Daily Record stráir salti í sár Stjörnunnar með háði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júlí 2015 10:30 Vísir/Getty „Mér fannst hrokinn skína af þeim. Þeir höguðu sér ekki nógu vel og mikið verið að gera lítið úr okkur - bæði fjölmiðlar og aðrir. Það er bara óþarfi.“ Þetta sagði Ólafur Karl Finsen, markaskorari Stjörnunnar, eftir tapið gegn Celtic á heimavelli í gær. Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en getur gengið frá verkefninu með reisn. Ef mark má umfjöllun skoskra fjölmiðla í morgun, sérstaklega götublaðsins Daily Record, hitti Ólafur Karl naglann á höfuðið. Skrif Gary Ralston um viðureign gærkvöldsins á Samsung-vellinum er gegnumsýrð af virðingaleysi um íslenska knattspyrnu, Stjörnuna og heimavöll félagsins. „Ísland má eiga öskuna [e. ash], skosku meistaranir eru enn með augastað á seðlunum [e. cash],“ skrifaði hann meðal annars og sagði að Celtic gæti enn leyft sér dreyma um þann gríðarlega fjárhagslega vinning sem lið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fá. Ralston sagði að í samanburði við Samsung-völlinn, heimavöll Stjörnunnar, liti heimavöllur Inverness Caledonian Thistle eins og Santiago Bernabeu í Madríd. „Það er sundlaug fyrir aftan einu stúkuna við völlinn, leikvöllur fyrir aftan annað markið og trjágróður við einn enda vallarins sem skýlir honum álíka mikið fyrir vindinum og netabolur.“ Rolston heldur að Stjarnan sé úthverfi Reykjavíkuborgar sem heiti „Goldabaer“ og nefnir að Latibær eigi rætur sínar að rekja til Garðabæjar. „En um leið og Bitton kom Celtic 3-1 yfir samanlagt hafi sjálfur íþróttaálfurinn ekki einu sinni náð að koma Stjörnumönnum til bjargar.“ Ralston má þó eiga að hann hrósaði Silfurskeiðinni, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, sem sungu látlaust allan leikinn. „Þeir eru mögulega fyrstu stuðningsmenn sögunnar sem kyrja lag eftir Leonard Cohen í stúkunni. Útgáfa þeirra af laginu Hallelujah hefði fengið gamla manninn til að brosa.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rúnar Páll: Dómarinn var drullulélegur Þjálfari Stjörnunnar segir augljóst að brotið var á leikmönnum Stjörnunnar þegar Celtic jafnaði metin í kvöld. 22. júlí 2015 22:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Celtic 1-4 | Skotarnir kláruðu skylduverkið Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeild Evrópu eftir 6-1 samanlagt tap fyrir Celtic frá Skotlandi. 22. júlí 2015 22:30 Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58 Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30 Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Segja aðstæður í Garðbæ í sama gæðaflokki og utandeildar- og "bumbubolti“ í Skotlandi. 22. júlí 2015 10:00 Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
„Mér fannst hrokinn skína af þeim. Þeir höguðu sér ekki nógu vel og mikið verið að gera lítið úr okkur - bæði fjölmiðlar og aðrir. Það er bara óþarfi.“ Þetta sagði Ólafur Karl Finsen, markaskorari Stjörnunnar, eftir tapið gegn Celtic á heimavelli í gær. Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en getur gengið frá verkefninu með reisn. Ef mark má umfjöllun skoskra fjölmiðla í morgun, sérstaklega götublaðsins Daily Record, hitti Ólafur Karl naglann á höfuðið. Skrif Gary Ralston um viðureign gærkvöldsins á Samsung-vellinum er gegnumsýrð af virðingaleysi um íslenska knattspyrnu, Stjörnuna og heimavöll félagsins. „Ísland má eiga öskuna [e. ash], skosku meistaranir eru enn með augastað á seðlunum [e. cash],“ skrifaði hann meðal annars og sagði að Celtic gæti enn leyft sér dreyma um þann gríðarlega fjárhagslega vinning sem lið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fá. Ralston sagði að í samanburði við Samsung-völlinn, heimavöll Stjörnunnar, liti heimavöllur Inverness Caledonian Thistle eins og Santiago Bernabeu í Madríd. „Það er sundlaug fyrir aftan einu stúkuna við völlinn, leikvöllur fyrir aftan annað markið og trjágróður við einn enda vallarins sem skýlir honum álíka mikið fyrir vindinum og netabolur.“ Rolston heldur að Stjarnan sé úthverfi Reykjavíkuborgar sem heiti „Goldabaer“ og nefnir að Latibær eigi rætur sínar að rekja til Garðabæjar. „En um leið og Bitton kom Celtic 3-1 yfir samanlagt hafi sjálfur íþróttaálfurinn ekki einu sinni náð að koma Stjörnumönnum til bjargar.“ Ralston má þó eiga að hann hrósaði Silfurskeiðinni, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, sem sungu látlaust allan leikinn. „Þeir eru mögulega fyrstu stuðningsmenn sögunnar sem kyrja lag eftir Leonard Cohen í stúkunni. Útgáfa þeirra af laginu Hallelujah hefði fengið gamla manninn til að brosa.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rúnar Páll: Dómarinn var drullulélegur Þjálfari Stjörnunnar segir augljóst að brotið var á leikmönnum Stjörnunnar þegar Celtic jafnaði metin í kvöld. 22. júlí 2015 22:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Celtic 1-4 | Skotarnir kláruðu skylduverkið Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeild Evrópu eftir 6-1 samanlagt tap fyrir Celtic frá Skotlandi. 22. júlí 2015 22:30 Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58 Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30 Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Segja aðstæður í Garðbæ í sama gæðaflokki og utandeildar- og "bumbubolti“ í Skotlandi. 22. júlí 2015 10:00 Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
Rúnar Páll: Dómarinn var drullulélegur Þjálfari Stjörnunnar segir augljóst að brotið var á leikmönnum Stjörnunnar þegar Celtic jafnaði metin í kvöld. 22. júlí 2015 22:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Celtic 1-4 | Skotarnir kláruðu skylduverkið Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeild Evrópu eftir 6-1 samanlagt tap fyrir Celtic frá Skotlandi. 22. júlí 2015 22:30
Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58
Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30
Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Segja aðstæður í Garðbæ í sama gæðaflokki og utandeildar- og "bumbubolti“ í Skotlandi. 22. júlí 2015 10:00
Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14