Bandaríski auðjöfurinn og forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur neitað að biðjast afsökunar á orðum sínum um að öldungadeildarþingmaðurinn John McCain væri ekki „stríðshetja“.
Trump lét orðin falla á fundi í Iowa á laugardag og hafa þau sætt mikilli gagnrýni.
Fréttamaður sjónvarpsstöðvarinnar ABC spurði Trump í viðtali hvort hann ætti ekki að biðja McCain, sem var stríðsfangi í Víetnam um fimm ára skeið, afsökunar. „Nei, alls ekki. Fólk barðist ötullega,var ekki tekið til fanga og þurfti að þola margt. Enginn lofar þá. Enginn talar um þá. Þeir eru gleymdir. Og það þykir mér miður, ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Trump, sem bætti við að þetta fólk væru líka hetjur.
Í samtali við Fox News hélt Trump svo árásum sínum á McCain áfram og sakaði hann um hafa ekki skilað miklu til þess að bæta heilsuvernd fyrrum hermanna. „Þetta er allt í orði en ekkert á borði hjá honum.“
Trump neitar að biðjast afsökunar á orðum um McCain

Tengdar fréttir

Trump um McCain: „Mér líkar við fólk sem var ekki tekið til fanga“
Donald Trump gagnrýndi fyrrum forsetaframbjóðandann John McCain á kosningafundi fyrr í dag og sagði hann ekki vera „stríðshetju“.

Trump enn efstur eftir umdeild ummæli
Hjólin eru farin að snúast í aðdraganda kosninga í Bandaríkjunum og eru kappræður á næsta leiti.