtöku á Laugaveginum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2015 10:34 Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segist ekki vera mótfallin því að rukka þá sem ganga Laugaveginn frá Landamannalaugum til Þórsmerkur. Þá segir hún „vel geta verið“ að göngufólk verði skikkað til að vera með leiðsögumann þegar það hyggst ganga leiðina. Þetta kom fram í Bítinu í morgun þar sem Ragnheiður var gestur þeirra Sigurjóns M. Egilssonar og Gulla Helga. Þar ræddi hún stöðuna sem upp er komin vegna hins mikla fjölda ferðamanna hér á landi, hvernig best skuli varðveita ímynd Íslands sem áfangastaðar og gagnrýnina sem hún hefur mátt sæta vegna meints aðgerðaleysis í málaflokknum. Ragnheiður vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna og reifaði þá vinnu sem hefur átt sér stað innan ráðuneytisins - til að mynda þá stefnumótun sem sé í gangi í málefnum ferðamanna.Þarfa að huga að tærleika vörunnar Ísland Ráðherrann sagði að við stefnumótunarvinnuna væri mikið litið til fordæma utan úr heimi, svo sem til Nýja-Sjálands en Nýsjálendingar eru eins og Íslendingar, „með svona vinsælar leiðir eins og Laugaveginn.“ „Hvað gera þeir, þeir eru bara með betra skipulag heldur en við erum með. Þeir segja það er bara leyfilegt labba úr þessari átt og þangað, það eru bara ákveðin slott, það eru ákveðnir göngustígar og það eru bara viðurlög við því að víkja frá þeim og ef að einhver myndi voga sér að skilja eftir rusl þar þá er það bara refsivert. Þetta eitthvað sem við eigum bara að gera,“ sagði ráðherrann. Talið barst þá að gjaldtöku.Af hverju má ekki kosta að ganga Laugaveginn?„Nákvæmlega,“ sagði Ragnheiður. „Ég er ekkert á móti því. Og þurfum við að skikka að vera með leiðsögumann? Það getur bara vel verið.“ Til þess að tryggja þær náttúruauðlindir sem farið sé að ganga á með auknum straumi ferðamanna taldi ráðherrann að nauðsynlegt sé að leita leiða sem þessa til að tryggja að varan Íslands sé sem tærust og sem fallegust. Spjall þeirra Ragnheiðar, Sigurjóns og Gulla má heyra í heild sinni hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segist ekki vera mótfallin því að rukka þá sem ganga Laugaveginn frá Landamannalaugum til Þórsmerkur. Þá segir hún „vel geta verið“ að göngufólk verði skikkað til að vera með leiðsögumann þegar það hyggst ganga leiðina. Þetta kom fram í Bítinu í morgun þar sem Ragnheiður var gestur þeirra Sigurjóns M. Egilssonar og Gulla Helga. Þar ræddi hún stöðuna sem upp er komin vegna hins mikla fjölda ferðamanna hér á landi, hvernig best skuli varðveita ímynd Íslands sem áfangastaðar og gagnrýnina sem hún hefur mátt sæta vegna meints aðgerðaleysis í málaflokknum. Ragnheiður vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna og reifaði þá vinnu sem hefur átt sér stað innan ráðuneytisins - til að mynda þá stefnumótun sem sé í gangi í málefnum ferðamanna.Þarfa að huga að tærleika vörunnar Ísland Ráðherrann sagði að við stefnumótunarvinnuna væri mikið litið til fordæma utan úr heimi, svo sem til Nýja-Sjálands en Nýsjálendingar eru eins og Íslendingar, „með svona vinsælar leiðir eins og Laugaveginn.“ „Hvað gera þeir, þeir eru bara með betra skipulag heldur en við erum með. Þeir segja það er bara leyfilegt labba úr þessari átt og þangað, það eru bara ákveðin slott, það eru ákveðnir göngustígar og það eru bara viðurlög við því að víkja frá þeim og ef að einhver myndi voga sér að skilja eftir rusl þar þá er það bara refsivert. Þetta eitthvað sem við eigum bara að gera,“ sagði ráðherrann. Talið barst þá að gjaldtöku.Af hverju má ekki kosta að ganga Laugaveginn?„Nákvæmlega,“ sagði Ragnheiður. „Ég er ekkert á móti því. Og þurfum við að skikka að vera með leiðsögumann? Það getur bara vel verið.“ Til þess að tryggja þær náttúruauðlindir sem farið sé að ganga á með auknum straumi ferðamanna taldi ráðherrann að nauðsynlegt sé að leita leiða sem þessa til að tryggja að varan Íslands sé sem tærust og sem fallegust. Spjall þeirra Ragnheiðar, Sigurjóns og Gulla má heyra í heild sinni hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Sjá meira