Gekk nakinn eftir Laugaveginum Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2015 11:53 Fjöldi fólks fer um Laugaveginn á degi hverjum. Vísir Laugavegurinn státar jafnan af fjölbreyttu mannlífi og ekki síst nú í sumar þar sem fjöldi ferðamanna er vanalega þar á ferð á hverjum degi. Nú í morgun blasti við óvenjuleg sjón því nakinn karlmaður sást ganga eftir götunni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til og hafði afskipti af manninum. Þess ber að geta að ekkert ákvæði í hegningar- eða lögreglulögum leggur blátt bann við nekt á almannafæri. Á Vísindavef Háskóla Íslands er tekið fram að í 209. grein hegningarlaga sé að finna bann við því að særa blygðunarkennd manna með lostugu athæfi en sennilega þyrfti meira til en bara nekt á almannafæri til að brotið yrði fellt undir það ákvæði. Á Vísindavefnum er þó tekið fram að í lögreglusamþykktum margra sveitarfélaga sé að finna ákvæði sem fela í sér bann við ósæmilegri háttsemi eða hegðun og getur nekt á almannafæri fallið þar undir. Ef nektin er til þess fallin að ögra fólki eða valda ónæði þá er líklegt að hún bryti gegn ákvæðum lögreglusamþykktar og nefnir Vísindavefurinn sem dæmi mann sem gengur nakinn niður Laugaveginn án sýnilegrar ástæðu. Þessi uppákoma í morgun vakti því athygli viðstaddra og þá sér í lagi ferðamanna sem sáu manninn en samkvæmt sjónarvottum spurðu nokkrir: „Er þetta alltaf svona hérna?“Uppfært klukkan 13:25:Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn færður undir hendur lækna á geðheilbrigðissviði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Laugavegurinn státar jafnan af fjölbreyttu mannlífi og ekki síst nú í sumar þar sem fjöldi ferðamanna er vanalega þar á ferð á hverjum degi. Nú í morgun blasti við óvenjuleg sjón því nakinn karlmaður sást ganga eftir götunni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til og hafði afskipti af manninum. Þess ber að geta að ekkert ákvæði í hegningar- eða lögreglulögum leggur blátt bann við nekt á almannafæri. Á Vísindavef Háskóla Íslands er tekið fram að í 209. grein hegningarlaga sé að finna bann við því að særa blygðunarkennd manna með lostugu athæfi en sennilega þyrfti meira til en bara nekt á almannafæri til að brotið yrði fellt undir það ákvæði. Á Vísindavefnum er þó tekið fram að í lögreglusamþykktum margra sveitarfélaga sé að finna ákvæði sem fela í sér bann við ósæmilegri háttsemi eða hegðun og getur nekt á almannafæri fallið þar undir. Ef nektin er til þess fallin að ögra fólki eða valda ónæði þá er líklegt að hún bryti gegn ákvæðum lögreglusamþykktar og nefnir Vísindavefurinn sem dæmi mann sem gengur nakinn niður Laugaveginn án sýnilegrar ástæðu. Þessi uppákoma í morgun vakti því athygli viðstaddra og þá sér í lagi ferðamanna sem sáu manninn en samkvæmt sjónarvottum spurðu nokkrir: „Er þetta alltaf svona hérna?“Uppfært klukkan 13:25:Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn færður undir hendur lækna á geðheilbrigðissviði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira