Dustin Johnson lék best allra á fyrsta hring á Whistling Straits Kári Örn Hinriksson skrifar 13. ágúst 2015 23:45 Dustin Johnson og Jason Day voru í góðu skapi í dag. Getty Þeir kylfingar sem fóru út snemma á fyrsta hring á PGA-meistaramótinu höfðu heppnina með sér en aðstæður á Whistling Straits vellinum voru mjög mismunandi í dag. Völlurinn var mjúkur og lítill vindur fyrri partinn af deginum og það nýttu margir sér, meðal annars Dustin Johnson sem leiðir eftir fyrsta hring upp á 66 högg eða sex undir pari. Margir aðrir sterkir kylfingar nýttu aðstæður vel og enduðu á 68 höggum eða fjórum undir pari en þar má helst nefna Jason Day og Matt Kuchar.Tiger Woods nýtti sér þó ekki aðstæðurnar og lék á 75 eða þremur yfir pari en hann átti í miklum vandræðum með pútterinn. Tveir bestu kylfingar heims, Jordan Spieth og Rory McIlroy hófu síðan leik eftir hádegi en þá hafði bætt mikið í vindinn og flatirnar orðnar harðar og erfiðar viðureignar. Þeim tókst þó að halda sér í baráttunni en þeir léku báðir á 71 höggi eða einu undir pari. Þá sýndi Svíinn David Lingmerth frábæra takta í vindinum seinni partinn og lék á 67 höggum eða fimm undir pari en hann er í öðru sæti á eftir Dustin Johnson. Bein útsending á Golfstöðinni frá öðrum hring hefst klukkan 18:00 á morgun. Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Þeir kylfingar sem fóru út snemma á fyrsta hring á PGA-meistaramótinu höfðu heppnina með sér en aðstæður á Whistling Straits vellinum voru mjög mismunandi í dag. Völlurinn var mjúkur og lítill vindur fyrri partinn af deginum og það nýttu margir sér, meðal annars Dustin Johnson sem leiðir eftir fyrsta hring upp á 66 högg eða sex undir pari. Margir aðrir sterkir kylfingar nýttu aðstæður vel og enduðu á 68 höggum eða fjórum undir pari en þar má helst nefna Jason Day og Matt Kuchar.Tiger Woods nýtti sér þó ekki aðstæðurnar og lék á 75 eða þremur yfir pari en hann átti í miklum vandræðum með pútterinn. Tveir bestu kylfingar heims, Jordan Spieth og Rory McIlroy hófu síðan leik eftir hádegi en þá hafði bætt mikið í vindinn og flatirnar orðnar harðar og erfiðar viðureignar. Þeim tókst þó að halda sér í baráttunni en þeir léku báðir á 71 höggi eða einu undir pari. Þá sýndi Svíinn David Lingmerth frábæra takta í vindinum seinni partinn og lék á 67 höggum eða fimm undir pari en hann er í öðru sæti á eftir Dustin Johnson. Bein útsending á Golfstöðinni frá öðrum hring hefst klukkan 18:00 á morgun.
Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira