Skoða nú áhrif á rauðu strikin Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. ágúst 2015 07:00 Niðurstaða gerðardóms í kjaramálum hjúkrunarfræðinga er um fimm prósentustigum yfir því sem samninganefnd ríkisins hafði boðið stéttinni. vísír/vilhelm Unnið er að því að greina áhrif gerðardóms um kjör fólks í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bandalagi háskólamanna (BHM) á fjárhag og áætlanir Landspítalans. Þá er óvissa um hvort gerðardómur fer út fyrir þau mörk sem sett voru í samningum á almenna markaðnum í sumar. Þar eru ákvæði um að samningar séu lausir ef launaskrið annarra hópa verður meira en þar er kveðið á um. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er búist við því að greining á kostnaðarauka spítalans liggi fyrir um eða eftir miðja vikuna, en dæmið sé flókið, enda um marga hópa starfsmanna að ræða. Ekki liggur því fyrir hvernig spítalinn kemur til með að mæta auknum kostnaði, en venja sé hins vegar fyrir því að ríkið bæti stofnunum sínum kostnað sem þær verða fyrir vegna kjarasamninga.Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir verið að taka saman gögn um hver áhrif ákvörðunar gerðardóms kunni að vera á samninga á almenna markaðnum. Í ákvörðun gerðardóms eru til að mynda ekki ákvæði um stiglækkandi prósentuhækkanir eftir því sem fólk er hærra í launum, líkt og samið var um á almenna markaðnum. „Ég minni á að opnunarákvæði hjá okkur er ekki fyrr en í febrúar, en samt sem áður fylgjumst við grannt með og skoðum með tilliti til okkar hópa.“ Hún segir að í fljótu bragði sýnist henni þó sem niðurstaðan auki líkur á að opnunarákvæði í samningum á almenna markaðnum verði virkjað eftir áramót. „En skynsamlegast er að skoða þessar niðurstöður í heild sinni,“ segir hún. Nokkur munur sé á gerðardómi vegna BHM og hjúkrunarfræðinga, en ákvörðun vegna BHM gildir í tvö ár en fjögur vegna hjúkrunarfræðinga. Þegar komi að heildstæðu kostnaðarmati í febrúar þá sé grundvallaratriði að hér verði kaupmáttaraukning, að aðrir hópar fari ekki fram úr almenna markaðnum og að ríkisstjórnin standi við sín loforð. „Þá þurfum við að skoða þetta allt í samhengi.“Ólafur G. SkúlasonBHM kynnti niðurstöðu gerðardóms á almennum fundi á Hilton hóteli Nordica í gærkvöldi, en forráðamenn félagsins hafa lýst ánægju með niðurstöðuna, þar sem meðal annars er tekið tillit til krafna um launahækkanir vegna menntunar. Í kvöld er Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga með sambærilegan fund á Grand hóteli í Reykjavík. Þá upplýstu hjúkrunarfræðingar í gær að ákveðið hefði verið að falla frá málarekstri á hendur ríkinu vegna lagasetningar á verkfallsaðgerðir þeirra. Það segir Ólafur G. Skúlason, formaður félagsins, hafa verið gert vegna þess að í dómi Hæstaréttar varðandi BHM hafi verið svarað mörgum þáttum í málshöfðun hjúkrunarfræðinga. Stjórn félagsins lýsi hins vegar vonbrigðum með niðurstöðu Hæstaréttar sem telji ríkisvaldinu heimilt sem samningsaðila í kjaradeilu og handhafa löggjafarvalds að svipta stéttarfélög samnings- og verkfallsrétti með slíkri lagasetningu. Félagið telji vafa leika á því sá samninga- og verkfallsréttur njóti í reynd þeirrar stjórnarskrárverndar sem honum sé ætlað. Hvað varðar niðurstöðu gerðardóms segir Ólafur hana hafa verið betri en búist hafi verið við. Hjúkrunarfræðingar hafi búið sig undir niðurstöðu á svipuðum nótum og samninganefnd ríkisins hafði boðið og búið var að hafna. „Það tilboð hljóðaði upp á 18,6 prósent að meðaltali, en þessi niðurstaða er upp á um 25 prósenta hækkun að meðaltali á þessum fjórum árum,“ segir hann, en úrskurðurinn gildir til mars 2019, um þrjá mánuði fram yfir gildistíma samninga á almenna markaðnum. „Úrskurðurinn held ég að sé eins góður og hann gat orðið miðað við aðstæður,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Unnið er að því að greina áhrif gerðardóms um kjör fólks í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bandalagi háskólamanna (BHM) á fjárhag og áætlanir Landspítalans. Þá er óvissa um hvort gerðardómur fer út fyrir þau mörk sem sett voru í samningum á almenna markaðnum í sumar. Þar eru ákvæði um að samningar séu lausir ef launaskrið annarra hópa verður meira en þar er kveðið á um. