Ole Gunnar Solskjær staddur á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 20:42 Ole Gunnar Solskjær kvaddi Manchester United sem Englandsmeistari í byrjun tímabilsins 2007. vísir/getty Rey Cup, hið alþjóðlega barna- og unglingamót sem haldið er á ári hverju í Laugardalnum, var sett í kvöld með pomp og prakt. Að þessu sinni taka 88 lið þátt í mótinu en keppendur eru 1.250 og verða leiknir yfir 270 leikir á sjö völlum frá átta á morgnanna til sjö á kvöldin. Í gegnum tíðina hafa mörg erlend félög sótt Rey Cup og á því er engin breyting núna. Eitt liðanna sem spilar í Laugardalnum er norska liðið Kristiansund. Með því spilar Noah Solskjær, eldri sonur Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherja Manchester United á Englandi. Solskjær er frá Kristiansund og flutti hann aftur heim eftir að hann var rekinn frá Cardiff á síðasta ári. Noah þykir nokkuð efnilegur knattspyrnumaður. Ole Gunnar Solskjær er mættur til Íslands, samkvæmt heimildum Vísis, og mun fylgjast með syni sínum keppa á Rey Cup í vikunni. Keppni hefst á morgun.Sir Alex Ferguson færir Ole Gunnar Solskjær minnisvarða um stundina ótrúlegu á Nývangi.vísir/gettyHetjan í Barcelona Ole Gunnar Solskjær er 42 ára gamall, en hann gekk í raðir Manchester United frá Molde árið 1996. Hann skoraði 91 deildarmark í 235 leikjum frá 1996-2007, en Norðmaðurinn glímdi við mikið af meiðslum. Hann var álitinn einn besti varamaður heims, en Solskjær var afskaplega góður í því að koma inn af bekknum og skora. Þrennutímabilið 1998-1999 skoraði hann fjögur mörk eftir að hann kom inn á í seinni hálfleik gegn Nottingham Forest í leik sem lauk með 8-1 sigri United. Sama tímabil stimplaði hann sig í sögubækur Manchester United um alla eilífð þegar hann skoraði sigurmarkið í Meistaradeildinni gegn Bayern München á Nývangi í uppbótartíma eftir að Teddy Sheringham jafnaði metin skömmu áður. Hann varð sex sinnum Englandsmeistari með Manchester United og bikarmeistari í tvígang. Solskjær lagði skóna á hilluna sem meistari árið 2007 og gerðist þjálfari hjá yngri liðum United. Hann tók við Molde árið 2011 og gerði liðið að meisturum tvö ár í röð áður en hann var ráðinn sem knattspyrnustjóri Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Norðmaðurinn var rekinn þaðan 2014 og hefur hann verið atvinnulaus síðan. Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira
Rey Cup, hið alþjóðlega barna- og unglingamót sem haldið er á ári hverju í Laugardalnum, var sett í kvöld með pomp og prakt. Að þessu sinni taka 88 lið þátt í mótinu en keppendur eru 1.250 og verða leiknir yfir 270 leikir á sjö völlum frá átta á morgnanna til sjö á kvöldin. Í gegnum tíðina hafa mörg erlend félög sótt Rey Cup og á því er engin breyting núna. Eitt liðanna sem spilar í Laugardalnum er norska liðið Kristiansund. Með því spilar Noah Solskjær, eldri sonur Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherja Manchester United á Englandi. Solskjær er frá Kristiansund og flutti hann aftur heim eftir að hann var rekinn frá Cardiff á síðasta ári. Noah þykir nokkuð efnilegur knattspyrnumaður. Ole Gunnar Solskjær er mættur til Íslands, samkvæmt heimildum Vísis, og mun fylgjast með syni sínum keppa á Rey Cup í vikunni. Keppni hefst á morgun.Sir Alex Ferguson færir Ole Gunnar Solskjær minnisvarða um stundina ótrúlegu á Nývangi.vísir/gettyHetjan í Barcelona Ole Gunnar Solskjær er 42 ára gamall, en hann gekk í raðir Manchester United frá Molde árið 1996. Hann skoraði 91 deildarmark í 235 leikjum frá 1996-2007, en Norðmaðurinn glímdi við mikið af meiðslum. Hann var álitinn einn besti varamaður heims, en Solskjær var afskaplega góður í því að koma inn af bekknum og skora. Þrennutímabilið 1998-1999 skoraði hann fjögur mörk eftir að hann kom inn á í seinni hálfleik gegn Nottingham Forest í leik sem lauk með 8-1 sigri United. Sama tímabil stimplaði hann sig í sögubækur Manchester United um alla eilífð þegar hann skoraði sigurmarkið í Meistaradeildinni gegn Bayern München á Nývangi í uppbótartíma eftir að Teddy Sheringham jafnaði metin skömmu áður. Hann varð sex sinnum Englandsmeistari með Manchester United og bikarmeistari í tvígang. Solskjær lagði skóna á hilluna sem meistari árið 2007 og gerðist þjálfari hjá yngri liðum United. Hann tók við Molde árið 2011 og gerði liðið að meisturum tvö ár í röð áður en hann var ráðinn sem knattspyrnustjóri Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Norðmaðurinn var rekinn þaðan 2014 og hefur hann verið atvinnulaus síðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira