Halldóra Geirharðs: „Ég yrði frábær forseti“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2015 15:45 Halldóra Geirharðsdóttir fór á kostum í ræðu sinni á Grímunni í sumar. Vísir/Andri Marinó Leikkonan og leikstjórinn Halldóra Geirharðsdóttir hefur um nóg annað að hugsa þessa dagana en mögulegt forsetaframboð. Stofnaður var hópur á Facebook í gær þar sem skorað er á Halldóru að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Halldóra segist í samtali við Vísi hafa séð umræddan hóp á Facebook. Hún komi hvergi nálægt honum en gruni þó hver hafi stofnað hann. Á þriðja hundrað manns eru í hópnum þegar þetta er skrifað. „Ég er aðallega að hugsa um tíu kílómetrana á laugardaginn,“ segir Halldóra en mæðgurnar Halldóra og Steiney Skúladóttir eru sem kunnugt er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Á laugardaginn verður hún sömuleiðis í hlutverki Barböru trúðs á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Tobbi Túba er á dagskrá. „Ég hugsa því mest um að skaða ekki á mér hnén í vikunni og hafa eitthvað skemmtilegt að segja við þá sem koma á tónleikana.“Halldóra útilokar ekki framboð.Vísir/GVABergþór og Ólafur mögulega í framboðForsetakosningar fara fram vorið 2016. Þá mun Ólafur Ragnar Grímsson hafa lokið fimmta kjörtímabili sínu. Hann neitar að gefa upp hvort hann ætli að halda áfram en boðar svör í nýársávarpi sínu. Söngvarinn Bergþór Pálsson hefur upplýst að hann velti fyrir sér að bjóða sig fram. Þá hefur verið skorað á Pawel Bartoszek í framboð en Jón Gnarr hefur sagst ekki vilja verða forseti og þurfa að standa andspænis „frekar karlinum.“ Aðspurð um embættið og hvort hún hafi velt því fyrir sér viðurkennir Halldóra það. Hún útskýrir að auðvitað verði maður að velta því fyrir sér, annars muni ekkert breytast í heiminum.Við viljum Halldóru Geirharðsdóttur, leikkonu, sem forseta Íslands.Posted by Við skorum á Halldóru Geirharðs að bjóða sig fram sem forseta on Monday, August 17, 2015„Það er eins og konum detti sjaldnar í hug að taka að sér stór verkefni,“ segir Halldóra og spyr í tilefni af umræðu um hana sem mögulegan forseta: „Af hverju datt mér þetta ekki sjálfri í hug?“ Leikkonan segir þetta hafa verið nokkuð lýsandi fyrir hennar feril. Að einhver annar þurfi að benda henni á verkefnin og skora á hana frekar en að hún taki það upp hjá sjálfri sér. Henni virðist sem karlmenn eigi auðveldara með að stökkva á stór verkefni að eigin frumkvæði. „Þess vegna vil ég ekki segja strax að þetta sé rugl,“ segir Halldóra. „Ef allar konur myndu bregðast við eins og ég þá myndi ekkert hreyfast. Ef engri konu dettur í hug að gera hlutina þá hreyfist ekkert. Þess vegna þurfum við kynjakvóta til að breyta heiminum.“Halldóra hefur komið víða við á löngum leiklistarferli.Vísir/ValliEinkalífinu yrði fórnað Halldóra segist ekki vera í neinum vafa um að hún myndi standa sig vel í embættinu. „Ég yrði frábær forseti. Það er á hreinu,“ segir Halldóra. Þegar hún hugsi um embættið missi hún hins vegar húmorinn mjög hratt. „Ef einhver tekur að sér svona embætti þér þá er hann að vissu leyti að fórna lífi sínu. Það breytir auðvitað lífsstefnu manneskjunnar.“Að neðan má sjá ræðu Halldóru frá afhendingu Grímuverðlaunanna í júní. Ræða hennar vakti mikla athygli Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Pawel hvattur í forsetaframboð „Manni finnst þetta pínku fyndið og skemmtilegt.“ 11. apríl 2015 20:34 Bergþór Pálsson hefur velt forsetaembættinu mikið fyrir sér „Albert myndi steikja kleinur í eldhúsinu og ég syngja fyrir þjóðhöfðingjana. Og svo værum við auðvitað alltaf á hjóli,“ segir Bergþór Pálsson, óperusöngvari. 15. ágúst 2015 21:49 Nennir ekki freka karlinum: Býður sig ekki fram til forseta Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands á næsta ári. 14. mars 2015 07:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Leikkonan og leikstjórinn Halldóra Geirharðsdóttir hefur um nóg annað að hugsa þessa dagana en mögulegt forsetaframboð. Stofnaður var hópur á Facebook í gær þar sem skorað er á Halldóru að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Halldóra segist í samtali við Vísi hafa séð umræddan hóp á Facebook. Hún komi hvergi nálægt honum en gruni þó hver hafi stofnað hann. Á þriðja hundrað manns eru í hópnum þegar þetta er skrifað. „Ég er aðallega að hugsa um tíu kílómetrana á laugardaginn,“ segir Halldóra en mæðgurnar Halldóra og Steiney Skúladóttir eru sem kunnugt er andlit Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Á laugardaginn verður hún sömuleiðis í hlutverki Barböru trúðs á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Tobbi Túba er á dagskrá. „Ég hugsa því mest um að skaða ekki á mér hnén í vikunni og hafa eitthvað skemmtilegt að segja við þá sem koma á tónleikana.“Halldóra útilokar ekki framboð.Vísir/GVABergþór og Ólafur mögulega í framboðForsetakosningar fara fram vorið 2016. Þá mun Ólafur Ragnar Grímsson hafa lokið fimmta kjörtímabili sínu. Hann neitar að gefa upp hvort hann ætli að halda áfram en boðar svör í nýársávarpi sínu. Söngvarinn Bergþór Pálsson hefur upplýst að hann velti fyrir sér að bjóða sig fram. Þá hefur verið skorað á Pawel Bartoszek í framboð en Jón Gnarr hefur sagst ekki vilja verða forseti og þurfa að standa andspænis „frekar karlinum.“ Aðspurð um embættið og hvort hún hafi velt því fyrir sér viðurkennir Halldóra það. Hún útskýrir að auðvitað verði maður að velta því fyrir sér, annars muni ekkert breytast í heiminum.Við viljum Halldóru Geirharðsdóttur, leikkonu, sem forseta Íslands.Posted by Við skorum á Halldóru Geirharðs að bjóða sig fram sem forseta on Monday, August 17, 2015„Það er eins og konum detti sjaldnar í hug að taka að sér stór verkefni,“ segir Halldóra og spyr í tilefni af umræðu um hana sem mögulegan forseta: „Af hverju datt mér þetta ekki sjálfri í hug?“ Leikkonan segir þetta hafa verið nokkuð lýsandi fyrir hennar feril. Að einhver annar þurfi að benda henni á verkefnin og skora á hana frekar en að hún taki það upp hjá sjálfri sér. Henni virðist sem karlmenn eigi auðveldara með að stökkva á stór verkefni að eigin frumkvæði. „Þess vegna vil ég ekki segja strax að þetta sé rugl,“ segir Halldóra. „Ef allar konur myndu bregðast við eins og ég þá myndi ekkert hreyfast. Ef engri konu dettur í hug að gera hlutina þá hreyfist ekkert. Þess vegna þurfum við kynjakvóta til að breyta heiminum.“Halldóra hefur komið víða við á löngum leiklistarferli.Vísir/ValliEinkalífinu yrði fórnað Halldóra segist ekki vera í neinum vafa um að hún myndi standa sig vel í embættinu. „Ég yrði frábær forseti. Það er á hreinu,“ segir Halldóra. Þegar hún hugsi um embættið missi hún hins vegar húmorinn mjög hratt. „Ef einhver tekur að sér svona embætti þér þá er hann að vissu leyti að fórna lífi sínu. Það breytir auðvitað lífsstefnu manneskjunnar.“Að neðan má sjá ræðu Halldóru frá afhendingu Grímuverðlaunanna í júní. Ræða hennar vakti mikla athygli
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Pawel hvattur í forsetaframboð „Manni finnst þetta pínku fyndið og skemmtilegt.“ 11. apríl 2015 20:34 Bergþór Pálsson hefur velt forsetaembættinu mikið fyrir sér „Albert myndi steikja kleinur í eldhúsinu og ég syngja fyrir þjóðhöfðingjana. Og svo værum við auðvitað alltaf á hjóli,“ segir Bergþór Pálsson, óperusöngvari. 15. ágúst 2015 21:49 Nennir ekki freka karlinum: Býður sig ekki fram til forseta Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands á næsta ári. 14. mars 2015 07:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Pawel hvattur í forsetaframboð „Manni finnst þetta pínku fyndið og skemmtilegt.“ 11. apríl 2015 20:34
Bergþór Pálsson hefur velt forsetaembættinu mikið fyrir sér „Albert myndi steikja kleinur í eldhúsinu og ég syngja fyrir þjóðhöfðingjana. Og svo værum við auðvitað alltaf á hjóli,“ segir Bergþór Pálsson, óperusöngvari. 15. ágúst 2015 21:49
Nennir ekki freka karlinum: Býður sig ekki fram til forseta Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands á næsta ári. 14. mars 2015 07:00