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er búist við því að greining á kostnaðarauka spítalans liggi fyrir um eða eftir miðja vikuna, en dæmið sé flókið, enda um marga hópa starfsmanna að ræða. Ekki liggur því fyrir hvernig spítalinn kemur til með að mæta auknum kostnaði, en venja sé hins vegar fyrir því að ríkið bæti stofnunum sínum kostnað sem þær verða fyrir vegna kjarasamninga.Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir verið að taka saman gögn um hver áhrif ákvörðunar gerðardóms kunni að vera á samninga á almenna markaðnum. Í ákvörðun gerðardóms eru til að mynda ekki ákvæði um stiglækkandi prósentuhækkanir eftir því sem fólk er hærra í launum, líkt og samið var um á almenna markaðnum. „Ég minni á að opnunarákvæði hjá okkur er ekki fyrr en í febrúar, en samt sem áður fylgjumst við grannt með og skoðum með tilliti til okkar hópa.“ Hún segir að í fljótu bragði sýnist henni þó sem niðurstaðan auki líkur á að opnunarákvæði í samningum á almenna markaðnum verði virkjað eftir áramót. „En skynsamlegast er að skoða þessar niðurstöður í heild sinni,“ segir hún. Nokkur munur sé á gerðardómi vegna BHM og hjúkrunarfræðinga, en ákvörðun vegna BHM gildir í tvö ár en fjögur vegna hjúkrunarfræðinga. Þegar komi að heildstæðu kostnaðarmati í febrúar þá sé grundvallaratriði að hér verði kaupmáttaraukning, að aðrir hópar fari ekki fram úr almenna markaðnum og að ríkisstjórnin standi við sín loforð. „Þá þurfum við að skoða þetta allt í samhengi.“Ólafur G. SkúlasonBHM kynnti niðurstöðu gerðardóms á almennum fundi á Hilton hóteli Nordica í gærkvöldi, en forráðamenn félagsins hafa lýst ánægju með niðurstöðuna, þar sem meðal annars er tekið tillit til krafna um launahækkanir vegna menntunar. Í kvöld er Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga með sambærilegan fund á Grand hóteli í Reykjavík. Þá upplýstu hjúkrunarfræðingar í gær að ákveðið hefði verið að falla frá málarekstri á hendur ríkinu vegna lagasetningar á verkfallsaðgerðir þeirra. Það segir Ólafur G. Skúlason, formaður félagsins, hafa verið gert vegna þess að í dómi Hæstaréttar varðandi BHM hafi verið svarað mörgum þáttum í málshöfðun hjúkrunarfræðinga. Stjórn félagsins lýsi hins vegar vonbrigðum með niðurstöðu Hæstaréttar sem telji ríkisvaldinu heimilt sem samningsaðila í kjaradeilu og handhafa löggjafarvalds að svipta stéttarfélög samnings- og verkfallsrétti með slíkri lagasetningu. Félagið telji vafa leika á því sá samninga- og verkfallsréttur njóti í reynd þeirrar stjórnarskrárverndar sem honum sé ætlað. Hvað varðar niðurstöðu gerðardóms segir Ólafur hana hafa verið betri en búist hafi verið við. Hjúkrunarfræðingar hafi búið sig undir niðurstöðu á svipuðum nótum og samninganefnd ríkisins hafði boðið og búið var að hafna. „Það tilboð hljóðaði upp á 18,6 prósent að meðaltali, en þessi niðurstaða er upp á um 25 prósenta hækkun að meðaltali á þessum fjórum árum,“ segir hann, en úrskurðurinn gildir til mars 2019, um þrjá mánuði fram yfir gildistíma samninga á almenna markaðnum. „Úrskurðurinn held ég að sé eins góður og hann gat orðið miðað við aðstæður,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira