Heimsleikarnir í CrossFit: Íslendingarnir ofarlega eftir fyrstu greinar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. júlí 2015 17:15 Katrín Tanja Davíðsdóttir mynd/instagram síða katrínar Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslensku keppendanna eftir fyrstu greinina í einstaklingsflokki en hann er í sjötta sæti í karlaflokki. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í áttunda sæti í kvennaflokki. Annie Mist Þórisdóttir lauk keppni í fyrstu greininni í 13. sæti, Katrín Tanja Davíðsdóttir var í því átjánda og Þuríður Erla Helgadóttir endaði í 22. sæti. Alls eru fjörutíu keppendur í hvorum flokki. Lið CrossFit Reykjavíkur endaði í 27. sæti í liðakeppninni. CrossFit Reykjavík hleypur í boðhlaupi klukkan 21.00. Næst kemur að konunum sem takast á við sandpokana á eftirfarandi tímasetningum; Þuríður Erla klukkan 22.40, Katrín Tanja 23.20, Ragnheiður Sara 23.40 og Annie Mist á miðnætti. Björgvin Karl keppir ekki fyrr en klukkan 01.40. Fyrstu íslensku keppendurnir á Heimsleikunum í CrossFit voru ræstir út klukkan 14.00 að íslenskum tíma er fyrsta WOD í kvennaflokki hófst. Karlarnir fóru í sjóinn klukkutíma síðar og liðin eru í honum nú um klukkan 18. Beina útsendingu frá keppninni má finna hér á Vísi. Fyrsti viðburður dagsins fór fram í vatni. Fyrst þurftu keppendur að synda 500 metra í sjónum, næla sér í sérstakt bretti sem þeir réru tvær mílur á. Að endingu lýkur þurftu þeir að synda 500 metra á ný. Síðari keppnisgreinin felst í að færa sandpoka milli staða. Keppnin fer fram á íþróttavelli og byrja keppendur efst í stúkunni norðan megin. Þaðan þurfa þeir að flytja sandpokana niður á völlinn, yfir hann þveran og upp í stúkuna hinum megin. Hægt er að brúka hjólbörur til verksins. „Miðvikudagurinn er oftast frekar óútreiknanlegur. Fæstir hafa prufað þetta bretti áður og hvað þá í tvær mílur,“ segir Björgvin Karl Guðmundsson. „Ég er nokkuð öruggur með mig í sjósundi og mér gekk ágætlega að æfa mig á brettinu. Hjólbörukeppnin er nokkuð óútreiknanlegt en það hjálpar að vera hávaxinn.“ „Ég er spennt fyrir því að byrja. Undirbúningur hefur gengið vel og ég held ég sé tilbúin,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Ég hef bætt mig mikið í sjónum en þetta bretti er smá óvissuþáttur. Ekkert okkar hefur prófað það áður svo þetta er bara spurning hver neglir þetta á staðnum.“ Liði CrossFit Reykjavíkur bíður einnig grein í sjónum. Fyrra WOD-ið snýst um að lyfta svokölluðum „ormi“ 75 sinnum áður en þau synda með bát 500 yarda. Því næst er „orminum“ lyft 50 sinnum og aðrir 500 yardar teknir í vatninu með bátinn. Að lokum er orminum lyft 25 sinnum. Síðari keppnin er boðhlaup þar sem hver liðsmaður hleypur eina mílu og klukkar þann næsta til að senda hann af stað. „Fyrsta æfingin leggst nokkuð vel í liðið. Allir eru spenntir fyrir því að byrja þó bæði ormurinn og báturinn sé eitthvað sem vði höfum ekki prófað áður. Samvinna skiptir öllu máli í þessu og það er það sem við höfum unnið mest að,“ segja meðlimir um komandi átök. Beina útsendingu frá liðakeppninni er að finna hér að neðan en í fréttinni miðri er bein útsending frá einstaklingskeppninni. Neðst fylgir síðan mánudagskvöldverðurinn þar sem keppendum var sagt frá fyrstu þrautunum sem biðu þeirra. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Helmingur framlags Evrópu á heimsleikunum í Crossfit kemur frá Íslandi. Vísir kynnir keppendurna til sögunnar, hitar upp fyrir leikana og fylgist með þeim frá degi eitt. 20. júlí 2015 19:30 Kynning á keppendum Heimsleikanna: CrossFit Reykjavík keppir í liðaflokki Alls eru þrettán íslenskir keppendur, séu varamenn taldir með, á Heimsleikunum í CrossFit. Þeir fara á fullt á morgun. Vísir hitar upp fyrir leikana og fylgist með frá upphafi. 21. júlí 2015 12:45 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslensku keppendanna eftir fyrstu greinina í einstaklingsflokki en hann er í sjötta sæti í karlaflokki. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í áttunda sæti í kvennaflokki. Annie Mist Þórisdóttir lauk keppni í fyrstu greininni í 13. sæti, Katrín Tanja Davíðsdóttir var í því átjánda og Þuríður Erla Helgadóttir endaði í 22. sæti. Alls eru fjörutíu keppendur í hvorum flokki. Lið CrossFit Reykjavíkur endaði í 27. sæti í liðakeppninni. CrossFit Reykjavík hleypur í boðhlaupi klukkan 21.00. Næst kemur að konunum sem takast á við sandpokana á eftirfarandi tímasetningum; Þuríður Erla klukkan 22.40, Katrín Tanja 23.20, Ragnheiður Sara 23.40 og Annie Mist á miðnætti. Björgvin Karl keppir ekki fyrr en klukkan 01.40. Fyrstu íslensku keppendurnir á Heimsleikunum í CrossFit voru ræstir út klukkan 14.00 að íslenskum tíma er fyrsta WOD í kvennaflokki hófst. Karlarnir fóru í sjóinn klukkutíma síðar og liðin eru í honum nú um klukkan 18. Beina útsendingu frá keppninni má finna hér á Vísi. Fyrsti viðburður dagsins fór fram í vatni. Fyrst þurftu keppendur að synda 500 metra í sjónum, næla sér í sérstakt bretti sem þeir réru tvær mílur á. Að endingu lýkur þurftu þeir að synda 500 metra á ný. Síðari keppnisgreinin felst í að færa sandpoka milli staða. Keppnin fer fram á íþróttavelli og byrja keppendur efst í stúkunni norðan megin. Þaðan þurfa þeir að flytja sandpokana niður á völlinn, yfir hann þveran og upp í stúkuna hinum megin. Hægt er að brúka hjólbörur til verksins. „Miðvikudagurinn er oftast frekar óútreiknanlegur. Fæstir hafa prufað þetta bretti áður og hvað þá í tvær mílur,“ segir Björgvin Karl Guðmundsson. „Ég er nokkuð öruggur með mig í sjósundi og mér gekk ágætlega að æfa mig á brettinu. Hjólbörukeppnin er nokkuð óútreiknanlegt en það hjálpar að vera hávaxinn.“ „Ég er spennt fyrir því að byrja. Undirbúningur hefur gengið vel og ég held ég sé tilbúin,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Ég hef bætt mig mikið í sjónum en þetta bretti er smá óvissuþáttur. Ekkert okkar hefur prófað það áður svo þetta er bara spurning hver neglir þetta á staðnum.“ Liði CrossFit Reykjavíkur bíður einnig grein í sjónum. Fyrra WOD-ið snýst um að lyfta svokölluðum „ormi“ 75 sinnum áður en þau synda með bát 500 yarda. Því næst er „orminum“ lyft 50 sinnum og aðrir 500 yardar teknir í vatninu með bátinn. Að lokum er orminum lyft 25 sinnum. Síðari keppnin er boðhlaup þar sem hver liðsmaður hleypur eina mílu og klukkar þann næsta til að senda hann af stað. „Fyrsta æfingin leggst nokkuð vel í liðið. Allir eru spenntir fyrir því að byrja þó bæði ormurinn og báturinn sé eitthvað sem vði höfum ekki prófað áður. Samvinna skiptir öllu máli í þessu og það er það sem við höfum unnið mest að,“ segja meðlimir um komandi átök. Beina útsendingu frá liðakeppninni er að finna hér að neðan en í fréttinni miðri er bein útsending frá einstaklingskeppninni. Neðst fylgir síðan mánudagskvöldverðurinn þar sem keppendum var sagt frá fyrstu þrautunum sem biðu þeirra.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Helmingur framlags Evrópu á heimsleikunum í Crossfit kemur frá Íslandi. Vísir kynnir keppendurna til sögunnar, hitar upp fyrir leikana og fylgist með þeim frá degi eitt. 20. júlí 2015 19:30 Kynning á keppendum Heimsleikanna: CrossFit Reykjavík keppir í liðaflokki Alls eru þrettán íslenskir keppendur, séu varamenn taldir með, á Heimsleikunum í CrossFit. Þeir fara á fullt á morgun. Vísir hitar upp fyrir leikana og fylgist með frá upphafi. 21. júlí 2015 12:45 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Helmingur framlags Evrópu á heimsleikunum í Crossfit kemur frá Íslandi. Vísir kynnir keppendurna til sögunnar, hitar upp fyrir leikana og fylgist með þeim frá degi eitt. 20. júlí 2015 19:30
Kynning á keppendum Heimsleikanna: CrossFit Reykjavík keppir í liðaflokki Alls eru þrettán íslenskir keppendur, séu varamenn taldir með, á Heimsleikunum í CrossFit. Þeir fara á fullt á morgun. Vísir hitar upp fyrir leikana og fylgist með frá upphafi. 21. júlí 2015 12:45