Mazda hættir sölu Mazda5 vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2015 09:11 Mazda5 fjölnotabíllinn. Mazda hefur verið iðið við kynningu nýrra bíla undanfarið en ein gerð Mazda bíla mun þó hverfa að sjónarsviðinu í Bandaríkjunum á þessu ári, þ.e. Mazda 5 fjölnotabíllinn. Mazda5 er þeirrar gerðar bíll sem margir hafa nefnt strumpastrætóa og falla í flokk MPV-bíla (Multi Purpose Vehicle). Slíkir bílar hafa verið mjög á undanhaldi og jeppar og jepplingar að mestu leyst þá af hólmi. Því hafa fleiri bílaframleiðendur en Mazda lagt af slíka bíla. Mazda mun hætta sölu hans á þessu ári. Mazda5 hefur reyndar aldrei verið neinn magnsölubíll og á sínu besta ári í Bandaríkjunum, árið 2008, seldust ekki nema 22.000 eintök af bílnum. Nú seljast ekki nema ríflega 10.000 eintök af honum þar á ári og með því telur hann ekki nema um 4% af heildarsölu Mazda vestanhafs. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent
Mazda hefur verið iðið við kynningu nýrra bíla undanfarið en ein gerð Mazda bíla mun þó hverfa að sjónarsviðinu í Bandaríkjunum á þessu ári, þ.e. Mazda 5 fjölnotabíllinn. Mazda5 er þeirrar gerðar bíll sem margir hafa nefnt strumpastrætóa og falla í flokk MPV-bíla (Multi Purpose Vehicle). Slíkir bílar hafa verið mjög á undanhaldi og jeppar og jepplingar að mestu leyst þá af hólmi. Því hafa fleiri bílaframleiðendur en Mazda lagt af slíka bíla. Mazda mun hætta sölu hans á þessu ári. Mazda5 hefur reyndar aldrei verið neinn magnsölubíll og á sínu besta ári í Bandaríkjunum, árið 2008, seldust ekki nema 22.000 eintök af bílnum. Nú seljast ekki nema ríflega 10.000 eintök af honum þar á ári og með því telur hann ekki nema um 4% af heildarsölu Mazda vestanhafs.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent