Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2015 15:06 Abu Bakr al Baghdadi og Kayla Mueller. Vísir/AFP Konan sem hélt Kayla Mueller í gíslingu sagði við yfirheyrslur Bandaríkjamanna, að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna Íslamskt ríki, hefði „átt“ Mueller. Eins og fram hefur komið, nauðgaði hann henni ítrekað á meðan hún var í haldi samtakanna. Hann er sagður hafa „gifst“ Mueller, en fjölskylda hennar segir það rangt. „Þeir sögðu okkur að hann hefði gist henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir Carl Mueller í samtali við AP fréttaveituna í gær. Kayla hefði verið 27 ára gömul í gær. Móðir hennar, Marsha bætti við: „Kayla giftist ekki þessum manni. Hann tók hana í herbergi sitt og misnotaði hana og hún kom grátandi út.“Sjá einnig: Leiðtogi ISIS nauðgaði bandarískum gísl samtakanna Tveimur systrum sem voru í haldi með Mueller og tókst að flýja, sögðu bandarískum hermönnum hvar þeim hefði verið haldið. Hins vegar var foreldrum hennar sagt að þá hefði verið búið að flytja hana annað. „Hún reyndi að vernda þessar ungu stúlkur,“ segir Marsha og bætir við að stúlkurnar hafi litið á hana sem móður sína. Systurnar báðu Mueller að flýja með sér, en hún neitaði og sagði að útlit hennar myndi gera þeim erfitt fyrir á flóttanum. Hún lést í haldi ISIS og héldu þeir því fram í febrúar að hún hefði fallið í loftárás Jórdana. Það hefur ekki verið staðfest. Áður en systurnar flúðu var Mueller í haldi Abu Sayyaf, fjármálastjóra ISIS, og Umm Sayyaf, eiginkonu hans. Þremur mánuðum eftir að tilkynnt var um andlát Mueller réðust bandarískir sérsveitarmenn á heimili þeirra. Abu Sayyaf var felldur og Umm handsömuð. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjölskylda hennar fékk, staðfesti Umm Sayyaf við yfirheyrslur að Baghdadi hefði „átt“ Mueller. Fjölmörgum konum var haldið á heimili þeirra hjóna á mismunandi tímum. Þær voru gefnar vígamönnum sem verðlaun og neyddar í kynlífsþrælkun. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15 Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. 10. febrúar 2015 23:15 Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa. 6. febrúar 2015 18:30 Biðja ISIS um að hafa beint samband Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi. 7. febrúar 2015 10:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Konan sem hélt Kayla Mueller í gíslingu sagði við yfirheyrslur Bandaríkjamanna, að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna Íslamskt ríki, hefði „átt“ Mueller. Eins og fram hefur komið, nauðgaði hann henni ítrekað á meðan hún var í haldi samtakanna. Hann er sagður hafa „gifst“ Mueller, en fjölskylda hennar segir það rangt. „Þeir sögðu okkur að hann hefði gist henni og við vitum öll hvað það þýðir,“ segir Carl Mueller í samtali við AP fréttaveituna í gær. Kayla hefði verið 27 ára gömul í gær. Móðir hennar, Marsha bætti við: „Kayla giftist ekki þessum manni. Hann tók hana í herbergi sitt og misnotaði hana og hún kom grátandi út.“Sjá einnig: Leiðtogi ISIS nauðgaði bandarískum gísl samtakanna Tveimur systrum sem voru í haldi með Mueller og tókst að flýja, sögðu bandarískum hermönnum hvar þeim hefði verið haldið. Hins vegar var foreldrum hennar sagt að þá hefði verið búið að flytja hana annað. „Hún reyndi að vernda þessar ungu stúlkur,“ segir Marsha og bætir við að stúlkurnar hafi litið á hana sem móður sína. Systurnar báðu Mueller að flýja með sér, en hún neitaði og sagði að útlit hennar myndi gera þeim erfitt fyrir á flóttanum. Hún lést í haldi ISIS og héldu þeir því fram í febrúar að hún hefði fallið í loftárás Jórdana. Það hefur ekki verið staðfest. Áður en systurnar flúðu var Mueller í haldi Abu Sayyaf, fjármálastjóra ISIS, og Umm Sayyaf, eiginkonu hans. Þremur mánuðum eftir að tilkynnt var um andlát Mueller réðust bandarískir sérsveitarmenn á heimili þeirra. Abu Sayyaf var felldur og Umm handsömuð. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fjölskylda hennar fékk, staðfesti Umm Sayyaf við yfirheyrslur að Baghdadi hefði „átt“ Mueller. Fjölmörgum konum var haldið á heimili þeirra hjóna á mismunandi tímum. Þær voru gefnar vígamönnum sem verðlaun og neyddar í kynlífsþrælkun.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15 Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. 10. febrúar 2015 23:15 Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa. 6. febrúar 2015 18:30 Biðja ISIS um að hafa beint samband Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi. 7. febrúar 2015 10:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Bandaríski gíslinn látinn Kayla Jean Mueller, bandarísk kona sem samtökin Íslamska ríkið hafa haldið gíslingu í Sýrlandi síðustu tvö ár, er látin. 10. febrúar 2015 16:15
Bréf Kaylu Jean Mueller til fjölskyldu sinnar: „Ekki hafa áhyggjur af mér“ Fjölskylda bandaríska hjálparstarfsmannsins Kayla Jean Mueller hefur birt bréf sem hún skrifaði til fjölskyldu sinnar síðasta vor. 10. febrúar 2015 23:15
Segja bandarískan gísl hafa fallið í loftárásum Íslamska ríkið segir að konan sem hét Kayla Jean Mueller hafi fallið í loftrárásum Jórdaníu á borgina Raqqa. 6. febrúar 2015 18:30
Biðja ISIS um að hafa beint samband Foreldrar Kaylu Mueller segjast vongóð á að hún sé enn á lífi. 7. febrúar 2015 10:35