Álver í Húnavatnssýslu myndi lyfta grettistaki Kristján Már Unnarsson skrifar 5. ágúst 2015 20:56 Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. Þeir ætlast til þess að Alþingi standi við eigin samhljóða þingsályktun um að orka Blönduvirkjunar nýtist til atvinnusköpunar í héraði. Það var í byrjun sumars sem áform voru kynnt um byggingu álvers á jörðinni Hafursstöðum en kínverskt fyrirtæki hefur undirritað viljayfirlýsingu um fjármögnun þess. Viðbrögðin í opinberri umræðu hafa verið fremur neikvæð. Því er meðal annars haldið fram að Ísland þurfi ekki fleiri álver, ekki sé til orka í nýtt álver og að svona lítið álver muni ekki borga sig. Þegar Adolf Berndsen, formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, er spurður hvort ekkert annað en álver komi til greina svarar hann að eflaust komi margt til greina. Hann vísar til Húsavíkur þar sem stefnt var á álver en niðurstaðan hafi orðið annar iðnaðarkostur. „Það kann vel að vera að þetta verkefni breytist í tímans rás en við erum einbeittir í því í dag að vinna þetta verkefni áfram og fá niðurstöðu í það hversu raunhæft þetta verkefni er,“ svarar Adolf.Frá Hafursstöðum milli Blönduóss og Skagastrandar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ljóst er að orkuöflun verður lykilatriði. Adolf segir að rætt hafi verið við forsvarsmenn Landsvirkjunar án þess að formleg viðbrögð hafi komið fram. Málin séu í skoðun. Adolf, sem er oddviti Skagastrandar, segir samdrátt hafa orðið í sjávarútvegi og landbúnaði á svæðinu og þar hafi ekki orðið álíka uppbygging ferðaþjónustu eins og víða annarsstaðar. Undanhald muni halda áfram ef ekkert nýtt komi til. „Við værum auðvitað ekki að þessu ef við teldum að þetta væri tóm steypa. Þetta svæði hér hefur átt við mikla erfiðleika að etja undanfarin ár. Það hefur verið veruleg fólksfækkun á öllu norðvestursvæðinu og við hljótum að spyrja okkur hvernig við ætlum að láta þetta svæði þróast áfram. Hér kemur fjárfestir sem sýnir áhuga á þessu svæði,“ segir Adolf og kveðst ekki í vafa um að álver hefði gríðarleg áhrif.Fyrirhugað álver á Hafursstöðum.„Þarna er talað um 200 störf og 200 afleidd störf. Það myndi skipta verulegu máli og lyfta hér grettistaki.“ Adolf minnir á þingsályktun frá árinu 2014 um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra með nýtingu raforku Blönduvirkjunar. Ályktunin hlaut samhljóða samþykki Alþingis. „En það er ekki nóg að það séu orð og samþykktir. Það verða að vera aðgerðir.“ Alþingi Tengdar fréttir Kínverskt fyrirtæki reiðir fram fé til byggingar álvers í Skagabyggð 120 þúsund tonna álver mun rísa við Hafursstaði. Forsætisráðherra viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar. 2. júlí 2015 11:04 Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30 Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. Þeir ætlast til þess að Alþingi standi við eigin samhljóða þingsályktun um að orka Blönduvirkjunar nýtist til atvinnusköpunar í héraði. Það var í byrjun sumars sem áform voru kynnt um byggingu álvers á jörðinni Hafursstöðum en kínverskt fyrirtæki hefur undirritað viljayfirlýsingu um fjármögnun þess. Viðbrögðin í opinberri umræðu hafa verið fremur neikvæð. Því er meðal annars haldið fram að Ísland þurfi ekki fleiri álver, ekki sé til orka í nýtt álver og að svona lítið álver muni ekki borga sig. Þegar Adolf Berndsen, formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, er spurður hvort ekkert annað en álver komi til greina svarar hann að eflaust komi margt til greina. Hann vísar til Húsavíkur þar sem stefnt var á álver en niðurstaðan hafi orðið annar iðnaðarkostur. „Það kann vel að vera að þetta verkefni breytist í tímans rás en við erum einbeittir í því í dag að vinna þetta verkefni áfram og fá niðurstöðu í það hversu raunhæft þetta verkefni er,“ svarar Adolf.Frá Hafursstöðum milli Blönduóss og Skagastrandar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ljóst er að orkuöflun verður lykilatriði. Adolf segir að rætt hafi verið við forsvarsmenn Landsvirkjunar án þess að formleg viðbrögð hafi komið fram. Málin séu í skoðun. Adolf, sem er oddviti Skagastrandar, segir samdrátt hafa orðið í sjávarútvegi og landbúnaði á svæðinu og þar hafi ekki orðið álíka uppbygging ferðaþjónustu eins og víða annarsstaðar. Undanhald muni halda áfram ef ekkert nýtt komi til. „Við værum auðvitað ekki að þessu ef við teldum að þetta væri tóm steypa. Þetta svæði hér hefur átt við mikla erfiðleika að etja undanfarin ár. Það hefur verið veruleg fólksfækkun á öllu norðvestursvæðinu og við hljótum að spyrja okkur hvernig við ætlum að láta þetta svæði þróast áfram. Hér kemur fjárfestir sem sýnir áhuga á þessu svæði,“ segir Adolf og kveðst ekki í vafa um að álver hefði gríðarleg áhrif.Fyrirhugað álver á Hafursstöðum.„Þarna er talað um 200 störf og 200 afleidd störf. Það myndi skipta verulegu máli og lyfta hér grettistaki.“ Adolf minnir á þingsályktun frá árinu 2014 um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra með nýtingu raforku Blönduvirkjunar. Ályktunin hlaut samhljóða samþykki Alþingis. „En það er ekki nóg að það séu orð og samþykktir. Það verða að vera aðgerðir.“
Alþingi Tengdar fréttir Kínverskt fyrirtæki reiðir fram fé til byggingar álvers í Skagabyggð 120 þúsund tonna álver mun rísa við Hafursstaði. Forsætisráðherra viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar. 2. júlí 2015 11:04 Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30 Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Kínverskt fyrirtæki reiðir fram fé til byggingar álvers í Skagabyggð 120 þúsund tonna álver mun rísa við Hafursstaði. Forsætisráðherra viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar. 2. júlí 2015 11:04
Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30
Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25