Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2015 16:15 Rúmlega sex hundruð manns vilja þyrma lífi selkópsins sem slapp úr Húsdýragarðinum um liðna helgi. Kópurinn fannst á tjaldstæðinu í Laugardal og var handsamaður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem kom honum aftur í garðinn. Haft var eftir Hilmari Össurarsyni dýrahirði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að urtan, móðir kópsins, muni stugga við honum og í ljósi aðstöðuleysis muni kópurinn hljóta sömu örlög og önnur gæludýr sem ekki er pláss fyrir í heiminum. Sagðar hafa verið fréttir af því að kópum húsdýragarðsins sé lógað við enda sumarsins vegna plássleysis og refirnir í húsdýragarðinum fóðraðir með kjötinu. 650 vilja að kópurinn lifi Nú hafa 650 manns líkað við Facebook-síðu þegar þetta er skrifað þar sem skorað er á forsvarsmenn húsdýragarðsins að þyrma lífi sprettharða selkópsins en forstöðumaður Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins, Tómas Óskar Guðjónsson, segir það sama gilda um kópana og önnur dýr í garðinum. Málið sé í höndum yfirdýrahirðis og dýrahirða sem ákveða hvaða dýr fá að vera áfram í garðinum og hver ekki. „Þeir fara bara yfir þá hluti og athuga hvernig staðan er í hverjum hópnum fyrir sig. Það er gangurinn í þessu hjá okkur.“ Selirnir orðnir gamlir Hann segir ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér en það sé alltaf einhver möguleiki til að halda dýrunum á lífi. „Eins og við gerðum með yrðlingana hjá okkur. Við sendum þá til Noregs og Svíþjóðar. Síðar er alltaf eitthvað sem þarf að leysa af. Þessir selir eru komnir til ára sinna og það er spurning hvenær þeir fara að deyja náttúrulegum dauðdaga. Þeir eru orðnir 26 og 27 ára gamlir. Síðan getum við svo sem ekki endilega heldur bætt í laugina. Það þarf heldur að fækka í henni þannig að hvert og eitt dýr hafi meira rými.“ Málið sé þó engu að síður í höndum dýrahirðanna. „Þetta er eflaust sprottið af góðum hvötum hjá fólki og það ber að virða líka hlýhug hjá fólki þegar því er umhugað um dýrin. En þetta er staðan hjá okkur að svona tökum við ákvarðanir í garðinum. Það er farið bara yfir málin af yfirdýrahirðinum og dýrahirðum og þeir hafa þetta hlutverk.“ Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Rúmlega sex hundruð manns vilja þyrma lífi selkópsins sem slapp úr Húsdýragarðinum um liðna helgi. Kópurinn fannst á tjaldstæðinu í Laugardal og var handsamaður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem kom honum aftur í garðinn. Haft var eftir Hilmari Össurarsyni dýrahirði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að urtan, móðir kópsins, muni stugga við honum og í ljósi aðstöðuleysis muni kópurinn hljóta sömu örlög og önnur gæludýr sem ekki er pláss fyrir í heiminum. Sagðar hafa verið fréttir af því að kópum húsdýragarðsins sé lógað við enda sumarsins vegna plássleysis og refirnir í húsdýragarðinum fóðraðir með kjötinu. 650 vilja að kópurinn lifi Nú hafa 650 manns líkað við Facebook-síðu þegar þetta er skrifað þar sem skorað er á forsvarsmenn húsdýragarðsins að þyrma lífi sprettharða selkópsins en forstöðumaður Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins, Tómas Óskar Guðjónsson, segir það sama gilda um kópana og önnur dýr í garðinum. Málið sé í höndum yfirdýrahirðis og dýrahirða sem ákveða hvaða dýr fá að vera áfram í garðinum og hver ekki. „Þeir fara bara yfir þá hluti og athuga hvernig staðan er í hverjum hópnum fyrir sig. Það er gangurinn í þessu hjá okkur.“ Selirnir orðnir gamlir Hann segir ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér en það sé alltaf einhver möguleiki til að halda dýrunum á lífi. „Eins og við gerðum með yrðlingana hjá okkur. Við sendum þá til Noregs og Svíþjóðar. Síðar er alltaf eitthvað sem þarf að leysa af. Þessir selir eru komnir til ára sinna og það er spurning hvenær þeir fara að deyja náttúrulegum dauðdaga. Þeir eru orðnir 26 og 27 ára gamlir. Síðan getum við svo sem ekki endilega heldur bætt í laugina. Það þarf heldur að fækka í henni þannig að hvert og eitt dýr hafi meira rými.“ Málið sé þó engu að síður í höndum dýrahirðanna. „Þetta er eflaust sprottið af góðum hvötum hjá fólki og það ber að virða líka hlýhug hjá fólki þegar því er umhugað um dýrin. En þetta er staðan hjá okkur að svona tökum við ákvarðanir í garðinum. Það er farið bara yfir málin af yfirdýrahirðinum og dýrahirðum og þeir hafa þetta hlutverk.“
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13
Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31